Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. nóvember 2025 16:15 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Félagar í Kennarasambandi Íslands hafa ekki fengið launahækkun samkvæmt ákvæði um launatöfluauka í kjarasamningi sem undirritaður var í nóvember í fyrra. Formaður Kennarasambandsins telur að kennarar eigi fullan rétt á hækkuninni og segir deiluna snúast um orðaleiki, en málinu hefur verið vísað til Félagsdóms. „Í síðustu kjarasamningsgerð var búið til atriði sem heitir launatöfluauki, sem þýðir að einu sinnui á ári eru reiknað hvað laun hafa hækkað mikið á almennum vinnumarkaði,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. „Ef þau hafa hækkað meira en á opinberum markaði á að hækka laun á móti. Ef laun hækkuðu til dæmis um þrjú prósent á almennum markaði, en tvö prósent hjá hinu opinbera, á sjálfkrafa að koma hækkun upp á eitt prósent.“ „Þetta er orðaleikur“ Magnús segir að félagar í BHM og BSRB hafi verið með viðlíka ákvæði í sínum kjarasamningum og hafi fengið umrædda hækkun í september. Kennarar hafi ekki fengið sína hækkun vegna þess að launagreiðendur halda því fram að kjarasamningur þeirra hafi verið óvenjulegur, hann hafi verið innanhússtillaga en ekki hefðbundinn kjarasamningur. „Við í Kennarasambandinu segjum að þetta sé venjulegur kjarasamningur hjá okkur. Við segjum, þetta er orðaleikur, þvæla. Sannarlega á okkar fólk sama rétt og BSRB á þessum launatöfluauka.“ „Mismunandi skilningur á orðalagi þýðir að okkar fólk er ekki að fá þennan launatöfluauka núna.“ Samkvæmt samningi hafi kennarar átt að fá launahækkun frá og með fyrsta september síðastliðnum. Kennarasambandið hafi ákveðið að stefna launagreiðendum og stefnan hafi verið tekin til þingfestingar á þriðjudaginn. Málsaðilum hafi verið gefinn frestur til 15. desember að skila inn greinargerðum, og dómurinn verði væntanlega tekinn upp í janúar eða febrúar. „Launagreiðendur segja að innanhússtillaga sé ekki formlegur kjarasamningur. Dómurinn mun koma til með að hafa áhrif. Ef þetta tekur ekki gildi mun það draga verulega úr vægi innanhússtillagna,“ segir Magnús Þór. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
„Í síðustu kjarasamningsgerð var búið til atriði sem heitir launatöfluauki, sem þýðir að einu sinnui á ári eru reiknað hvað laun hafa hækkað mikið á almennum vinnumarkaði,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. „Ef þau hafa hækkað meira en á opinberum markaði á að hækka laun á móti. Ef laun hækkuðu til dæmis um þrjú prósent á almennum markaði, en tvö prósent hjá hinu opinbera, á sjálfkrafa að koma hækkun upp á eitt prósent.“ „Þetta er orðaleikur“ Magnús segir að félagar í BHM og BSRB hafi verið með viðlíka ákvæði í sínum kjarasamningum og hafi fengið umrædda hækkun í september. Kennarar hafi ekki fengið sína hækkun vegna þess að launagreiðendur halda því fram að kjarasamningur þeirra hafi verið óvenjulegur, hann hafi verið innanhússtillaga en ekki hefðbundinn kjarasamningur. „Við í Kennarasambandinu segjum að þetta sé venjulegur kjarasamningur hjá okkur. Við segjum, þetta er orðaleikur, þvæla. Sannarlega á okkar fólk sama rétt og BSRB á þessum launatöfluauka.“ „Mismunandi skilningur á orðalagi þýðir að okkar fólk er ekki að fá þennan launatöfluauka núna.“ Samkvæmt samningi hafi kennarar átt að fá launahækkun frá og með fyrsta september síðastliðnum. Kennarasambandið hafi ákveðið að stefna launagreiðendum og stefnan hafi verið tekin til þingfestingar á þriðjudaginn. Málsaðilum hafi verið gefinn frestur til 15. desember að skila inn greinargerðum, og dómurinn verði væntanlega tekinn upp í janúar eða febrúar. „Launagreiðendur segja að innanhússtillaga sé ekki formlegur kjarasamningur. Dómurinn mun koma til með að hafa áhrif. Ef þetta tekur ekki gildi mun það draga verulega úr vægi innanhússtillagna,“ segir Magnús Þór.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira