Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 07:34 Drónaflugið hafði mjög raskandi áhrif á flugumferð á alþjóðaflugvellinum í Brussel. AP Photo/Virginia Mayo Þjóðaröryggisráð Belgíu kemur saman til neyðarfundar í dag vegna drónaflugs við flugvelli í landinu sem röskuðu ferðaáætlunum farþega og hefur valdið áhyggjum af öryggismálum. Rússar eru sagðir „mjög líklega“ bera ábyrgð á sífjölgandi atvikum þar sem óvelkomnir drónar hafa verið á sveimi í evrópskri lofthelgi síðan um miðjan september. Í nokkrar klukkustundir fóru komur og brottfarir úr skorðum á flugvellinum í Brussel, stærsta flugvelli landsins, á þriðjudagskvöld. Hátt í hundrað flugferðum var aflýst og þá var umferð um lofthelgi við flugvöllinn í Liège einnig lokað, en þar fer alla jafna í gegn nokkur flugumferð vegna fraktflutninga. Þetta olli enn frekari töfum auk þess sem umferð var beint um aðra flugvelli í staðinn. Í umfjöllun Guardian um málið er þess jafnframt getið að borgarstjóri í flæmska bænum Diest hafi sagt her- og lögreglumenn hafi séð fjóra dróna á sveimi nærri Schaffen herflugvellinum sama kvöld. Stjórnvöld í Belgíu höfðu þegar til rannsóknar dularfulla drónaumferð sem vart varð við við nokkrar herstöðvar um helgina, þar á meðal við Kleine-Brogel herstöðina nærri landamærum Hollands, þar sem F-16 orrustuþotur Belga eru geymdar. Þá er herstöðin talin geyma bandarísk kjarnorkuvopn. Drónaflugið í Belgíu á þriðjudag er enn eitt dæmið um óvelkomna umferð loftfara í evrópskri lofthelgi undanfarnar vikur. Meðal annars hafa drónar sést í Tékklandi, Danmörku, Eistlandi, Þýskalandi, Póllandi, Noregi og á Spáni. Það eru ekki aðeins drónar sem hafa verið á sveimi í óleyfi, heldur einnig helíumblöðrur sem báru sígarettur, en evrópskir leiðtogar hafa sagt um fjölþáttaárásir að ræða. Rússar hafa ekki gengist við ábyrgð vegna drónanna en þeir eru sterklega grunaðir um að vera á bakvið umræddar fjölþáttaárásir í Evrópu. Herflugvélar Rússa hafa einnig rofið eistneska lofthelgi auk þess sem Rúmenar sendu herþotur til viðbragðs þegar drónar komu inn í lofthelgi landsins, skömmu eftir árás Rússa í nágrannalandinu Úkraínu. Ólögleg drónaumferð á evrópskum flugvöllum Belgía Öryggis- og varnarmál Fjölþáttaógnir Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Í nokkrar klukkustundir fóru komur og brottfarir úr skorðum á flugvellinum í Brussel, stærsta flugvelli landsins, á þriðjudagskvöld. Hátt í hundrað flugferðum var aflýst og þá var umferð um lofthelgi við flugvöllinn í Liège einnig lokað, en þar fer alla jafna í gegn nokkur flugumferð vegna fraktflutninga. Þetta olli enn frekari töfum auk þess sem umferð var beint um aðra flugvelli í staðinn. Í umfjöllun Guardian um málið er þess jafnframt getið að borgarstjóri í flæmska bænum Diest hafi sagt her- og lögreglumenn hafi séð fjóra dróna á sveimi nærri Schaffen herflugvellinum sama kvöld. Stjórnvöld í Belgíu höfðu þegar til rannsóknar dularfulla drónaumferð sem vart varð við við nokkrar herstöðvar um helgina, þar á meðal við Kleine-Brogel herstöðina nærri landamærum Hollands, þar sem F-16 orrustuþotur Belga eru geymdar. Þá er herstöðin talin geyma bandarísk kjarnorkuvopn. Drónaflugið í Belgíu á þriðjudag er enn eitt dæmið um óvelkomna umferð loftfara í evrópskri lofthelgi undanfarnar vikur. Meðal annars hafa drónar sést í Tékklandi, Danmörku, Eistlandi, Þýskalandi, Póllandi, Noregi og á Spáni. Það eru ekki aðeins drónar sem hafa verið á sveimi í óleyfi, heldur einnig helíumblöðrur sem báru sígarettur, en evrópskir leiðtogar hafa sagt um fjölþáttaárásir að ræða. Rússar hafa ekki gengist við ábyrgð vegna drónanna en þeir eru sterklega grunaðir um að vera á bakvið umræddar fjölþáttaárásir í Evrópu. Herflugvélar Rússa hafa einnig rofið eistneska lofthelgi auk þess sem Rúmenar sendu herþotur til viðbragðs þegar drónar komu inn í lofthelgi landsins, skömmu eftir árás Rússa í nágrannalandinu Úkraínu.
Ólögleg drónaumferð á evrópskum flugvöllum Belgía Öryggis- og varnarmál Fjölþáttaógnir Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira