Körfubolti

Skaga­menn senda Kanann heim

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Darnell Cowart í leik með Murray State háskólanum í Bandaríkjunum.
Darnell Cowart í leik með Murray State háskólanum í Bandaríkjunum. getty/Maddie Meyer

ÍA hefur sagt samningi bandaríska körfuboltamannsins Darnells Cowart upp. Hann hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir félagið.

Cowart lék fyrstu fimm leiki Skagamanna í Bónus deild karla. Í þeim skoraði hann 18,8 stig, tók 6,8 fráköst og gaf 3,4 stoðsendingar að meðaltali.

Þrátt fyrir að skammt sé liðið á tímabilið er þetta önnur breytingin sem ÍA gerir á leikmannahópi sínum. Ekki er langt síðan að liðið samdi við serbneska leikstjórnandann Ilija Dokovic.

Skagamenn, sem eru að spila í efstu deild karla í fyrsta sinn frá tímabilinu 1999-00, steinlágu fyrir KR-ingum, 109-75, í síðasta leik sínum.

ÍA er í 9. sæti Bónus deildarinnar með fjögur stig. Næsti leikur liðsins er gegn Val á fimmtudaginn. Það verður fyrsti leikurinn í nýju íþróttahúsi á Jaðarsbökkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×