Innlent

Eldur í þúsund fer­metra fjósi með skepnum inni

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Umfang eldsins liggur ekki fyrir.
Umfang eldsins liggur ekki fyrir. Vísir/Tryggvi Páll

Slökkvilið Akureyrar er á leiðinni á vettvang á Fellshlíð í Eyjafjarðardal vegna elds sem upp er kominn í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni. Umfang eldsins liggur ekki fyrir.

Gunnar Rúnar Ólafsson, slökvviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar, segir í samtali við fréttastofu að allt tiltækt lið sé á leið á vettvang og að tvær vaktir hefðu verið kallaðar út. Fyrstu aðilar séu enn á leiðinni.

Fellshlíð er djúpt inni í Eyjafjarðardal.Map.is

Fleiri upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×