Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 1. nóvember 2025 10:02 Í dag, 1.nóvember, eru liðin tvö ár síðan byrjað var að rukka varaflugvallagjald á nýjan leik. Gamla varaflugvallagjaldið var lagt af í maí 2011 og hafði það slæmar afleiðingar á flugvallakerfi landsins. Niðurlagning þess var mikið óheillaskref og varúðarorð þeirra sem best þekktu til voru að engu höfð. Tekjustofn til nýframkvæmda og viðhalds á flugvöllum landsins hrundi á sama tíma og millilandaflug til og frá Íslandi margfaldaðist. Alþjóðaflugvallakerfið Á Íslandi eru fjórir alþjóðaflugvellir. Keflavíkurflugvöllur, Akureyrarflugvöllur, Egilsstaðarflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur. Þessir fjórir flugvellir mynda alþjóðaflugvallakerfi landsins og gegna allir mikilvægu hlutverki innan þess. Hér er rétt að hafa í huga að leiðin er löng frá Íslandi til annarra alþjóðaflugvalla við N-Atlantshafið. Keflavíkurflugvöllur er rekin af Isavia ohf og allar nýframkvæmdir, viðhald og rekstur þess flugvallar er fjármagnaður í gegnum efnahagsreikning félagsins.Flugvallakerfi landsins fyrir utan Keflavíkurflugvöll er rekið í gegnum þjónustusamning sem íslenska ríkið hefur gert við Isavia Innanlandsflugvelli ehf. sem er dótturfyrirtæki Isavia ohf. Í þeim samningi hefur á undanförnum árum einungi verið gert ráð fyrir 350-500 milljónum í nýframkvæmdir og viðhald við flugvallakerfið allt, að Keflavíkurflugvelli undanskildum. Nýtt varaflugvallagjald Eftir að gamla varaflugvallagjaldið var lagt af fyrir að verða 15 árum varð til mikil innviðaskuld í kerfinu, flugbrautir og fasteignir á flugvöllunum byrjuðu að grotna niður. Markmið nýs varaflugvallagjalds var að bæta úr þessari slæmu stöðu. Greinarhöfundur stýrði á sínum tíma vinnu hóps sem skilaði skýrslu hvernig best væri að standa að málum til þess að styrkja fjármögnum alþjóðaflugvallakerfis landsins fyrir utan Keflavíkurflugvöll. Nýtt varaflugvallagjald skyldi fjármagna nýframkvæmdir á Akureyrarflugvelli, Egilsstaðarflugvelli og Reykjavíkurflugvelli þannig að vellirnir gætu betur sinnt skyldum sínum sem alþjóðaflugvellir og því mikilvæga hlutverki að vera varaflugvellir í millilandafluginu fyrir hvern annan. Hér er rétt að benda á að það varaflugvallagjald sem nú er rukkað er margfalt lægra en gamla varaflugvallagjaldið á hvern flugfarþega. Miðað við gefnar forsendur má reikna með að varaflugvallagjaldið skili um 1,5 milljarð króna á ári. Það fór að sjá til sólar fyrir tveimur árum þegar nýja varaflugvallagjaldið var tekið upp. Því er það geysilega mikilvægt að innviðaráðherra haldi því til haga í nýrri samgönguáætlun sem er boðuð á næstu vikum að nýja varaflugvallagjaldið renni áram til alþjóðaflugvallanna þriggja á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík og þá einnig að það fjármagn til nýframkvæmda og viðhalds í innanlandsflugvallakerfinu og til lendingarstaða haldi sér í gegnum þjónustusamningin. Egilsstaðarflugvöllur Í þingræðum og fyrri greinum um málaflokkinn hef ég lengi bent á að næsta framkvæmd sem eðlilegt er að fjármagna með varaflugvallagjaldinu er að hefja framkvæmdir við fyrsta áfangann við gerð aksturbrautar við norðurenda flugbrautarinnar á Egilsstaðarflugvelli sem er mikilvægt flugöryggismál. Svokallaða ,,lúppu“ þar sem hægt væri að koma fyrir 4-6 farþegaþotum í neyð. Framkvæmdakostnaður við slíka framkvæmd er áætlaður 3 til 3,5 milljarður. Hér er um algjört forgangsmál að ræða og mikilvægt að þessi framkvæmd sé í forgangi í framkvæmdarhluta nýrrar samgönguáætlunar. Flugöryggismál Þegar frumvarpið um varaflugvallagjald var lagt fram fyrri hluta árs 2023 var lagt til að sérstakt gjald skyldi innheimt til að standa straum af kostnaði við uppbyggingu varaflugvalla. Þá kemur fram í greinargerð frumvarpsins að nauðsynlegt sé með tilliti til flugöryggis að starfræktir séu fleiri flugvellir sem hafa burði til að taka á móti nokkrum fjölda loftfara þegar ekki er hægt að lenda í Keflavík. Varaflugvallagjaldið snýst fyrst og fremst um að tryggja flugöryggi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njáll Trausti Friðbertsson Sjálfstæðisflokkurinn Fréttir af flugi Isavia Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 1.nóvember, eru liðin tvö ár síðan byrjað var að rukka varaflugvallagjald á nýjan leik. Gamla varaflugvallagjaldið var lagt af í maí 2011 og hafði það slæmar afleiðingar á flugvallakerfi landsins. Niðurlagning þess var mikið óheillaskref og varúðarorð þeirra sem best þekktu til voru að engu höfð. Tekjustofn til nýframkvæmda og viðhalds á flugvöllum landsins hrundi á sama tíma og millilandaflug til og frá Íslandi margfaldaðist. Alþjóðaflugvallakerfið Á Íslandi eru fjórir alþjóðaflugvellir. Keflavíkurflugvöllur, Akureyrarflugvöllur, Egilsstaðarflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur. Þessir fjórir flugvellir mynda alþjóðaflugvallakerfi landsins og gegna allir mikilvægu hlutverki innan þess. Hér er rétt að hafa í huga að leiðin er löng frá Íslandi til annarra alþjóðaflugvalla við N-Atlantshafið. Keflavíkurflugvöllur er rekin af Isavia ohf og allar nýframkvæmdir, viðhald og rekstur þess flugvallar er fjármagnaður í gegnum efnahagsreikning félagsins.Flugvallakerfi landsins fyrir utan Keflavíkurflugvöll er rekið í gegnum þjónustusamning sem íslenska ríkið hefur gert við Isavia Innanlandsflugvelli ehf. sem er dótturfyrirtæki Isavia ohf. Í þeim samningi hefur á undanförnum árum einungi verið gert ráð fyrir 350-500 milljónum í nýframkvæmdir og viðhald við flugvallakerfið allt, að Keflavíkurflugvelli undanskildum. Nýtt varaflugvallagjald Eftir að gamla varaflugvallagjaldið var lagt af fyrir að verða 15 árum varð til mikil innviðaskuld í kerfinu, flugbrautir og fasteignir á flugvöllunum byrjuðu að grotna niður. Markmið nýs varaflugvallagjalds var að bæta úr þessari slæmu stöðu. Greinarhöfundur stýrði á sínum tíma vinnu hóps sem skilaði skýrslu hvernig best væri að standa að málum til þess að styrkja fjármögnum alþjóðaflugvallakerfis landsins fyrir utan Keflavíkurflugvöll. Nýtt varaflugvallagjald skyldi fjármagna nýframkvæmdir á Akureyrarflugvelli, Egilsstaðarflugvelli og Reykjavíkurflugvelli þannig að vellirnir gætu betur sinnt skyldum sínum sem alþjóðaflugvellir og því mikilvæga hlutverki að vera varaflugvellir í millilandafluginu fyrir hvern annan. Hér er rétt að benda á að það varaflugvallagjald sem nú er rukkað er margfalt lægra en gamla varaflugvallagjaldið á hvern flugfarþega. Miðað við gefnar forsendur má reikna með að varaflugvallagjaldið skili um 1,5 milljarð króna á ári. Það fór að sjá til sólar fyrir tveimur árum þegar nýja varaflugvallagjaldið var tekið upp. Því er það geysilega mikilvægt að innviðaráðherra haldi því til haga í nýrri samgönguáætlun sem er boðuð á næstu vikum að nýja varaflugvallagjaldið renni áram til alþjóðaflugvallanna þriggja á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík og þá einnig að það fjármagn til nýframkvæmda og viðhalds í innanlandsflugvallakerfinu og til lendingarstaða haldi sér í gegnum þjónustusamningin. Egilsstaðarflugvöllur Í þingræðum og fyrri greinum um málaflokkinn hef ég lengi bent á að næsta framkvæmd sem eðlilegt er að fjármagna með varaflugvallagjaldinu er að hefja framkvæmdir við fyrsta áfangann við gerð aksturbrautar við norðurenda flugbrautarinnar á Egilsstaðarflugvelli sem er mikilvægt flugöryggismál. Svokallaða ,,lúppu“ þar sem hægt væri að koma fyrir 4-6 farþegaþotum í neyð. Framkvæmdakostnaður við slíka framkvæmd er áætlaður 3 til 3,5 milljarður. Hér er um algjört forgangsmál að ræða og mikilvægt að þessi framkvæmd sé í forgangi í framkvæmdarhluta nýrrar samgönguáætlunar. Flugöryggismál Þegar frumvarpið um varaflugvallagjald var lagt fram fyrri hluta árs 2023 var lagt til að sérstakt gjald skyldi innheimt til að standa straum af kostnaði við uppbyggingu varaflugvalla. Þá kemur fram í greinargerð frumvarpsins að nauðsynlegt sé með tilliti til flugöryggis að starfræktir séu fleiri flugvellir sem hafa burði til að taka á móti nokkrum fjölda loftfara þegar ekki er hægt að lenda í Keflavík. Varaflugvallagjaldið snýst fyrst og fremst um að tryggja flugöryggi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar