Fótbolti

Skytturnar héldu full­komnu flugi Eng­lands á­fram

Sindri Sverrisson skrifar
Eberechi Eze stoltur eftir markið gegn Serbum í kvöld.
Eberechi Eze stoltur eftir markið gegn Serbum í kvöld. Getty/Jacques Feeney

Englendingar urðu í síðasta mánuði fyrstir Evrópuþjóða til að tryggja sig inn á HM í fótbolta næsta sumar en þeir slaka hins vegar ekkert á og unnu enn einn sigurinn í kvöld.

England vann 2-0 gegn Serbíu á Wembley í kvöld, þar sem Arsenal-mennirnir Bukayo Saka og Eberechi Eze skoruðu mörkin.

Saka kom Englandi yfir á 28. mínútu með frábæru skoti og Eze innsiglaði sigurinn svo í lokin með laglegum hætti eftir skyndisókn.

England hefur því unnið alla sjö leiki sína, skorað tuttugu mörk og ekki fengið eitt einasta á sig í allri undankeppninni. Albanía er nú örugg um 2. sæti riðilsins, með fjórtán stig og þar með fjórum stigum á undan Serbíu, eftir að hafa unnið Andorra 1-0 á útivelli í dag.

Albanía og England mætast í lokaumferð riðilsins á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×