Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. október 2025 15:52 Rannsóknin var hluti af mastersnámi Þórunnar. Samsett Mannekla meðal fangavarða á Íslandi hefur töluverð áhrif á tilfinningalíf þeirra en samstaða meðal varðanna vegur á móti álaginu. Þetta kemur fram í nýrri mastersrannsókn Laufeyjar Sifjar Ingólfsdóttur. Hún kynnti niðurstöðurnar í Þjóðarspeglinum í dag. „Ég vinn í þannig umhverfi sem trúnaður ríkir yfir starfinu, það getur komið ýmislegt upp og þú þarft að bera það á herðum þínum. Ég vinn þannig sjálf svo að það var kveikjan að grunninum,“ segir Laufey Sif Ingólfsdóttir, mastersnemi í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun í Háskólanum á Bifröst. Hún ákvað að rannsaka starf fangavarða þar sem málefni þeirra voru mikið til umræðu á þeim tíma. Engar nýlegar rannsóknir höfðu verið framkvæmdar á starfi fangavarða sem Laufey Sif fannst furðulegt. Eftir að hafa, með smá erfiðleikum, fundið átta fangaverði til að ræða við kom í ljós að þeir upplifa gríðarlegt álag í starfi sínu. „Það kom skýrt fram að andlegt álag er alveg klárlega viðvarandi,“ segir Laufey Sif. „Það er oftast nær ekki sýnilegt í starfinu, þeir þurfa oft að byggja upp brynju og vera eins konar veggur í starfinu. Margir lýstu álaginu sem bakgrunnshljóð, það er alltaf þarna.“ Mannekla spili stórt hlutverk hvað varði álag og streitu. Oft á tíðum þurfi fangaverðirnir að grípa vaktir fyrir kollega sína vegna til dæmis veikinda eða persónulegra aðstæðna. Laufey Sif segir helsta álagsmeinið vera sífelldar aukavaktir. Þrátt fyrir það upplifi fangaverðirnir að þeir hafi ákveðinn sveigjanleika í starfi og hafi tækifæri til að fara úr vinnu sé það nauðsynlegt. Hins vegar eykst álagið á aðra vegna þess. „Einn viðmælandi nefndi að sá aðili fann hægt og rólega fyrir því að ef maður tekur ekki heila helgi í frí þá hefur það áhrif,“ segir Laufey Sif. „En að sama skapi það sem að mér fannst áhugaverðast var að það er rosalega sterk samstaða í þessum starfsmannahóp svona heilt yfir og flestir nefndu að þeir væru ekki að þessu nema það væri svo frábært fólk að vinna með þeim.“ Stuðningur frá Fangelsismálastofnun skipti einnig sköpum þar sem fangaverðir fá fræðslu og ræða málin á jafningjagrundvelli. Þá sé í gangi ákveðin vitundarvakning í starfi fangavarðanna um álag og streitu, með nýliðun í faginu opnast umræðan. Laufey Sif kynnti rannsóknina sína á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Fangelsismál Vísindi Geðheilbrigði Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
„Ég vinn í þannig umhverfi sem trúnaður ríkir yfir starfinu, það getur komið ýmislegt upp og þú þarft að bera það á herðum þínum. Ég vinn þannig sjálf svo að það var kveikjan að grunninum,“ segir Laufey Sif Ingólfsdóttir, mastersnemi í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun í Háskólanum á Bifröst. Hún ákvað að rannsaka starf fangavarða þar sem málefni þeirra voru mikið til umræðu á þeim tíma. Engar nýlegar rannsóknir höfðu verið framkvæmdar á starfi fangavarða sem Laufey Sif fannst furðulegt. Eftir að hafa, með smá erfiðleikum, fundið átta fangaverði til að ræða við kom í ljós að þeir upplifa gríðarlegt álag í starfi sínu. „Það kom skýrt fram að andlegt álag er alveg klárlega viðvarandi,“ segir Laufey Sif. „Það er oftast nær ekki sýnilegt í starfinu, þeir þurfa oft að byggja upp brynju og vera eins konar veggur í starfinu. Margir lýstu álaginu sem bakgrunnshljóð, það er alltaf þarna.“ Mannekla spili stórt hlutverk hvað varði álag og streitu. Oft á tíðum þurfi fangaverðirnir að grípa vaktir fyrir kollega sína vegna til dæmis veikinda eða persónulegra aðstæðna. Laufey Sif segir helsta álagsmeinið vera sífelldar aukavaktir. Þrátt fyrir það upplifi fangaverðirnir að þeir hafi ákveðinn sveigjanleika í starfi og hafi tækifæri til að fara úr vinnu sé það nauðsynlegt. Hins vegar eykst álagið á aðra vegna þess. „Einn viðmælandi nefndi að sá aðili fann hægt og rólega fyrir því að ef maður tekur ekki heila helgi í frí þá hefur það áhrif,“ segir Laufey Sif. „En að sama skapi það sem að mér fannst áhugaverðast var að það er rosalega sterk samstaða í þessum starfsmannahóp svona heilt yfir og flestir nefndu að þeir væru ekki að þessu nema það væri svo frábært fólk að vinna með þeim.“ Stuðningur frá Fangelsismálastofnun skipti einnig sköpum þar sem fangaverðir fá fræðslu og ræða málin á jafningjagrundvelli. Þá sé í gangi ákveðin vitundarvakning í starfi fangavarðanna um álag og streitu, með nýliðun í faginu opnast umræðan. Laufey Sif kynnti rannsóknina sína á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.
Fangelsismál Vísindi Geðheilbrigði Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira