Sport

Stjörnu­konur fengu silfur á Norður­landa­mótinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lið Stjörnunnar sem vann silfur í kvennaflokki á Norðurlandamótinu í hópfimleikum.
Lið Stjörnunnar sem vann silfur í kvennaflokki á Norðurlandamótinu í hópfimleikum. fimleikasamband íslands

Stjarnan endaði í 2. sæti í kvennaflokki á Norðurlandamótinu í hópfimleikum í Espoo í Finnlandi í dag.

Stjörnukonur fengu 52.050 í heildareinkunn og það dugði til silfurverðlauna. Sænska liðið Brommagymnasterna hrósaði sigri með 55.000 í einkunn.

Stjarnan fékk hæsta einkunn allra í kvennaflokki fyrir dansinn, eða 19.000.

Gerpla endaði í 6. sæti í kvennaflokknum með 50.300 í heildareinkunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×