Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. nóvember 2025 20:06 Jón Guðni Ómarsson er bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Lýður Bankastjóri Íslandsbanka segir nýtilkynnt lánafyrirkomulag verðtryggðra lána vera til þess gerð að losa stífluna sem myndast hefur á fasteignamarkaði vegna dóms Hæstaréttar frá í síðasta mánuði. Fyrirkomulagið sé hugsað sem langtímalausn og stendur fyrstu kaupendum og almennum lántökurum til boða. Viðmið taki mið af ríkisbréfum Jón Guðni Ómarsson bankastjóri gerði heiðarlega tilraun til að útskýra ný vaxtaviðmið Seðlabankans sem mikið hefur verið rætt um og ritað undanfarna daga. „Dómur Hæstaréttar gekk út á það að það þurfi að vera skýrleiki gagnvart neytandanum og lántakanum hvað gerist þá og að hann geti þá skoðað það sjálfur. Síðan er það Seðlabankinn sem óháður aðili sem birtir viðmið. Það er verið að uppfylla það með þessu,“ sagði hann í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. „Það sem Seðlabankinn gerir þarna er að þau eru að horfa á ríkisbréf. Það eru bréf sem þeir eiga mikil viðskipti með, djúpur markaður og góð verðmyndun. Gallinn hins vegar er að það eru ekki alltaf til fimm ára ríkisbréf. Þegar við ætlum að endursetja vexti til fimm ára þurfum við að horfa til þess hvað ríkið væri að fá lánað til fimm ára. Það er það sem Seðlabankinn er með þessu að reyna að meta,“ sagði hann svo en hagfræðingar hafa sagt viðmiðin óskýr og torskilin óhagfræðimenntuðum lesendum til varnar. Langtímalausn Jón Guðni segir lánin nýju verða á 4,75 prósenta verðtryggðum vöxtum og að þau standi öllum til boða, fyrstu kaupendum og almennum lántakendum. Aðspurður segist hann telja að losna muni um stífluna. „Við teljum klárlega svo vera. Hjá okkur eru tugir manna sem hafa verið að bíða eftir þessu og jafnvel að bíða með að klára sín fasteignakaup. Það verða vonandi skemmtileg símtöl við þetta fólk á næstu dögum,“ segir hann. Er þetta stór hópur? „Hjá okkur eru þetta tugir manna sem hafa þegar sótt um og hafa bara verið að bíða. Svo eru örugglega einhverjir fleiri líka sem hafa ekki sent inn umsókn en hafa verið að bíða eftir þessu. Þannig að það er svolítið erfitt að meta en við vonum að það fari bara tiltölulega hratt af stað,“ segir hann og bætir við að gera megi ráð fyrir fjöri í bankanum næstu daga. Er þetta skammtímalausn eða varanleg? „Við teljum að þetta sé varanleg lausn. Þetta mæti þeim kröfum sem eru settar fram í dómi Hæstaréttar sem féll í október. Í sjálfu sér er aldrei hægt að útiloka neitt en við horfum á þetta sem langtímalausn,“ segir Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka. Lánamál Fjármálafyrirtæki Fasteignamarkaður Íslandsbanki Vaxtamálið Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðmið taki mið af ríkisbréfum Jón Guðni Ómarsson bankastjóri gerði heiðarlega tilraun til að útskýra ný vaxtaviðmið Seðlabankans sem mikið hefur verið rætt um og ritað undanfarna daga. „Dómur Hæstaréttar gekk út á það að það þurfi að vera skýrleiki gagnvart neytandanum og lántakanum hvað gerist þá og að hann geti þá skoðað það sjálfur. Síðan er það Seðlabankinn sem óháður aðili sem birtir viðmið. Það er verið að uppfylla það með þessu,“ sagði hann í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. „Það sem Seðlabankinn gerir þarna er að þau eru að horfa á ríkisbréf. Það eru bréf sem þeir eiga mikil viðskipti með, djúpur markaður og góð verðmyndun. Gallinn hins vegar er að það eru ekki alltaf til fimm ára ríkisbréf. Þegar við ætlum að endursetja vexti til fimm ára þurfum við að horfa til þess hvað ríkið væri að fá lánað til fimm ára. Það er það sem Seðlabankinn er með þessu að reyna að meta,“ sagði hann svo en hagfræðingar hafa sagt viðmiðin óskýr og torskilin óhagfræðimenntuðum lesendum til varnar. Langtímalausn Jón Guðni segir lánin nýju verða á 4,75 prósenta verðtryggðum vöxtum og að þau standi öllum til boða, fyrstu kaupendum og almennum lántakendum. Aðspurður segist hann telja að losna muni um stífluna. „Við teljum klárlega svo vera. Hjá okkur eru tugir manna sem hafa verið að bíða eftir þessu og jafnvel að bíða með að klára sín fasteignakaup. Það verða vonandi skemmtileg símtöl við þetta fólk á næstu dögum,“ segir hann. Er þetta stór hópur? „Hjá okkur eru þetta tugir manna sem hafa þegar sótt um og hafa bara verið að bíða. Svo eru örugglega einhverjir fleiri líka sem hafa ekki sent inn umsókn en hafa verið að bíða eftir þessu. Þannig að það er svolítið erfitt að meta en við vonum að það fari bara tiltölulega hratt af stað,“ segir hann og bætir við að gera megi ráð fyrir fjöri í bankanum næstu daga. Er þetta skammtímalausn eða varanleg? „Við teljum að þetta sé varanleg lausn. Þetta mæti þeim kröfum sem eru settar fram í dómi Hæstaréttar sem féll í október. Í sjálfu sér er aldrei hægt að útiloka neitt en við horfum á þetta sem langtímalausn,“ segir Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka.
Lánamál Fjármálafyrirtæki Fasteignamarkaður Íslandsbanki Vaxtamálið Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent