Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. október 2025 12:06 Strætisvagnar hafa víða verið á eftir áætlun, en útlit er fyrir að það ástand vari áfram fram eftir degi. Vísir/Anton Brink Vonir standa til að hægt verði að opna hringveginn að fullu nú upp úr hádegi, en honum var lokað á tveimur stöðum á Suðurlandi vegna veðurs. Bráðamóttaka Landspítalans býr sig undir aukið álag vegna hálkuslysa í dag og útlit er fyrir að Strætó verði á eftir áætlun fram eftir degi. Gular viðvaranir hafa nú tekið gildi víðast hvar á landinu, ef frá eru talin Vestfirðir, Norðausturland og Faxaflói, vegna hvassviðris, rigningar og asahláku. Slík viðvörun tekur þó gildi á Vestfjörðum klukkan tvö. Eftir því sem líður á daginn falla þær úr gildi, fyrst á austurhluta landsins, en síðast við Faxaflóa klukkan níu í fyrramálið. Hringvegurinn er sem stendur lokaður á tveimur stöðum, annars vegar við Sandfell í Öræfum, og hins vegar frá Markarfljóti og austur að Vík, vegna mikils vinds. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er staðan þó nokkuð vænleg upp á framhaldið. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir vonir standa til þess að hægt verði að opna upp úr hádegi.Vísir/Einar „Veðrið er að ganga niður, þannig að við erum að undirbúa að opna aftur. Fyrst undir Eyjafjöllum og aðeins seinna í Öræfunum,“ segir G. Pétur Matthíasson, hjá Vegagerðinni. „Það er kannski svona upp úr hádeginu, sem það gæti farið að gerast.“ Búa sig undir aukið álag á slysó Á höfuðborgarsvæðinu og mun víðar hefur mikillar hálku gætt. Þrátt fyrir að nú sé tekið að leysa getur hálkan verið meiri en áður. Yfirlæknir á brátamóttökunni segir á þriðja tug hafa leitað aðhlynningar vegna hálkuslysa frá því tók að snjóa á þriðjudag. Hætta sé á að fleiri bætist við. „Það hefur verið nokkuð um beinbrot og jafnvel fólk sem hefur þurft innlagnir vegna þessa,“ segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Hjalti Már Björnsson er yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Arnar „Miðað við reynslu fyrri ára er það einmitt þegar það fer að rigna og hlýna sem hálkan verður verri. Þannig að ég hef umtalsverðar áhyggjur af því að það verði mikið álag á spítalanum í dag, út af þessum hálkuslysum sem gætu orðið í dag þegar fer að hlýna.“ Strætó á eftir áætlun fram eftir degi Síðustu daga hefur umferðarþungi á höfuðborgarsvæðinu verið mikill, og strætisvagnar óvíða á áætlun. „Mér þykir alveg líklegt að það verði í dag, og fram eftir þessum degi, þangað til það hreinsast betur af götunum. Umferðin er á köflum mjög hæg,“ segir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturs hjá Strætó. Steinar Karl Hlífarsson segir útlit fyrir að Strætó verði sums staðar á eftir áætlun í dag. Fólk komist þó á milli staða að endingu.Strætó Borið hafi á því að fleiri hafi nýtt sér þjónustuna en oft áður, enda hafi fólk verið hvatt til að skilja bílinn eftir heima til að létta á umferðinni. „Tilfinningin segir okkur að það er meira af fólki í vögnunum, sérstaklega seinnipartinn. Við höfum fengið einhverjar tilkynningar um það, allavega eina í morgun, um að vagn fylltist og komst ekki meira í hann. Það hefur merkjanlega verið fleira fólk.“ Veður Færð á vegum Vegagerð Strætó Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
Gular viðvaranir hafa nú tekið gildi víðast hvar á landinu, ef frá eru talin Vestfirðir, Norðausturland og Faxaflói, vegna hvassviðris, rigningar og asahláku. Slík viðvörun tekur þó gildi á Vestfjörðum klukkan tvö. Eftir því sem líður á daginn falla þær úr gildi, fyrst á austurhluta landsins, en síðast við Faxaflóa klukkan níu í fyrramálið. Hringvegurinn er sem stendur lokaður á tveimur stöðum, annars vegar við Sandfell í Öræfum, og hins vegar frá Markarfljóti og austur að Vík, vegna mikils vinds. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er staðan þó nokkuð vænleg upp á framhaldið. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir vonir standa til þess að hægt verði að opna upp úr hádegi.Vísir/Einar „Veðrið er að ganga niður, þannig að við erum að undirbúa að opna aftur. Fyrst undir Eyjafjöllum og aðeins seinna í Öræfunum,“ segir G. Pétur Matthíasson, hjá Vegagerðinni. „Það er kannski svona upp úr hádeginu, sem það gæti farið að gerast.“ Búa sig undir aukið álag á slysó Á höfuðborgarsvæðinu og mun víðar hefur mikillar hálku gætt. Þrátt fyrir að nú sé tekið að leysa getur hálkan verið meiri en áður. Yfirlæknir á brátamóttökunni segir á þriðja tug hafa leitað aðhlynningar vegna hálkuslysa frá því tók að snjóa á þriðjudag. Hætta sé á að fleiri bætist við. „Það hefur verið nokkuð um beinbrot og jafnvel fólk sem hefur þurft innlagnir vegna þessa,“ segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Hjalti Már Björnsson er yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Arnar „Miðað við reynslu fyrri ára er það einmitt þegar það fer að rigna og hlýna sem hálkan verður verri. Þannig að ég hef umtalsverðar áhyggjur af því að það verði mikið álag á spítalanum í dag, út af þessum hálkuslysum sem gætu orðið í dag þegar fer að hlýna.“ Strætó á eftir áætlun fram eftir degi Síðustu daga hefur umferðarþungi á höfuðborgarsvæðinu verið mikill, og strætisvagnar óvíða á áætlun. „Mér þykir alveg líklegt að það verði í dag, og fram eftir þessum degi, þangað til það hreinsast betur af götunum. Umferðin er á köflum mjög hæg,“ segir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturs hjá Strætó. Steinar Karl Hlífarsson segir útlit fyrir að Strætó verði sums staðar á eftir áætlun í dag. Fólk komist þó á milli staða að endingu.Strætó Borið hafi á því að fleiri hafi nýtt sér þjónustuna en oft áður, enda hafi fólk verið hvatt til að skilja bílinn eftir heima til að létta á umferðinni. „Tilfinningin segir okkur að það er meira af fólki í vögnunum, sérstaklega seinnipartinn. Við höfum fengið einhverjar tilkynningar um það, allavega eina í morgun, um að vagn fylltist og komst ekki meira í hann. Það hefur merkjanlega verið fleira fólk.“
Veður Færð á vegum Vegagerð Strætó Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira