Körfubolti

Martin stoðsendingahæstur í sigri

Aron Guðmundsson skrifar
Martin í leik með Alba Berlin 
Martin í leik með Alba Berlin  Vísir/getty

Martin Hermannsson gaf átta stoðsendingar og skoraði fimm stig er lið hans Alba Berlin hélt áfram að gera það gott í Meistaradeild Evrópu í körfubolta.

Alba Berlin heimsótti tékkneska liðið CEZ Nymburk í B-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld og fer frá tékklandi með átta stiga sigur í farteskinu, 88-75. 

Martin sem fyrr byrjunarliðsmaður í liði Alba Berlin og einn og fyrr sagði setti hann niður fimm stig í kvöld en var meira í því að skapa fyrir liðsfélaga sína og endaði með átta stoðsendingar, flestar allra leikmanna í leik kvöldsins. 

Þetta var þriðji sigur Alba Berlin í röð í B-riðli Meistaradeildarinnar. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í riðlinum og er sem stendur í 2.sæti B-riðilsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×