Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar 17. nóvember 2025 10:31 Vaxandi fjöldi foreldra og kennara lýsa áhyggjum af andlegri líðan ungmenna og rannsóknir benda til þess að áhyggjur þeirra séu á rökum reistar. Þá er ungum börnum sem þjást af kvíða einnig að fjölga og fréttir birtast um aukið ofbeldi barna gagnvart kennurum sínum. Starf kennara virðist í auknum mæli fara í að veita félagsþjónustu. Til að bregðast við þessu þarf að styrkja félags- og sálfræðiþjónustu innan grunnskólanna strax og koma aftur á fót viðveru sálfræðinga í grunnskólum borgarinnar. Það er óviðunandi staða að börn hafi ekki greiðan aðgang að sálfræðingum í skólum. Við fjölskyldan þekkjum þetta af eigin raun. Þrátt fyrir að hafa fengið aðstoð fyrir barnið okkar í gegnum snemmtæka íhlutun, sem virðist vera eina leiðin til þess að koma barni til sálfræðings í gegnum kerfi borgarinnar, þurftum við að bíða vikum saman eftir samtali við sálfræðing. Kerfið er of þungt, þjónustan ósveigjanleg og það verður að forgangsraða fjármagni og breyta þessu. Borgin hefur ýmis tól til að fylgja eftir líðan ungmenna og eitt þeirra er að eru rannsóknir sem snúa að vímuefnanotkun. Í fjölda ára hefur vímuefnanotkun og áhættuhegðun ungmenna verið rannsökuð. Niðurstöðum þessara rannsókna er hins vegar ekki fylgt nægilega vel eftir og mætti á auðveldan máta nýta þær á miklu betri hátt með því að greina hvort ákveðnir skólar eða árgangar þurfi meiri aðstoð en aðrir. Þá þurfum við líka að byggja upp teymin innan skólanna með aðkomu félagsráðgjafa sem geta unnið inn í kennslustofum og stutt við nemendur í daglegum samskiptum. Þannig má grípa miku fyrr inn í vanda, minnka framtíðarálag á kerfið og byggja upp sterka menningu innan grunnskólanna fyrir því að börn og ungmenni geti sótt sér aðstoð. Rannsóknir sýna að námsárangur og líðan eru nátengd. Börn sem upplifa öryggi, ró og félagslega tengingu ná betri árangri og þróa sterkari sjálfsmynd. Til þess að skapa gott starfsumhverfi fyrir kennara þurfa nemendur að geta einbeitt sér að náminu. Við þurfum að horfast í augu við að snjalltæki hafa áhrif á einbeitingu, samskipti og sjálfsmynd barna. Bönnum síma í skólum Bann við símanotkun í grunnskólum myndi klárlega ýta undir betri líðan barna í skólum. Það er tími til kominn að starfsfólk grunnskóla og foreldrar taki höndum saman um að síminn sé að öllu leiti geymdur heima eða ofan í tösku á skólatíma. Börn og ungmenni eiga geta að geta treyst því að ekki sé verið að mynda þau eða trufla á skólatíma. Skólinn á að vera vettvangur til raunverulegra samskipta, þar sem börn fá þjálfun í mannlegum samskiptum og læra að leysa úr vandamálum og ágreiningi með eðlilegri framvindu. Til að þetta sé hægt þá þarf góða vinnuaðstöðu í grunnskólum borgarinnar og að bæði aðstæður nemenda og kennara séu með besta móti. Fjárfestum í góðum innviðum og betri þjónustu í grunnskólum og styrkjum þannig kerfið sem hefur mótandi áhrif á börnin okkar. Höfundur starfar sem rekstrarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Símanotkun barna Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Vaxandi fjöldi foreldra og kennara lýsa áhyggjum af andlegri líðan ungmenna og rannsóknir benda til þess að áhyggjur þeirra séu á rökum reistar. Þá er ungum börnum sem þjást af kvíða einnig að fjölga og fréttir birtast um aukið ofbeldi barna gagnvart kennurum sínum. Starf kennara virðist í auknum mæli fara í að veita félagsþjónustu. Til að bregðast við þessu þarf að styrkja félags- og sálfræðiþjónustu innan grunnskólanna strax og koma aftur á fót viðveru sálfræðinga í grunnskólum borgarinnar. Það er óviðunandi staða að börn hafi ekki greiðan aðgang að sálfræðingum í skólum. Við fjölskyldan þekkjum þetta af eigin raun. Þrátt fyrir að hafa fengið aðstoð fyrir barnið okkar í gegnum snemmtæka íhlutun, sem virðist vera eina leiðin til þess að koma barni til sálfræðings í gegnum kerfi borgarinnar, þurftum við að bíða vikum saman eftir samtali við sálfræðing. Kerfið er of þungt, þjónustan ósveigjanleg og það verður að forgangsraða fjármagni og breyta þessu. Borgin hefur ýmis tól til að fylgja eftir líðan ungmenna og eitt þeirra er að eru rannsóknir sem snúa að vímuefnanotkun. Í fjölda ára hefur vímuefnanotkun og áhættuhegðun ungmenna verið rannsökuð. Niðurstöðum þessara rannsókna er hins vegar ekki fylgt nægilega vel eftir og mætti á auðveldan máta nýta þær á miklu betri hátt með því að greina hvort ákveðnir skólar eða árgangar þurfi meiri aðstoð en aðrir. Þá þurfum við líka að byggja upp teymin innan skólanna með aðkomu félagsráðgjafa sem geta unnið inn í kennslustofum og stutt við nemendur í daglegum samskiptum. Þannig má grípa miku fyrr inn í vanda, minnka framtíðarálag á kerfið og byggja upp sterka menningu innan grunnskólanna fyrir því að börn og ungmenni geti sótt sér aðstoð. Rannsóknir sýna að námsárangur og líðan eru nátengd. Börn sem upplifa öryggi, ró og félagslega tengingu ná betri árangri og þróa sterkari sjálfsmynd. Til þess að skapa gott starfsumhverfi fyrir kennara þurfa nemendur að geta einbeitt sér að náminu. Við þurfum að horfast í augu við að snjalltæki hafa áhrif á einbeitingu, samskipti og sjálfsmynd barna. Bönnum síma í skólum Bann við símanotkun í grunnskólum myndi klárlega ýta undir betri líðan barna í skólum. Það er tími til kominn að starfsfólk grunnskóla og foreldrar taki höndum saman um að síminn sé að öllu leiti geymdur heima eða ofan í tösku á skólatíma. Börn og ungmenni eiga geta að geta treyst því að ekki sé verið að mynda þau eða trufla á skólatíma. Skólinn á að vera vettvangur til raunverulegra samskipta, þar sem börn fá þjálfun í mannlegum samskiptum og læra að leysa úr vandamálum og ágreiningi með eðlilegri framvindu. Til að þetta sé hægt þá þarf góða vinnuaðstöðu í grunnskólum borgarinnar og að bæði aðstæður nemenda og kennara séu með besta móti. Fjárfestum í góðum innviðum og betri þjónustu í grunnskólum og styrkjum þannig kerfið sem hefur mótandi áhrif á börnin okkar. Höfundur starfar sem rekstrarstjóri.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun