Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar 10. nóvember 2025 07:00 Biðraðamenningin í íslensku stjórnkerfi er því miður orðin svo landlæg að við kippum okkur ekkert upp við það lengur að börn þurfi að mánuðum og árum saman eftir nauðsynlegri þjónustu. Börn bíða árum saman eftir nauðsynlegri heilbrigðis- og velferðarþjónustu og slíkt hið sama á við þegar börn búa við það ástand að fá ekki að hitta foreldri sitt vegna ágreinings milli þeirra fullorðnu. Fyrir ekki svo löngu síðan gilti svokölluð þriggja mánaða regla innan stjórnsýslunnar, um að mál skyldi helst afgreitt innan þriggja mánaða frá því það barst stofnun eða embætti. Í dag er veruleikinn allt annar. Oftar en ekki er borgarinn heppinn hafi mál sem sent er stjórnsýslunni yfirleitt verið opnað innan þriggja mánaða, hvað þá leyst úr því. Þetta virðast ráðamenn bara líta á sem eðlilegan hlut, til mikils tjóns fyrir borgara landsins. Erindi þessa pistils er að beina sjónum dómsmálaráðherra að ófremdarástandi sem ríkir í málaflokki fjölskyldna hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Ástandi sem að hluta til smitast svo yfir í önnur sýslumannsembætti vegna fyrirkomulags sáttameðferða. Við samvistarslit þurfa foreldrar að leita til sýslumanns til að fá skrásetningu á því hvernig forsjá, lögheimili og umgengni ólögráða barna skuli háttað. Sama þurfa foreldar að gera sem síðar verða ósáttir við ríkjandi fyrirkomulag. Séu foreldar ósammála um forsjá og lögheimili er ekki annað hægt en að leita til dómstóla því sýslumaður úrskurðar eingöngu um umgengni. Barnalögin fyrirskipa að áður mál er varðar forsjá, lögheimili eða umgengni séu leidd til lykta verði foreldrar að hafa undirgengist sáttameðferð. Ef foreldrar búa á höfuðborgarsvæðinu þá leita þau til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en á heimasíðu embættisins gefur að líta yfirlit yfir biðtímann sem mætir þeim. Þegar foreldri hefur sótt um breytingu á forsjá/lögheimili/umgengni þá er biðtími eftir fyrsta viðtali við fulltrúa sýslumanns heilir 9 mánuðir! Ef foreldrar koma ekki saman til fyrsta viðtals, þá lengist biðtíminn enn eftir að fulltrúi hafi fengið fram afstöðu hins foreldrisins. Eftir ágreiningur er til staðar þá þurfa þau að bíða eftir að komast í sáttameðferð. Bið eftir fyrsta tíma í sáttameðferð er heilir 8 mánuðir! Sáttameðferð getur tekið langan tíma og ef ágreiningur er mikill þá getur verið uppi sú staða í flóknum málum að barn hafi ekki fengið að hitta hitt foreldri sitt í tvö ár, jafnvel lengur. Ef ekki er ætlunin að fara fyrir dóm, heldur eingöngu fá úrskurð um umgengni þá þarf að bíða enn í nokkra mánuði eftir að sáttameðferð er lokið. Dæmi eru jafnvel um að eftir að málsaðilar höfðu lagt inn sínar tillögur að sáttum þá lágu þær ofan í skúffu í 6 mánuði þar til þær voru kynntar hinu foreldrinu, og allan þann tíma fékk barn ekki að hitta foreldri sitt. Er þannig á þriðja ár liðið frá því foreldri, sem ekki fær að hitta barn sitt, leitaði til sýslumanns. Fari foreldri með mál fyrir dóm þá tekur slík málsmeðferð um 12 – 18 mánuði. Samtals eru þarna liðin að minnsta kosti 3 ár af lífi barnsins og foreldra þess en jafnvel meira. Nú skal því haldið til haga að ekki allir foreldrar loka algjörlega á umgengni barns við hitt foreldrið í aðstæðum sem þessum, en það getur engu að síður verði aðkallandi að skráning lögheimilis barns sé ekki lengi í óvissu, vegna skólagöngu, barnabóta, meðlags ofl. Barn sem verður af svona mikilvægum tengslum við annað foreldri sitt árum saman verður fyrir varanlegu tjóni enda barnsárin dýrmætur tími í þroska og tengslamyndun. Að það taki stjórnvald svona langan tíma að ljúka einföldu verki eins og að afgreiða mál er varðar forsjá, lögheimili og umgengni barns er með öllu óásættanlegt. Það einfaldlega verður að gera betur. Dómsmálaráðherra verður að taka á þessum málaflokki. Öll athygli allra dómsmálaráðherra undanfarinna ára hefur farið í málefni fólks af erlendum uppruna. Nú biðla ég til dómsmálaráðherra að líta upp úr þeirri einstöku verkefnakistu og koma börnum til bjargar. Þeirra er framtíðin en með áframhaldandi vinnubrögðum eins og að ofan er lýst er verið að skaða þeirra framtíð. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Biðraðamenningin í íslensku stjórnkerfi er því miður orðin svo landlæg að við kippum okkur ekkert upp við það lengur að börn þurfi að mánuðum og árum saman eftir nauðsynlegri þjónustu. Börn bíða árum saman eftir nauðsynlegri heilbrigðis- og velferðarþjónustu og slíkt hið sama á við þegar börn búa við það ástand að fá ekki að hitta foreldri sitt vegna ágreinings milli þeirra fullorðnu. Fyrir ekki svo löngu síðan gilti svokölluð þriggja mánaða regla innan stjórnsýslunnar, um að mál skyldi helst afgreitt innan þriggja mánaða frá því það barst stofnun eða embætti. Í dag er veruleikinn allt annar. Oftar en ekki er borgarinn heppinn hafi mál sem sent er stjórnsýslunni yfirleitt verið opnað innan þriggja mánaða, hvað þá leyst úr því. Þetta virðast ráðamenn bara líta á sem eðlilegan hlut, til mikils tjóns fyrir borgara landsins. Erindi þessa pistils er að beina sjónum dómsmálaráðherra að ófremdarástandi sem ríkir í málaflokki fjölskyldna hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Ástandi sem að hluta til smitast svo yfir í önnur sýslumannsembætti vegna fyrirkomulags sáttameðferða. Við samvistarslit þurfa foreldrar að leita til sýslumanns til að fá skrásetningu á því hvernig forsjá, lögheimili og umgengni ólögráða barna skuli háttað. Sama þurfa foreldar að gera sem síðar verða ósáttir við ríkjandi fyrirkomulag. Séu foreldar ósammála um forsjá og lögheimili er ekki annað hægt en að leita til dómstóla því sýslumaður úrskurðar eingöngu um umgengni. Barnalögin fyrirskipa að áður mál er varðar forsjá, lögheimili eða umgengni séu leidd til lykta verði foreldrar að hafa undirgengist sáttameðferð. Ef foreldrar búa á höfuðborgarsvæðinu þá leita þau til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en á heimasíðu embættisins gefur að líta yfirlit yfir biðtímann sem mætir þeim. Þegar foreldri hefur sótt um breytingu á forsjá/lögheimili/umgengni þá er biðtími eftir fyrsta viðtali við fulltrúa sýslumanns heilir 9 mánuðir! Ef foreldrar koma ekki saman til fyrsta viðtals, þá lengist biðtíminn enn eftir að fulltrúi hafi fengið fram afstöðu hins foreldrisins. Eftir ágreiningur er til staðar þá þurfa þau að bíða eftir að komast í sáttameðferð. Bið eftir fyrsta tíma í sáttameðferð er heilir 8 mánuðir! Sáttameðferð getur tekið langan tíma og ef ágreiningur er mikill þá getur verið uppi sú staða í flóknum málum að barn hafi ekki fengið að hitta hitt foreldri sitt í tvö ár, jafnvel lengur. Ef ekki er ætlunin að fara fyrir dóm, heldur eingöngu fá úrskurð um umgengni þá þarf að bíða enn í nokkra mánuði eftir að sáttameðferð er lokið. Dæmi eru jafnvel um að eftir að málsaðilar höfðu lagt inn sínar tillögur að sáttum þá lágu þær ofan í skúffu í 6 mánuði þar til þær voru kynntar hinu foreldrinu, og allan þann tíma fékk barn ekki að hitta foreldri sitt. Er þannig á þriðja ár liðið frá því foreldri, sem ekki fær að hitta barn sitt, leitaði til sýslumanns. Fari foreldri með mál fyrir dóm þá tekur slík málsmeðferð um 12 – 18 mánuði. Samtals eru þarna liðin að minnsta kosti 3 ár af lífi barnsins og foreldra þess en jafnvel meira. Nú skal því haldið til haga að ekki allir foreldrar loka algjörlega á umgengni barns við hitt foreldrið í aðstæðum sem þessum, en það getur engu að síður verði aðkallandi að skráning lögheimilis barns sé ekki lengi í óvissu, vegna skólagöngu, barnabóta, meðlags ofl. Barn sem verður af svona mikilvægum tengslum við annað foreldri sitt árum saman verður fyrir varanlegu tjóni enda barnsárin dýrmætur tími í þroska og tengslamyndun. Að það taki stjórnvald svona langan tíma að ljúka einföldu verki eins og að afgreiða mál er varðar forsjá, lögheimili og umgengni barns er með öllu óásættanlegt. Það einfaldlega verður að gera betur. Dómsmálaráðherra verður að taka á þessum málaflokki. Öll athygli allra dómsmálaráðherra undanfarinna ára hefur farið í málefni fólks af erlendum uppruna. Nú biðla ég til dómsmálaráðherra að líta upp úr þeirri einstöku verkefnakistu og koma börnum til bjargar. Þeirra er framtíðin en með áframhaldandi vinnubrögðum eins og að ofan er lýst er verið að skaða þeirra framtíð. Höfundur er lögmaður.