Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2025 15:31 Stephen Curry hjá Golden State Warriors var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í 74. stjörnuleik NBA-deildarinnar í fyrra en leikurinn fór fram á heimavelli Golden State. Getty/ Ezra Shaw NBA-deildin í körfubolta kynnti í gærkvöldi breytingar á stjörnuleiknum og útskýrði frekar hvernig nýja fyrirkomulagið verður þar sem Bandaríkin mæta restinni af heiminum. Í Stjörnuleiknum í ár munu tvö lið bandarískra leikmanna og eitt alþjóðlegt lið keppa sín á milli. Þau munu keppa í riðlakeppni sem samanstendur af fjórum leikjum sem eru tólf mínútur hver. Sama kosning Það sem helst er óbreytt er að fimm byrjunarliðsmenn og sjö varamenn úr hvorri deild, þar sem áhorfendur, fjölmiðlar og leikmenn kjósa byrjunarliðsmennina og þjálfarar velja varamennina. Áhorfendur hafa fimmtíu prósent vægi, leikmenn 25 prósent vægi og fjölmiðlamenn 25 prósent vægi. ⭐ US vs. World⭐ Three teams with 8-man rosters⭐ No position requirementsMore on the new NBA All-Star Game format ⬇️https://t.co/xoPvWkGFjT— ESPN (@espn) November 12, 2025 Það sem er hins vegar öðruvísi er að ekki verða lengur neinar kröfur um stöður. Áður fyrr voru byrjunarliðsmennirnir tveir bakverðir og þrír framherjar, og varamennirnir höfðu sömu skiptingu auk tveggja „wild card“-sæta. Í ár verða byrjunarliðsmennirnir hins vegar þeir fimm sem fá flest atkvæði, óháð stöðu, og varamennirnir verða þeir sjö efstu, einnig óháð stöðu. Adam Silver gæti bætt leikmönnum við Hvað gerist ef þessir 24 leikmenn skiptast ekki jafnt í sextán bandaríska og átta alþjóðlega leikmenn? Eða myndi deildin þvinga kosninguna til að fylgja þessum tölum? Lausnin er sú að ef leikmannahópurinn endurspeglar ekki þessa 16-8 skiptingu mun Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA, bæta leikmönnum við hópinn til að ná lágmarki sextán bandarískra leikmanna eða lágmarki átta alþjóðlegra leikmanna. Bro just abolish the all star game man lol pic.twitter.com/UWrfUS1jBl— Oh No He Didn't (@ohnohedidnt24) November 12, 2025 Þannig að ef það eru fjórtán bandarískir og tíu alþjóðlegir leikmenn myndi Silver bæta við tveimur bandarískum leikmönnum til að ná sextán leikmanna lágmarkinu. Og ef skiptingin væri 18-6 myndi hann bæta við tveimur alþjóðlegum leikmönnum til að ná átta leikmanna lágmarkinu. Reyna að blása lífi í stjörnuleikinn Bæði NBA og NBC vonast til að þessi breyting muni blása lífi í viðburð sem Silver hefur ítrekað reynt að fá leikmenn til að leggja meiri orku í á undanförnum árum. Hluti af aðdráttarafli alþjóðlega fyrirkomulagsins, fyrir NBC, er að stjörnuhelgin er fléttuð inn í umfjöllun stöðvarinnar um Vetrarólympíuleikana í febrúar. Eins og venjulega verða fjórir tólf mínútna leikhlutar í leiknum – þó að þeir leikhlutar verði spilaðir á allt annan hátt en venjulega. Fyrstu þrír leikhlutarnir munu samanstanda af riðlakeppni milli liðanna þriggja, þar sem hvert þeirra fær að spila tvisvar. „Fjórði“ leikhlutinn verður síðan leikurinn milli tveggja bestu liðanna eftir riðlakeppnina og ef öll þrjú liðin eru með 1-1 stöðu munu þau tvö með bestu stigamuninn komast áfram í úrslitaleikinn. Stjörnuhelgin í ár fer fram í Los Angeles í Intuit Dome, nýju höll Los Angeles Clippers, og hefst föstudaginn 13. febrúar. The 2026 NBA All-Star Game will debut a new U.S. vs. World format, airing Sunday, Feb. 15 at 5 p.m. ET on NBC/Peacock.Two U.S. teams and one international team will compete in a round-robin tournament with four 12-minute games. 📰 Full release: https://t.co/ULQZEn5N78 pic.twitter.com/fWlozXSrwf— NBA Communications (@NBAPR) November 12, 2025 NBA Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Sjá meira
Í Stjörnuleiknum í ár munu tvö lið bandarískra leikmanna og eitt alþjóðlegt lið keppa sín á milli. Þau munu keppa í riðlakeppni sem samanstendur af fjórum leikjum sem eru tólf mínútur hver. Sama kosning Það sem helst er óbreytt er að fimm byrjunarliðsmenn og sjö varamenn úr hvorri deild, þar sem áhorfendur, fjölmiðlar og leikmenn kjósa byrjunarliðsmennina og þjálfarar velja varamennina. Áhorfendur hafa fimmtíu prósent vægi, leikmenn 25 prósent vægi og fjölmiðlamenn 25 prósent vægi. ⭐ US vs. World⭐ Three teams with 8-man rosters⭐ No position requirementsMore on the new NBA All-Star Game format ⬇️https://t.co/xoPvWkGFjT— ESPN (@espn) November 12, 2025 Það sem er hins vegar öðruvísi er að ekki verða lengur neinar kröfur um stöður. Áður fyrr voru byrjunarliðsmennirnir tveir bakverðir og þrír framherjar, og varamennirnir höfðu sömu skiptingu auk tveggja „wild card“-sæta. Í ár verða byrjunarliðsmennirnir hins vegar þeir fimm sem fá flest atkvæði, óháð stöðu, og varamennirnir verða þeir sjö efstu, einnig óháð stöðu. Adam Silver gæti bætt leikmönnum við Hvað gerist ef þessir 24 leikmenn skiptast ekki jafnt í sextán bandaríska og átta alþjóðlega leikmenn? Eða myndi deildin þvinga kosninguna til að fylgja þessum tölum? Lausnin er sú að ef leikmannahópurinn endurspeglar ekki þessa 16-8 skiptingu mun Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA, bæta leikmönnum við hópinn til að ná lágmarki sextán bandarískra leikmanna eða lágmarki átta alþjóðlegra leikmanna. Bro just abolish the all star game man lol pic.twitter.com/UWrfUS1jBl— Oh No He Didn't (@ohnohedidnt24) November 12, 2025 Þannig að ef það eru fjórtán bandarískir og tíu alþjóðlegir leikmenn myndi Silver bæta við tveimur bandarískum leikmönnum til að ná sextán leikmanna lágmarkinu. Og ef skiptingin væri 18-6 myndi hann bæta við tveimur alþjóðlegum leikmönnum til að ná átta leikmanna lágmarkinu. Reyna að blása lífi í stjörnuleikinn Bæði NBA og NBC vonast til að þessi breyting muni blása lífi í viðburð sem Silver hefur ítrekað reynt að fá leikmenn til að leggja meiri orku í á undanförnum árum. Hluti af aðdráttarafli alþjóðlega fyrirkomulagsins, fyrir NBC, er að stjörnuhelgin er fléttuð inn í umfjöllun stöðvarinnar um Vetrarólympíuleikana í febrúar. Eins og venjulega verða fjórir tólf mínútna leikhlutar í leiknum – þó að þeir leikhlutar verði spilaðir á allt annan hátt en venjulega. Fyrstu þrír leikhlutarnir munu samanstanda af riðlakeppni milli liðanna þriggja, þar sem hvert þeirra fær að spila tvisvar. „Fjórði“ leikhlutinn verður síðan leikurinn milli tveggja bestu liðanna eftir riðlakeppnina og ef öll þrjú liðin eru með 1-1 stöðu munu þau tvö með bestu stigamuninn komast áfram í úrslitaleikinn. Stjörnuhelgin í ár fer fram í Los Angeles í Intuit Dome, nýju höll Los Angeles Clippers, og hefst föstudaginn 13. febrúar. The 2026 NBA All-Star Game will debut a new U.S. vs. World format, airing Sunday, Feb. 15 at 5 p.m. ET on NBC/Peacock.Two U.S. teams and one international team will compete in a round-robin tournament with four 12-minute games. 📰 Full release: https://t.co/ULQZEn5N78 pic.twitter.com/fWlozXSrwf— NBA Communications (@NBAPR) November 12, 2025
NBA Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Sjá meira