Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Árni Sæberg skrifar 27. október 2025 10:55 Konan mætti í viðtal í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, áður en hún fór í skýrslutöku hjá lögreglu. NEL telur að tryggja þurfi betra flæði upplýsinga frá Bjarkarhlíð til lögreglu. Vísir/Hanna Lögmaður konu, sem taldi sig hafa lagt fram kæru á hendur fyrrverandi sambýlismanni sínum í ágúst árið 2024, fékk þau svör í apríl árið eftir að engin rannsókn hefði verið hafin á meintu heimilisofbeldi mannsins í garð konunnar. Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ljóst að mistök hafi verið gerð við skýrslutöku yfir konunni. Í ákvörðun Nefndar um eftirlit með lögreglu, NEL, segir að nefndinni hafi borist erindi frá lögmanni, fyrir hönd konunnar, í lok apríl þessa árs. Í erindinu hafi verið gerðar athugasemdir við vinnubrögð starfsmanna embættis Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem konan telji vera ámælisverð og ekki í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluhætti. Engin rannsókn hafin sjö mánuðum seinna Fram hafi komið að konan hafi lagt fram kæru þann 28. ágúst 2024, vegna brota í nánu sambandi og í upphafi þeirrar skýrslutöku hefði hún óskað eftir að lögmaðurinn yrði tilnefndur sem réttargæslumaður hennar vegna málsins og skrifað hafi verið undir eyðublað þess efnis. Þann 22. apríl 2025, hafi lögmaður konunnar sent tölvupóst á lögreglumanninn sem stýrði skýrslutökunni og óskað eftir upplýsingum um hvernig rannsókn málsins stæði. Í kjölfarið hafi hann fengið þær upplýsingar að engin rannsókn hefði farið af stað vegna málsins, en það yrði þá gert. Hafði mætt í viðtal í Bjarkarhlíð Í ákvörðuninni segir að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi svarað erindi nefndarinnar í lok maí síðastliðnum. Þar hafi meðal annars komið fram að „einhvers misskilnings“ virðist hafa gætt í samskiptum embættisins við konuna og lögmann hennar. Ekki hafi verið alveg ljóst hvað konan hafi viljað kæra. Í máli sem sé titlað Bjarkarhlíð-viðtal hafi rannsókn vegna heimilisofbeldis verið opnuð og rannsóknarlögregla muni fara yfir málið og taka ákvörðun um framvindu þess. Um tilefni viðtals konunna hjá Bjarkarhlíð komi fram í dagbókarfærslu lögreglu dagsettri 28. ágúst 2024 að konan hafi mætt í viðtal og ráðgjöf hjá lögreglumanni í Bjarkarhlíð í tengslum við umferðarslys sem varð árið 2023. Einnig að konan segðist sjá atburðinn í öðru ljósi eftir að hún sleit samvistum við sambýlismann sinn og vildi leggja fram formlega kæru vegna málsins. Þá komi fram að hringt hefði verið í konuna þann 26. ágúst 2024 og hún beðin að mæta í kærumóttöku daginn eftir. Maðurinn hafi neitt hana til að gefa rangan framburð Í samantekt vegna skýrslutökunnar, sem fram fór þann 27. ágúst 2024 hjá embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, komi fram að konunni hafi verið kynnt tilefni skýrslutökunnar, sem hafi verið rangur framburður. Í dagbókarfærslu embættis Lögreglustjórans á Suðurlandi komi fram að konan hafi komið þann 27. ágúst 2024, á lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu til þess að gefa framburð sinn í máli sem hafi verið til rannsóknar er hjá embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi og varði umferðarslys. Konan hafi sagt sambýlismann sinn hafa þvingað sig til að gefa rangan framburð hjá lögreglu um atvik umferðarslyssins en ótilgreindur einstaklingur hafi slasast nokkuð alvarlega í slysinu. Af hljóðupptöku af skýrslutökunni komi skýrt fram að tilefni skýrslutökunnar hafi verið rangur framburður konnunnar. Þá megi ráða af tölvupóstssamskiptum á milli lögmanns konunnar og lögreglumannsins sem framkvæmdi skýrslutökuna að tvö mál væru til meðferðar, annars vegar umferðarslysið og hins vegar mál sem varðar áreitni. Þá bendi dagbók lögreglu til þess að konan hafi verið í góðri trú um að hún væri mætt til að leggja fram kæru á hendur fyrrverandi sambýlismanni sínum. Skýr misskilningur Loks segir að eftir yfirferð nefndarinnar á erindinu og gögnum málsins telji nefndin að mistök hafi átt sér stað þegar konan mætti til skýrslutöku þann 27.ágúst 2024. Í kjölfar viðtals við lögreglumann hjá Bjarkarhlíð þann 23. ágúst sama árs hafi konan verið í góðri trú um að hún væri mætt til skýrslutöku til að leggja fram kæru á hendur fyrrverandi sambýlismanni sínum. Sá lögreglumaður sem tók á móti henni virðist hins vegar hafa staðið í þeirri trú að tilefni skýrslutökunnar væri eingöngu rangur framburður konunnar., þar sem hún hafi verið með stöðu sakbornings. „Ber skýrslutakan skýrt með sér þennan misskilning og er óheppilegt að kvartandi, eða lögmaður hennar sem var viðstaddur skýrslutökuna, hafi ekki leiðrétt þennan misskilning. Í kjölfar skýrslutökunnar var lögmaður kvartanda í samskiptum við lögreglu og áframsendi gögn vegna málsins. Ekki sé tilefni til þess að aðhafast frekar vegna málsins en nefndin beini þeim tilmælum til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að ganga úr skugga um að tryggt sé að upplýsingar sem fram koma í skýrslutökum hjá Bjarkarhlíð skili sér til lögreglumanna í kærumóttöku með fullnægjandi hætti. Lögreglan Lögreglumál Úrskurðar- og kærunefndir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Í ákvörðun Nefndar um eftirlit með lögreglu, NEL, segir að nefndinni hafi borist erindi frá lögmanni, fyrir hönd konunnar, í lok apríl þessa árs. Í erindinu hafi verið gerðar athugasemdir við vinnubrögð starfsmanna embættis Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem konan telji vera ámælisverð og ekki í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluhætti. Engin rannsókn hafin sjö mánuðum seinna Fram hafi komið að konan hafi lagt fram kæru þann 28. ágúst 2024, vegna brota í nánu sambandi og í upphafi þeirrar skýrslutöku hefði hún óskað eftir að lögmaðurinn yrði tilnefndur sem réttargæslumaður hennar vegna málsins og skrifað hafi verið undir eyðublað þess efnis. Þann 22. apríl 2025, hafi lögmaður konunnar sent tölvupóst á lögreglumanninn sem stýrði skýrslutökunni og óskað eftir upplýsingum um hvernig rannsókn málsins stæði. Í kjölfarið hafi hann fengið þær upplýsingar að engin rannsókn hefði farið af stað vegna málsins, en það yrði þá gert. Hafði mætt í viðtal í Bjarkarhlíð Í ákvörðuninni segir að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi svarað erindi nefndarinnar í lok maí síðastliðnum. Þar hafi meðal annars komið fram að „einhvers misskilnings“ virðist hafa gætt í samskiptum embættisins við konuna og lögmann hennar. Ekki hafi verið alveg ljóst hvað konan hafi viljað kæra. Í máli sem sé titlað Bjarkarhlíð-viðtal hafi rannsókn vegna heimilisofbeldis verið opnuð og rannsóknarlögregla muni fara yfir málið og taka ákvörðun um framvindu þess. Um tilefni viðtals konunna hjá Bjarkarhlíð komi fram í dagbókarfærslu lögreglu dagsettri 28. ágúst 2024 að konan hafi mætt í viðtal og ráðgjöf hjá lögreglumanni í Bjarkarhlíð í tengslum við umferðarslys sem varð árið 2023. Einnig að konan segðist sjá atburðinn í öðru ljósi eftir að hún sleit samvistum við sambýlismann sinn og vildi leggja fram formlega kæru vegna málsins. Þá komi fram að hringt hefði verið í konuna þann 26. ágúst 2024 og hún beðin að mæta í kærumóttöku daginn eftir. Maðurinn hafi neitt hana til að gefa rangan framburð Í samantekt vegna skýrslutökunnar, sem fram fór þann 27. ágúst 2024 hjá embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, komi fram að konunni hafi verið kynnt tilefni skýrslutökunnar, sem hafi verið rangur framburður. Í dagbókarfærslu embættis Lögreglustjórans á Suðurlandi komi fram að konan hafi komið þann 27. ágúst 2024, á lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu til þess að gefa framburð sinn í máli sem hafi verið til rannsóknar er hjá embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi og varði umferðarslys. Konan hafi sagt sambýlismann sinn hafa þvingað sig til að gefa rangan framburð hjá lögreglu um atvik umferðarslyssins en ótilgreindur einstaklingur hafi slasast nokkuð alvarlega í slysinu. Af hljóðupptöku af skýrslutökunni komi skýrt fram að tilefni skýrslutökunnar hafi verið rangur framburður konnunnar. Þá megi ráða af tölvupóstssamskiptum á milli lögmanns konunnar og lögreglumannsins sem framkvæmdi skýrslutökuna að tvö mál væru til meðferðar, annars vegar umferðarslysið og hins vegar mál sem varðar áreitni. Þá bendi dagbók lögreglu til þess að konan hafi verið í góðri trú um að hún væri mætt til að leggja fram kæru á hendur fyrrverandi sambýlismanni sínum. Skýr misskilningur Loks segir að eftir yfirferð nefndarinnar á erindinu og gögnum málsins telji nefndin að mistök hafi átt sér stað þegar konan mætti til skýrslutöku þann 27.ágúst 2024. Í kjölfar viðtals við lögreglumann hjá Bjarkarhlíð þann 23. ágúst sama árs hafi konan verið í góðri trú um að hún væri mætt til skýrslutöku til að leggja fram kæru á hendur fyrrverandi sambýlismanni sínum. Sá lögreglumaður sem tók á móti henni virðist hins vegar hafa staðið í þeirri trú að tilefni skýrslutökunnar væri eingöngu rangur framburður konunnar., þar sem hún hafi verið með stöðu sakbornings. „Ber skýrslutakan skýrt með sér þennan misskilning og er óheppilegt að kvartandi, eða lögmaður hennar sem var viðstaddur skýrslutökuna, hafi ekki leiðrétt þennan misskilning. Í kjölfar skýrslutökunnar var lögmaður kvartanda í samskiptum við lögreglu og áframsendi gögn vegna málsins. Ekki sé tilefni til þess að aðhafast frekar vegna málsins en nefndin beini þeim tilmælum til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að ganga úr skugga um að tryggt sé að upplýsingar sem fram koma í skýrslutökum hjá Bjarkarhlíð skili sér til lögreglumanna í kærumóttöku með fullnægjandi hætti.
Lögreglan Lögreglumál Úrskurðar- og kærunefndir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira