Viðskipti innlent

Líf­eyris­sjóður tann­lækna sam­einast Frjálsa

Atli Ísleifsson skrifar
Arnaldur Loftsson framkvæmdastjóri Frjálsa og Gísli Vilhjálmsson varaformaður LTFÍ. Neðri röð frá vinstri: Ásdís Eva Hannesdóttir stjórnarformaður Frjálsa og Sigurgísli Ingimarsson stjórnarformaður LTFÍ.
Arnaldur Loftsson framkvæmdastjóri Frjálsa og Gísli Vilhjálmsson varaformaður LTFÍ. Neðri röð frá vinstri: Ásdís Eva Hannesdóttir stjórnarformaður Frjálsa og Sigurgísli Ingimarsson stjórnarformaður LTFÍ. Frjálsi

Sjóðfélagar Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands (LTFÍ) samþykktu einróma tillögu um sameiningu við Frjálsa lífeyrissjóðinn á sjóðfélagafundi lífeyrissjóðsins sem haldinn var í gær.

Frá þessu segir á vef Frjálsa lífeyrissjóðsins. Þar segir að sjóðirnir verði sameinaðir miðað við næstu áramót og muni Frjálsi mun þá taka yfir öll réttindi og skyldur gagnvart sjóðfélögum LTFÍ, að því gefnu að fjármálaráðuneytið staðfesti breytingar á samþykktum LTFÍ.

„Stjórnir sjóðanna telja að sameining efli rekstrargrundvöll sjóðanna og sé til hagsbóta fyrir sjóðfélaga beggja sjóða.

Frjálsi og LTFÍ eru afar svipaðir að uppbyggingu þar sem skylduiðgjöldum sjóðfélaga er skipt í séreign og samtryggingu sem hefur veitt sjóðunum ákveðna sérstöðu umfram flesta aðra lífeyrissjóði,“ segir í tilkynningunni. 


Tengdar fréttir

Nýr sam­einaður líf­eyris­sjóður verði með þeim stærstu

Almenni lífeyrissjóðurinn og Lífsverk stefna að sameiningu eftir að sjóðfélagafundir beggja samþykktu tillögu þess efnis. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og staðfestingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á samþykktum sameinaðs sjóðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×