„Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Lovísa Arnardóttir skrifar 12. nóvember 2025 15:02 Ingibjörg með hundinum Kisa. Aðsend Ingibjörg Einarsdóttir segist enn í spennufalli eftir að hún fékk loks að tala við son sinn í gær um mánuði eftir að hún fylgdi honum í meðferð í Suður-Afríku. Sonur hennar hafði verið á stöðugri ferð í gegnum meðferðarkerfið á Íslandi í um sjö mánuði, með engum árangri, áður en hún ákvað að fara með hann út á meðferðarheimilið Healing Wings. Þrír íslenskir drengir eru þar í meðferð eins og er. Ingibjörg hefur rætt opinskátt um ákvörðunina í fjölmiðlum og sagði frá því í Bítinu á Bylgjunni í gær að hún hafi fengið bakþanka á leiðinni út en eftir að hafa séð staðinn hafi hún fljótt orðið sannfærð um að drengnum hennar, sem er aðeins 14 ára, gæti liðið vel þarna og að hann gæti fengið raunverulega aðstoð. „Þetta var bara nýtt barn,“ segir Ingibjörg sem talaði við son sinn í myndsímtali í gærkvöldi í fyrsta sinn í mánuð en reglur meðferðarheimilisins gera ekki ráð fyrir samskiptum fyrsta mánuðinn. Ingibjörg hefur þó síðasta mánuðinn verið í stífu sambandi við ráðgjafa á heimilinu og hafði því fengið reglulegar fréttir af syni sínum. Eftir fyrsta mánuðinn fær hún að tala við hann tvisvar í viku og á því næsta símtal við hann á föstudag. „Bara að sjá hann, brosið kom frá hjartanu. Þetta er auðvitað búið að vera erfitt fyrir hann líka. Þetta er allt annað en auðvitað þurfa þeir bara aga og reglur.“ Hún segist hafa verið búin að undirbúa sig fyrir það versta og hafi verið orðin verulega stressuð áður en hún talaði við hann en svo hafi tekið við henni brosandi drengur í símanum. „Hann var brosandi allan hringinn og leit svo vel út. Það var svo gott að sjá hann og alveg magnað að sjá muninn. Ég var bara að sjá barnið mitt í fyrsta skipti síðan í byrjun árs í fyrra. Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær.“ Ingibjörg segir son sinn hafa sagt henni aðeins frá því sem hafi drifið á hans daga og skordýrunum og dýrunum sem hann hafi séð á staðnum. Einnig hafi hann spurt hvort hún ætli að koma til hans á afmælinu sem er í lok desember. Ingibjörg segist stefna á að fara út með Maríu Eiríksdóttur en sonur hennar er einnig í meðferð á Healing Wings. Hann hefur verið í meðferð þar síðan í sumar og kom fram í viðtalinu á Bítinu í gær að hann hefði óskað eftir því að vera í tólf mánuði en planið var að hann yrði í níu mánuði. Magnað að sjá son sinn loks edrú „Þetta barn er búið að fara í sjö mánuði í gegnum kerfið hér á Íslandi og var aldrei edrú. Ég var í fyrsta skipti að sjá hann núna edrú. Þetta var magnað,“ segir Ingibjörg og að hún sé enn sannfærðari um ákvörðun sína í dag en í gær. „Þetta var klárlega rétt ákvörðun. Ef maður hefði verið að bíða eftir Gunnarsholti eða einhverju öðru hefði maður bara verið að bíða eftir meira af því sama. Á meðan þetta sama fólk er í brúnni þá breytist ekkert. Ég er voðalega hrædd um að þau sem eru í þeirri stöðu vakni við vondan draum,“ segir Ingibjörg. Gert er ráð fyrir að meðferðarheimilið Gunnarsholt opni í lok þessa árs eða byrjun þess næsta. „Þetta heitir ekki meðferð þegar það er ekki hægt að tryggja að það sé ekki fíkniefnaflæði inn og út.“ Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Barnavernd Geðheilbrigði Börn og uppeldi Suður-Afríka Tengdar fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Mennta- og barnamálaráðherra segir meðferðarúrræði fyrir börn og ungmenni hafa verið í ólestri alltof lengi. Hann leggur áherslu á að klára endurskoðun á slíkri starfsemi sem allra fyrst og hefur heimsótt nokkur meðferðarheimili nú þegar. Heilbrigðisráðuneytið er haft með í ráðum. 11. nóvember 2025 20:00 Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn í langtímameðferðarúrræði á Stuðlum. Heimildir starfsmanna til að stöðva flæði fíknefna inni í meðferðarúrræðum og leita á börnum séu verulega takmarkaðar, sérstaklega í ljósi skorts á langtímaúrræðum fyrir drengi á landsbyggðinni. 7. október 2025 17:21 Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Geldingalækur á Rangárvöllum, þar sem starfsemi meðferðarheimilisins Lækjarbakka fór áður fram, hefur verið sett á sölu. Starfseminni var hætt í húsnæðinu eftir að mygla fannst þar. 30. september 2025 16:13 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Sjá meira
Ingibjörg hefur rætt opinskátt um ákvörðunina í fjölmiðlum og sagði frá því í Bítinu á Bylgjunni í gær að hún hafi fengið bakþanka á leiðinni út en eftir að hafa séð staðinn hafi hún fljótt orðið sannfærð um að drengnum hennar, sem er aðeins 14 ára, gæti liðið vel þarna og að hann gæti fengið raunverulega aðstoð. „Þetta var bara nýtt barn,“ segir Ingibjörg sem talaði við son sinn í myndsímtali í gærkvöldi í fyrsta sinn í mánuð en reglur meðferðarheimilisins gera ekki ráð fyrir samskiptum fyrsta mánuðinn. Ingibjörg hefur þó síðasta mánuðinn verið í stífu sambandi við ráðgjafa á heimilinu og hafði því fengið reglulegar fréttir af syni sínum. Eftir fyrsta mánuðinn fær hún að tala við hann tvisvar í viku og á því næsta símtal við hann á föstudag. „Bara að sjá hann, brosið kom frá hjartanu. Þetta er auðvitað búið að vera erfitt fyrir hann líka. Þetta er allt annað en auðvitað þurfa þeir bara aga og reglur.“ Hún segist hafa verið búin að undirbúa sig fyrir það versta og hafi verið orðin verulega stressuð áður en hún talaði við hann en svo hafi tekið við henni brosandi drengur í símanum. „Hann var brosandi allan hringinn og leit svo vel út. Það var svo gott að sjá hann og alveg magnað að sjá muninn. Ég var bara að sjá barnið mitt í fyrsta skipti síðan í byrjun árs í fyrra. Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær.“ Ingibjörg segir son sinn hafa sagt henni aðeins frá því sem hafi drifið á hans daga og skordýrunum og dýrunum sem hann hafi séð á staðnum. Einnig hafi hann spurt hvort hún ætli að koma til hans á afmælinu sem er í lok desember. Ingibjörg segist stefna á að fara út með Maríu Eiríksdóttur en sonur hennar er einnig í meðferð á Healing Wings. Hann hefur verið í meðferð þar síðan í sumar og kom fram í viðtalinu á Bítinu í gær að hann hefði óskað eftir því að vera í tólf mánuði en planið var að hann yrði í níu mánuði. Magnað að sjá son sinn loks edrú „Þetta barn er búið að fara í sjö mánuði í gegnum kerfið hér á Íslandi og var aldrei edrú. Ég var í fyrsta skipti að sjá hann núna edrú. Þetta var magnað,“ segir Ingibjörg og að hún sé enn sannfærðari um ákvörðun sína í dag en í gær. „Þetta var klárlega rétt ákvörðun. Ef maður hefði verið að bíða eftir Gunnarsholti eða einhverju öðru hefði maður bara verið að bíða eftir meira af því sama. Á meðan þetta sama fólk er í brúnni þá breytist ekkert. Ég er voðalega hrædd um að þau sem eru í þeirri stöðu vakni við vondan draum,“ segir Ingibjörg. Gert er ráð fyrir að meðferðarheimilið Gunnarsholt opni í lok þessa árs eða byrjun þess næsta. „Þetta heitir ekki meðferð þegar það er ekki hægt að tryggja að það sé ekki fíkniefnaflæði inn og út.“
Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Barnavernd Geðheilbrigði Börn og uppeldi Suður-Afríka Tengdar fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Mennta- og barnamálaráðherra segir meðferðarúrræði fyrir börn og ungmenni hafa verið í ólestri alltof lengi. Hann leggur áherslu á að klára endurskoðun á slíkri starfsemi sem allra fyrst og hefur heimsótt nokkur meðferðarheimili nú þegar. Heilbrigðisráðuneytið er haft með í ráðum. 11. nóvember 2025 20:00 Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn í langtímameðferðarúrræði á Stuðlum. Heimildir starfsmanna til að stöðva flæði fíknefna inni í meðferðarúrræðum og leita á börnum séu verulega takmarkaðar, sérstaklega í ljósi skorts á langtímaúrræðum fyrir drengi á landsbyggðinni. 7. október 2025 17:21 Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Geldingalækur á Rangárvöllum, þar sem starfsemi meðferðarheimilisins Lækjarbakka fór áður fram, hefur verið sett á sölu. Starfseminni var hætt í húsnæðinu eftir að mygla fannst þar. 30. september 2025 16:13 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Sjá meira
„Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Mennta- og barnamálaráðherra segir meðferðarúrræði fyrir börn og ungmenni hafa verið í ólestri alltof lengi. Hann leggur áherslu á að klára endurskoðun á slíkri starfsemi sem allra fyrst og hefur heimsótt nokkur meðferðarheimili nú þegar. Heilbrigðisráðuneytið er haft með í ráðum. 11. nóvember 2025 20:00
Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn í langtímameðferðarúrræði á Stuðlum. Heimildir starfsmanna til að stöðva flæði fíknefna inni í meðferðarúrræðum og leita á börnum séu verulega takmarkaðar, sérstaklega í ljósi skorts á langtímaúrræðum fyrir drengi á landsbyggðinni. 7. október 2025 17:21
Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Geldingalækur á Rangárvöllum, þar sem starfsemi meðferðarheimilisins Lækjarbakka fór áður fram, hefur verið sett á sölu. Starfseminni var hætt í húsnæðinu eftir að mygla fannst þar. 30. september 2025 16:13
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent