Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Bjarki Sigurðsson og Jón Ísak Ragnarsson skrifa 16. nóvember 2025 20:48 Elfar missti son sinn í bílslysi fyrir tveimur árum. Vísir/Bjarni Faðir sem missti son sinn í bílslysi segir skelfilegt að heyra að bílbeltanotkun meðal ungs fólks sé að dragast saman. Lögreglumaður sem á líf sitt bílbeltinu að þakka hvetur alla til að muna eftir beltinu. Í dag er alþjóðlegur minningardagur þeirra sem hafa látist í bílslysi. Minningarathöfn var haldin við Landspítalann í Fossvogi og fleiri víða um land. Dagurinn í dag var sérstaklega tileinkaður mikilvægi bílbelta. Sá sem ekki notar bílbelti er í um 13 sinnum meiri hættu á að verða fórnarlamb banaslyss en sá sem notar beltið. Fjöldi viðbragðsaðila tók þátt í athöfninni og fluttu bæði innviðaráðherra og forseti Íslands ræður. „Sérhvert slys sem hægt er að koma í veg fyrir með aðgát, fyrirhyggju, oft bara einu handtaki, er einu slysi of mikið,“ sagði Halla Tómasdóttir forseti. Fjöldi fólks sem misst hefur ástvin í bílslysi var viðstaddur athöfnina og mátti skynja mikla væntumþykju í loftinu. Meðal þeirra er Elfar Bjarni Guðmundsson en sonur hans, Jóhann Atli, lést í bílslysi á Þrengslavegi í júlí 2023. „Þá erum við á leið til vinnu, ég er aðeins á undan honum, við förum á tveimur bílum, ég bý fyrir austan á Stokkseyri,“ segir Elfar. „Þetta hefur verið svona níu um morguninn, ég fer aðeins á undan honum. Svo fékk ég skilaboð frá símanum hans að eitthvað hefði komið fyrir. Ég skildi ekkert í þessu til að byrja með.“ „Ég stoppa hjá Litlu kaffistofunni, reyni að hringja, og þegar hann svarar ekki strax, þá sný ég við og reyni að hringja alveg á fullu meðan ég keyri þangað. Þegar ég kem að seinni námunni, að slysstaðnum, þá sé ég bílinn fyrir utan veg, hann er ábyggilega svona tuttugu eða þrjátíu metra frá bílnum, hefur kastast út.“ Hilmar Sigurjónsson telur að bílbelti hafi bjargað lífi sínu og bróður hans árið 2010.Vísir/Bjarni Jóhann var ekki í bílbelti og var úrskurðaður látinn á Landspítalanum. Í könnun Samgöngustofu frá því í fyrra kemur fram að bílbeltanotkun sé að dragast saman meðal ungs fólks, þá sérstaklega ungra karla. Elfar segir það slæma þróun. „Það er bara mikilvægasti hluturinn í bílnum, það er að vera í belti. Þetta er skelfileg þróun sem er að eiga sér stað, varðandi bílbelti, símanotkun, og hraðakstur, þetta átti allt við,“ segir Elfar. Lögreglumaður sem telur bílbelti hafa bjargað sínu lífi og bróður hans árið 2010 flutti einnig fallegt ávarp. „Þú ert að setja sætisbeltin á þig bæði til að verja þig, til að koma í veg fyrir að bæði þú og þínir nánustu lendi í því uppnámi sem fylgir alvarlegum slysum,“ segir lögreglumaðurinn Hilmar Sigurjónsson. Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur minningardagur þeirra sem hafa látist í bílslysi. Minningarathöfn var haldin við Landspítalann í Fossvogi og fleiri víða um land. Dagurinn í dag var sérstaklega tileinkaður mikilvægi bílbelta. Sá sem ekki notar bílbelti er í um 13 sinnum meiri hættu á að verða fórnarlamb banaslyss en sá sem notar beltið. Fjöldi viðbragðsaðila tók þátt í athöfninni og fluttu bæði innviðaráðherra og forseti Íslands ræður. „Sérhvert slys sem hægt er að koma í veg fyrir með aðgát, fyrirhyggju, oft bara einu handtaki, er einu slysi of mikið,“ sagði Halla Tómasdóttir forseti. Fjöldi fólks sem misst hefur ástvin í bílslysi var viðstaddur athöfnina og mátti skynja mikla væntumþykju í loftinu. Meðal þeirra er Elfar Bjarni Guðmundsson en sonur hans, Jóhann Atli, lést í bílslysi á Þrengslavegi í júlí 2023. „Þá erum við á leið til vinnu, ég er aðeins á undan honum, við förum á tveimur bílum, ég bý fyrir austan á Stokkseyri,“ segir Elfar. „Þetta hefur verið svona níu um morguninn, ég fer aðeins á undan honum. Svo fékk ég skilaboð frá símanum hans að eitthvað hefði komið fyrir. Ég skildi ekkert í þessu til að byrja með.“ „Ég stoppa hjá Litlu kaffistofunni, reyni að hringja, og þegar hann svarar ekki strax, þá sný ég við og reyni að hringja alveg á fullu meðan ég keyri þangað. Þegar ég kem að seinni námunni, að slysstaðnum, þá sé ég bílinn fyrir utan veg, hann er ábyggilega svona tuttugu eða þrjátíu metra frá bílnum, hefur kastast út.“ Hilmar Sigurjónsson telur að bílbelti hafi bjargað lífi sínu og bróður hans árið 2010.Vísir/Bjarni Jóhann var ekki í bílbelti og var úrskurðaður látinn á Landspítalanum. Í könnun Samgöngustofu frá því í fyrra kemur fram að bílbeltanotkun sé að dragast saman meðal ungs fólks, þá sérstaklega ungra karla. Elfar segir það slæma þróun. „Það er bara mikilvægasti hluturinn í bílnum, það er að vera í belti. Þetta er skelfileg þróun sem er að eiga sér stað, varðandi bílbelti, símanotkun, og hraðakstur, þetta átti allt við,“ segir Elfar. Lögreglumaður sem telur bílbelti hafa bjargað sínu lífi og bróður hans árið 2010 flutti einnig fallegt ávarp. „Þú ert að setja sætisbeltin á þig bæði til að verja þig, til að koma í veg fyrir að bæði þú og þínir nánustu lendi í því uppnámi sem fylgir alvarlegum slysum,“ segir lögreglumaðurinn Hilmar Sigurjónsson.
Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira