Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar 17. nóvember 2025 10:31 Vaxandi fjöldi foreldra og kennara lýsa áhyggjum af andlegri líðan ungmenna og rannsóknir benda til þess að áhyggjur þeirra séu á rökum reistar. Þá er ungum börnum sem þjást af kvíða einnig að fjölga og fréttir birtast um aukið ofbeldi barna gagnvart kennurum sínum. Starf kennara virðist í auknum mæli fara í að veita félagsþjónustu. Til að bregðast við þessu þarf að styrkja félags- og sálfræðiþjónustu innan grunnskólanna strax og koma aftur á fót viðveru sálfræðinga í grunnskólum borgarinnar. Það er óviðunandi staða að börn hafi ekki greiðan aðgang að sálfræðingum í skólum. Við fjölskyldan þekkjum þetta af eigin raun. Þrátt fyrir að hafa fengið aðstoð fyrir barnið okkar í gegnum snemmtæka íhlutun, sem virðist vera eina leiðin til þess að koma barni til sálfræðings í gegnum kerfi borgarinnar, þurftum við að bíða vikum saman eftir samtali við sálfræðing. Kerfið er of þungt, þjónustan ósveigjanleg og það verður að forgangsraða fjármagni og breyta þessu. Borgin hefur ýmis tól til að fylgja eftir líðan ungmenna og eitt þeirra er að eru rannsóknir sem snúa að vímuefnanotkun. Í fjölda ára hefur vímuefnanotkun og áhættuhegðun ungmenna verið rannsökuð. Niðurstöðum þessara rannsókna er hins vegar ekki fylgt nægilega vel eftir og mætti á auðveldan máta nýta þær á miklu betri hátt með því að greina hvort ákveðnir skólar eða árgangar þurfi meiri aðstoð en aðrir. Þá þurfum við líka að byggja upp teymin innan skólanna með aðkomu félagsráðgjafa sem geta unnið inn í kennslustofum og stutt við nemendur í daglegum samskiptum. Þannig má grípa miku fyrr inn í vanda, minnka framtíðarálag á kerfið og byggja upp sterka menningu innan grunnskólanna fyrir því að börn og ungmenni geti sótt sér aðstoð. Rannsóknir sýna að námsárangur og líðan eru nátengd. Börn sem upplifa öryggi, ró og félagslega tengingu ná betri árangri og þróa sterkari sjálfsmynd. Til þess að skapa gott starfsumhverfi fyrir kennara þurfa nemendur að geta einbeitt sér að náminu. Við þurfum að horfast í augu við að snjalltæki hafa áhrif á einbeitingu, samskipti og sjálfsmynd barna. Bönnum síma í skólum Bann við símanotkun í grunnskólum myndi klárlega ýta undir betri líðan barna í skólum. Það er tími til kominn að starfsfólk grunnskóla og foreldrar taki höndum saman um að síminn sé að öllu leiti geymdur heima eða ofan í tösku á skólatíma. Börn og ungmenni eiga geta að geta treyst því að ekki sé verið að mynda þau eða trufla á skólatíma. Skólinn á að vera vettvangur til raunverulegra samskipta, þar sem börn fá þjálfun í mannlegum samskiptum og læra að leysa úr vandamálum og ágreiningi með eðlilegri framvindu. Til að þetta sé hægt þá þarf góða vinnuaðstöðu í grunnskólum borgarinnar og að bæði aðstæður nemenda og kennara séu með besta móti. Fjárfestum í góðum innviðum og betri þjónustu í grunnskólum og styrkjum þannig kerfið sem hefur mótandi áhrif á börnin okkar. Höfundur starfar sem rekstrarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Símanotkun barna Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vaxandi fjöldi foreldra og kennara lýsa áhyggjum af andlegri líðan ungmenna og rannsóknir benda til þess að áhyggjur þeirra séu á rökum reistar. Þá er ungum börnum sem þjást af kvíða einnig að fjölga og fréttir birtast um aukið ofbeldi barna gagnvart kennurum sínum. Starf kennara virðist í auknum mæli fara í að veita félagsþjónustu. Til að bregðast við þessu þarf að styrkja félags- og sálfræðiþjónustu innan grunnskólanna strax og koma aftur á fót viðveru sálfræðinga í grunnskólum borgarinnar. Það er óviðunandi staða að börn hafi ekki greiðan aðgang að sálfræðingum í skólum. Við fjölskyldan þekkjum þetta af eigin raun. Þrátt fyrir að hafa fengið aðstoð fyrir barnið okkar í gegnum snemmtæka íhlutun, sem virðist vera eina leiðin til þess að koma barni til sálfræðings í gegnum kerfi borgarinnar, þurftum við að bíða vikum saman eftir samtali við sálfræðing. Kerfið er of þungt, þjónustan ósveigjanleg og það verður að forgangsraða fjármagni og breyta þessu. Borgin hefur ýmis tól til að fylgja eftir líðan ungmenna og eitt þeirra er að eru rannsóknir sem snúa að vímuefnanotkun. Í fjölda ára hefur vímuefnanotkun og áhættuhegðun ungmenna verið rannsökuð. Niðurstöðum þessara rannsókna er hins vegar ekki fylgt nægilega vel eftir og mætti á auðveldan máta nýta þær á miklu betri hátt með því að greina hvort ákveðnir skólar eða árgangar þurfi meiri aðstoð en aðrir. Þá þurfum við líka að byggja upp teymin innan skólanna með aðkomu félagsráðgjafa sem geta unnið inn í kennslustofum og stutt við nemendur í daglegum samskiptum. Þannig má grípa miku fyrr inn í vanda, minnka framtíðarálag á kerfið og byggja upp sterka menningu innan grunnskólanna fyrir því að börn og ungmenni geti sótt sér aðstoð. Rannsóknir sýna að námsárangur og líðan eru nátengd. Börn sem upplifa öryggi, ró og félagslega tengingu ná betri árangri og þróa sterkari sjálfsmynd. Til þess að skapa gott starfsumhverfi fyrir kennara þurfa nemendur að geta einbeitt sér að náminu. Við þurfum að horfast í augu við að snjalltæki hafa áhrif á einbeitingu, samskipti og sjálfsmynd barna. Bönnum síma í skólum Bann við símanotkun í grunnskólum myndi klárlega ýta undir betri líðan barna í skólum. Það er tími til kominn að starfsfólk grunnskóla og foreldrar taki höndum saman um að síminn sé að öllu leiti geymdur heima eða ofan í tösku á skólatíma. Börn og ungmenni eiga geta að geta treyst því að ekki sé verið að mynda þau eða trufla á skólatíma. Skólinn á að vera vettvangur til raunverulegra samskipta, þar sem börn fá þjálfun í mannlegum samskiptum og læra að leysa úr vandamálum og ágreiningi með eðlilegri framvindu. Til að þetta sé hægt þá þarf góða vinnuaðstöðu í grunnskólum borgarinnar og að bæði aðstæður nemenda og kennara séu með besta móti. Fjárfestum í góðum innviðum og betri þjónustu í grunnskólum og styrkjum þannig kerfið sem hefur mótandi áhrif á börnin okkar. Höfundur starfar sem rekstrarstjóri.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun