„Þetta var bara skita“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. nóvember 2025 21:10 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA, var allt annað en sáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er bara hundsvekkjandi. Við ætluðum okkur svo miklu meira,“ sagði Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA, eftir stórt tap liðsins í kvöld. KA-menn máttu þola 13 marka tap gegn FH í 10. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld í leik sem var í raun svo gott sem búinn í fyrri hálfleik. Lokatölur 45-32. „Það er ekki boðlegt að fá á sig 45 mörk á sig í leik. Það gefur auga leið að það er allt of mikið og við töpum þessu mikið þar.“ Eins og lokatölurnar gefa til kynna var varnarleikur KA-manna ekki til útflutnings í kvöld. „Við náum bara ekki að tengja saman vörn og markvörslu. Við vorum í basli með Jón Bjarna á línunnu í byrjun og svo þegar við þéttum okkur þá skutu þeir hrikalega vel,“ sagði Andri. „FH-ingar - ég ætla ekki að taka neitt af þeim - eru með hrikalega efnilega stráka og spiluðu frábærlega. Í fyrri hálfleik réðum við bara ekkert við þá og þeir eru með nokkra af efnilegustu leikmönnum landsins sem litu vel út í kvöld. En á sama tíma þá fór það aðeins með sjálfstraustið í vörninni hvað við vorum að brenna af mikið af færum í sókn og mér fannst við aðeins hengja haus við það. Það hafði líka áhrif á það hvernig við spilum varnarleikinn.“ Þrátt fyrir að hafa varla séð til sólar í kvöld náðu KA-menn að minnka muninn niður í fimm mörk þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en enduðu svo á því að tapa með 13 marka mun. „Afleitar lokamínútur og ég skammaði mína menn fyrir að hafa farið svona niður á hælana síðustu mínúturnar því við vorum nálægt því að gera þetta að leik. En þetta var virkilega súrt að klára leikinn svona á hælunum.“ Að lokum vildi Andri helst reyna að gleyma þessum leik sem fyrst. „Ég get ekki séð neitt jákvætt eins og er. Þetta var bara skita og við þurfum að nota þetta í næstu verkefni. Við þurfum að spyrna okkur vel frá þessum leik. Ég óska FH bara til hamingju með geggjaðan sigur, þeir voru frábærir,“ sagði Andri að lokum. KA FH Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Sjá meira
KA-menn máttu þola 13 marka tap gegn FH í 10. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld í leik sem var í raun svo gott sem búinn í fyrri hálfleik. Lokatölur 45-32. „Það er ekki boðlegt að fá á sig 45 mörk á sig í leik. Það gefur auga leið að það er allt of mikið og við töpum þessu mikið þar.“ Eins og lokatölurnar gefa til kynna var varnarleikur KA-manna ekki til útflutnings í kvöld. „Við náum bara ekki að tengja saman vörn og markvörslu. Við vorum í basli með Jón Bjarna á línunnu í byrjun og svo þegar við þéttum okkur þá skutu þeir hrikalega vel,“ sagði Andri. „FH-ingar - ég ætla ekki að taka neitt af þeim - eru með hrikalega efnilega stráka og spiluðu frábærlega. Í fyrri hálfleik réðum við bara ekkert við þá og þeir eru með nokkra af efnilegustu leikmönnum landsins sem litu vel út í kvöld. En á sama tíma þá fór það aðeins með sjálfstraustið í vörninni hvað við vorum að brenna af mikið af færum í sókn og mér fannst við aðeins hengja haus við það. Það hafði líka áhrif á það hvernig við spilum varnarleikinn.“ Þrátt fyrir að hafa varla séð til sólar í kvöld náðu KA-menn að minnka muninn niður í fimm mörk þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en enduðu svo á því að tapa með 13 marka mun. „Afleitar lokamínútur og ég skammaði mína menn fyrir að hafa farið svona niður á hælana síðustu mínúturnar því við vorum nálægt því að gera þetta að leik. En þetta var virkilega súrt að klára leikinn svona á hælunum.“ Að lokum vildi Andri helst reyna að gleyma þessum leik sem fyrst. „Ég get ekki séð neitt jákvætt eins og er. Þetta var bara skita og við þurfum að nota þetta í næstu verkefni. Við þurfum að spyrna okkur vel frá þessum leik. Ég óska FH bara til hamingju með geggjaðan sigur, þeir voru frábærir,“ sagði Andri að lokum.
KA FH Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Sjá meira