Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir umfjöllun um dýra skreppitúra Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. október 2025 22:46 Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Embætti ríkislögreglustjóra hefur ráðið Þórunni Óðinsdóttir, eiganda Intra ráðgjöf, tímabundið í fullt starf samkvæmt tilkynningu. Fréttirnar koma í kjölfar umfjöllunar um að fyrirtæki Þórunnar hefði fengið hátt í tvö hundruð milljónir króna á átta árum greiddar fyrir ráðgjöf sína, en ráðgjöfin fólst meðal annars í skreppitúrum í Jysk. „Fyrirtækið Intra ráðgjöf slf., í eigu Þórunnar Óðinsdóttur, var upphaflega fengið til að vinna með embætti ríkislögreglustjóra tímabundið árið 2020 vegna breytinga á stjórnskipulagi embættisins,“ segir í tilkynningu frá embætti Ríkislögreglustjóra. Tilkynningin kemur í kjölfar fregna um að embætti Ríkislögreglustjóra, undir stjórn Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, hafi greitt ráðgjafarfyrirtæki alls 160 milljónir króna, með virðisaukaskatti, fyrir þjónustu þess. Meðal þess sem Þórunn Óðinsdóttir, eigandi Intra ráðgjöf, gerði var að skreppa í Jysk til að versla inn fyrir nýtt húsnæði embættisins vegna myglu. Fyrir verslunarferðina fékk hún greiddar um 36 þúsund krónur á tímann líkt og RÚV greinir frá. Embætti ríkislögreglustjóra gefur upp í tilkynningunni að heildarviðskipti við félag Þórunnar, án virðisaukaskatts árin 2020 til júní 2025, hafi verið 130.449.463 krónur. Vert er að taka fram að embættið fær virðisaukaskattinn endurgreiddan. Í svari þeirra eru ekki teknar fram þær þrjátíu milljónir sem fyrirtæki Þórunnar fékk greiddar frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu á meðan Sigríður Björk gegndi embættinu. Þórunn hafi verið fengin til að aðstoða við breytingar á skipuriti, skipulagi, stefnu og vinnulagi embættisins í heild. Í framhaldi hafði Intra ásamt KPMG unnið að mótun nýrrar stefnu sem tekin var í gildi 1. desember 2021. „Félagið vann áfram með ríkislögreglustjóra árið 2022 vegna færslu nýrra verkefna til embættisins en einnig verkefnastýrði félagið endurskoðun húsnæðismála embættisins og innleiðingu á nýju skipuriti sem samþykkt var í maí 2023,“ segir í tilkynningunni. „Ástæða þess að ytri aðili var fenginn til að stýra þessum ákveðnu umbótaverkefnum var meðal annars mikið vinnuálag hjá embættinu vegna stórra verkefna eins og leiðtogafundar Evrópuráðsins og miklum önnum í almannavarnaverkefnum.“ Hefði verið eðlilegast að fara í útboð Eftir að mygla kom upp í húsnæði embættisins sem var þá við Skúlagötu, og síðar í Skógarhlíð, var Intra ráðin aftur til að verkefnastýra flutningunum. Félagið hafi verið valið vegna þekkingar þess á starfseminni auk þess að skammur fyrirvari var á flutningunum í bráðabirgðahúsnæði. „Ljóst er að það var ekki góð ráðstöfun að félagið hafi sinnt búðarferðum og annarri vinnu við að innrétta tímabundið húsnæði embættisins. Ákvarðanir um innkaup hjá Jysk (áður Rúmfatalagerinn) voru hins vegar teknar af starfsmönnum embættisins og byggðu á hagkvæmum verðum,“ stendur í tilkynningunni og tekið fram að öll verkefni sem Þórunn sinnti hafi verið unnin samkvæmt tímaskýrslum. Þórunn rukkaði tímakaup fyrir að fara í Jysk verslanir auk þess sem hún pantaði ýmsan húsbúnað fyrir skrifstofurnar og íhugaði uppsetningu á píluspjaldi. Vert er að taka fram að eiginmaður Þórunnar er Þórarinn Ingi Ólafsson, forstjóri móðurfélags og stjórnarformaður Jysk á Íslandi. Ástæðan fyrir að ekki var farið í útboð var þar sem ekki lá fyrir að verkefnin yrðu til lengri tíma og ekki hafi rammasamningur verið til staðar fyrir slíka vinnu hjá ríkinu. „Eðlilegast hefði þó verið að fara í verðfyrirspurnir og/eða í örútboð strax í upphafi. Ríkislögreglustjóri harmar að svo hafi ekki verið gert.“ Því var Þórunn Óðinsdóttir ráðin tímabundið í fullt starf sem hagkvæm ráðstöfun. Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Fyrirtækið Intra ráðgjöf slf., í eigu Þórunnar Óðinsdóttur, var upphaflega fengið til að vinna með embætti ríkislögreglustjóra tímabundið árið 2020 vegna breytinga á stjórnskipulagi embættisins,“ segir í tilkynningu frá embætti Ríkislögreglustjóra. Tilkynningin kemur í kjölfar fregna um að embætti Ríkislögreglustjóra, undir stjórn Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, hafi greitt ráðgjafarfyrirtæki alls 160 milljónir króna, með virðisaukaskatti, fyrir þjónustu þess. Meðal þess sem Þórunn Óðinsdóttir, eigandi Intra ráðgjöf, gerði var að skreppa í Jysk til að versla inn fyrir nýtt húsnæði embættisins vegna myglu. Fyrir verslunarferðina fékk hún greiddar um 36 þúsund krónur á tímann líkt og RÚV greinir frá. Embætti ríkislögreglustjóra gefur upp í tilkynningunni að heildarviðskipti við félag Þórunnar, án virðisaukaskatts árin 2020 til júní 2025, hafi verið 130.449.463 krónur. Vert er að taka fram að embættið fær virðisaukaskattinn endurgreiddan. Í svari þeirra eru ekki teknar fram þær þrjátíu milljónir sem fyrirtæki Þórunnar fékk greiddar frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu á meðan Sigríður Björk gegndi embættinu. Þórunn hafi verið fengin til að aðstoða við breytingar á skipuriti, skipulagi, stefnu og vinnulagi embættisins í heild. Í framhaldi hafði Intra ásamt KPMG unnið að mótun nýrrar stefnu sem tekin var í gildi 1. desember 2021. „Félagið vann áfram með ríkislögreglustjóra árið 2022 vegna færslu nýrra verkefna til embættisins en einnig verkefnastýrði félagið endurskoðun húsnæðismála embættisins og innleiðingu á nýju skipuriti sem samþykkt var í maí 2023,“ segir í tilkynningunni. „Ástæða þess að ytri aðili var fenginn til að stýra þessum ákveðnu umbótaverkefnum var meðal annars mikið vinnuálag hjá embættinu vegna stórra verkefna eins og leiðtogafundar Evrópuráðsins og miklum önnum í almannavarnaverkefnum.“ Hefði verið eðlilegast að fara í útboð Eftir að mygla kom upp í húsnæði embættisins sem var þá við Skúlagötu, og síðar í Skógarhlíð, var Intra ráðin aftur til að verkefnastýra flutningunum. Félagið hafi verið valið vegna þekkingar þess á starfseminni auk þess að skammur fyrirvari var á flutningunum í bráðabirgðahúsnæði. „Ljóst er að það var ekki góð ráðstöfun að félagið hafi sinnt búðarferðum og annarri vinnu við að innrétta tímabundið húsnæði embættisins. Ákvarðanir um innkaup hjá Jysk (áður Rúmfatalagerinn) voru hins vegar teknar af starfsmönnum embættisins og byggðu á hagkvæmum verðum,“ stendur í tilkynningunni og tekið fram að öll verkefni sem Þórunn sinnti hafi verið unnin samkvæmt tímaskýrslum. Þórunn rukkaði tímakaup fyrir að fara í Jysk verslanir auk þess sem hún pantaði ýmsan húsbúnað fyrir skrifstofurnar og íhugaði uppsetningu á píluspjaldi. Vert er að taka fram að eiginmaður Þórunnar er Þórarinn Ingi Ólafsson, forstjóri móðurfélags og stjórnarformaður Jysk á Íslandi. Ástæðan fyrir að ekki var farið í útboð var þar sem ekki lá fyrir að verkefnin yrðu til lengri tíma og ekki hafi rammasamningur verið til staðar fyrir slíka vinnu hjá ríkinu. „Eðlilegast hefði þó verið að fara í verðfyrirspurnir og/eða í örútboð strax í upphafi. Ríkislögreglustjóri harmar að svo hafi ekki verið gert.“ Því var Þórunn Óðinsdóttir ráðin tímabundið í fullt starf sem hagkvæm ráðstöfun.
Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira