Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar 28. október 2025 08:03 Á föstudagsmorgun vaknaði ég örmagna. Yngri sonur minn var búinn að vera lasinn, mikill hiti og eyrnabólga. Þennan sama dag var kvennafrí. Vinkonur mínar höfðu reynt að hóa í mig en ég vildi vera heima með strákunum mínum, enda ekki boðlegt að skilja þá eftir heima og enginn að leysa mig af. Það var kuldalegt úti en fallegt veður. Við gerðum hrekkjavökuföndur og horfðum á kvikmynd undir sæng, notaleg stund. Vinkonur mínar voru farnar af stað og heyrði ég óminn frá kvennafrísgöngunni heim til mín. Mig dauðlangaði að fara en skyldan kallaði. Story-in fóru að hrannast inn. Instagram kynsystra minna fylltist af myndum úr göngunni sem hjá mörgum endaði í Gamla bíó þar sem var skálað með ráðherrum úr Viðreisn. Ég lít út um gluggann og sé tvær konur rogast úr stigaganginum á móti með ryksugur og skúringafötur yfir í fyrirtækjabíl. Á sama tíma var ég í símtali við vin minn sem starfar á skrifstofu, þar höfðu allar samstarfskonur hans gengið út nema ein erlend sem varð eftir og þreif skrifstofuna. Á meðan vinkonur mínar, sem gegna flestar stjórnunarstöðum eða reka sitt eigið fyrirtæki skáluðu fyrir kvennafríi sat einstæð móðir heima að huga að veiku barni sínu og konur í einni af láglaunuðustu starfsstéttum landsins sáu um að halda heimilum og vinnustöðum hreinum. Ég er afar þakklát öllum þeim konum sem ruddu brautina og öllum þeim framförum sem við höfum náð á þessum 50 árum. Mér finnst vert að við gleymum aldrei þeirri baráttu sem formæður okkar herjuðu fyrir okkur. Mér finnst þó mikilvægt að dagur eins og þessi verði ekki að dyggðaskreytingu fyrir konur sem nú þegar eru komnar langt upp yfir glerþakið, svo langt að þær sjá ekki kynsystur sínar sem enn ryksuga glerbrotin þar fyrir neðan. Höfundur er móðir, foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Á föstudagsmorgun vaknaði ég örmagna. Yngri sonur minn var búinn að vera lasinn, mikill hiti og eyrnabólga. Þennan sama dag var kvennafrí. Vinkonur mínar höfðu reynt að hóa í mig en ég vildi vera heima með strákunum mínum, enda ekki boðlegt að skilja þá eftir heima og enginn að leysa mig af. Það var kuldalegt úti en fallegt veður. Við gerðum hrekkjavökuföndur og horfðum á kvikmynd undir sæng, notaleg stund. Vinkonur mínar voru farnar af stað og heyrði ég óminn frá kvennafrísgöngunni heim til mín. Mig dauðlangaði að fara en skyldan kallaði. Story-in fóru að hrannast inn. Instagram kynsystra minna fylltist af myndum úr göngunni sem hjá mörgum endaði í Gamla bíó þar sem var skálað með ráðherrum úr Viðreisn. Ég lít út um gluggann og sé tvær konur rogast úr stigaganginum á móti með ryksugur og skúringafötur yfir í fyrirtækjabíl. Á sama tíma var ég í símtali við vin minn sem starfar á skrifstofu, þar höfðu allar samstarfskonur hans gengið út nema ein erlend sem varð eftir og þreif skrifstofuna. Á meðan vinkonur mínar, sem gegna flestar stjórnunarstöðum eða reka sitt eigið fyrirtæki skáluðu fyrir kvennafríi sat einstæð móðir heima að huga að veiku barni sínu og konur í einni af láglaunuðustu starfsstéttum landsins sáu um að halda heimilum og vinnustöðum hreinum. Ég er afar þakklát öllum þeim konum sem ruddu brautina og öllum þeim framförum sem við höfum náð á þessum 50 árum. Mér finnst vert að við gleymum aldrei þeirri baráttu sem formæður okkar herjuðu fyrir okkur. Mér finnst þó mikilvægt að dagur eins og þessi verði ekki að dyggðaskreytingu fyrir konur sem nú þegar eru komnar langt upp yfir glerþakið, svo langt að þær sjá ekki kynsystur sínar sem enn ryksuga glerbrotin þar fyrir neðan. Höfundur er móðir, foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun