Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Bjarki Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2025 13:25 Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Eftirlit með vistunarúrræðum fyrir börn er nánast í skötulíki að sögn framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Svör Barna- og fjölskyldustofu vegna rannsóknar lögreglu á ofbeldismáli starfsmanns gegn barni á Stuðlum veki áhyggjur. Í vikunni var greint frá því að starfsmaður á meðferðarheimilinu Stuðlum væri grunaður um að hafa ráðist á fjórtán ára skjólstæðing í lok júní. Samkvæmt heimildum fréttastofu er starfsmaðurinn grunaður um að hafa tekið skjólstæðinginn hálstaki eftir að hann skvetti úr gosglasi á starfsmanninn. Atvikið var ekki tilkynnt til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála og frétti stofnunin af málinu í gegnum fjölmiðla. Barna og fjölskyldustofa hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins en þess í stað sent stutta yfirlýsingu þar sem sagt er að einungis alvarleg óvænt atvik séu tilkynnt til nefndarinnar. Það eigi ekki við þegar kemur til þvingana inni á meðferðarheimili. Grímur Atlason, formaður Geðhjálpar, segir þetta verklag furðulegt. „Við höfum hér hjá Geðhjálp margoft bent á það að eftirlit með þessum stöðum, bæði innra og ytra eftirlit, sé næstum því í skötulíki. Ef það er eitthvað eftirlit. Þetta dæmi og hvernig Barna- og fjölskyldustofa svarar og talar um hvernig atvik eru skráð og í hvaða farveg mál fara, gefur tilefni til að spyrja: Bíddu eru einhver mál? Því málin virðast aldrei komast í réttan farveg,“ segir Grímur. Grímur er eiginmaður lögmanns brotaþola í málinu en foreldrar barna í öðrum svipuðum málum hafa oft leitað til hans og Geðhjálpar. Hann segir aðbúnað á meðferðarheimilum barna ekki nægilega góðan. „Allar þessar skýrslur segja það sama. Þá förum við að hugsa um þetta í viku og tölum um þetta eins og við gerum núna í fjölmiðlum, en síðan hættum við að tala um þetta. Við þurfum að setja þetta í forgang og gera eitthvað við þetta. Setja börnin í forgang. Gera þessa staði þannig að það sé almennilega að þeim búið,“ segir Grímur. „Það er sanngjarnt gagnvart starfsfólki sem þarna vinnur, við ekkert endilega góðar aðstæður, og er sett í þá stöðu að það sé því að kenna að ástandið sé svona. Ástandið er svona því við skömmtum þessu svo naumt og ákveðum að þetta sé ekki forgangsmál í samfélaginu,“ segir Grímur. Málefni Stuðla Börn og uppeldi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Í vikunni var greint frá því að starfsmaður á meðferðarheimilinu Stuðlum væri grunaður um að hafa ráðist á fjórtán ára skjólstæðing í lok júní. Samkvæmt heimildum fréttastofu er starfsmaðurinn grunaður um að hafa tekið skjólstæðinginn hálstaki eftir að hann skvetti úr gosglasi á starfsmanninn. Atvikið var ekki tilkynnt til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála og frétti stofnunin af málinu í gegnum fjölmiðla. Barna og fjölskyldustofa hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins en þess í stað sent stutta yfirlýsingu þar sem sagt er að einungis alvarleg óvænt atvik séu tilkynnt til nefndarinnar. Það eigi ekki við þegar kemur til þvingana inni á meðferðarheimili. Grímur Atlason, formaður Geðhjálpar, segir þetta verklag furðulegt. „Við höfum hér hjá Geðhjálp margoft bent á það að eftirlit með þessum stöðum, bæði innra og ytra eftirlit, sé næstum því í skötulíki. Ef það er eitthvað eftirlit. Þetta dæmi og hvernig Barna- og fjölskyldustofa svarar og talar um hvernig atvik eru skráð og í hvaða farveg mál fara, gefur tilefni til að spyrja: Bíddu eru einhver mál? Því málin virðast aldrei komast í réttan farveg,“ segir Grímur. Grímur er eiginmaður lögmanns brotaþola í málinu en foreldrar barna í öðrum svipuðum málum hafa oft leitað til hans og Geðhjálpar. Hann segir aðbúnað á meðferðarheimilum barna ekki nægilega góðan. „Allar þessar skýrslur segja það sama. Þá förum við að hugsa um þetta í viku og tölum um þetta eins og við gerum núna í fjölmiðlum, en síðan hættum við að tala um þetta. Við þurfum að setja þetta í forgang og gera eitthvað við þetta. Setja börnin í forgang. Gera þessa staði þannig að það sé almennilega að þeim búið,“ segir Grímur. „Það er sanngjarnt gagnvart starfsfólki sem þarna vinnur, við ekkert endilega góðar aðstæður, og er sett í þá stöðu að það sé því að kenna að ástandið sé svona. Ástandið er svona því við skömmtum þessu svo naumt og ákveðum að þetta sé ekki forgangsmál í samfélaginu,“ segir Grímur.
Málefni Stuðla Börn og uppeldi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira