Musk kallar ráðherra heimskan og homma Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2025 13:30 Elon Musk og Sean Duffy. AP Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur í vikunni ítrekað skotið föstum skotum að Sean Duffy, samgönguráðherra Bandaríkjanna og starfandi yfirmanni Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna. Musk hefur einnig varpað fram barnalegum bröndurum um að Duffy sé heimskur og samkynhneigður. Duffy sagðist nýverið ætla að endurskoða samninga NASA við SpaceX, sem er í eigu Musks, hvað varðar væntanlegar tunglferðir, og þá er Duffy talinn hafa barist gegn því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefni aftur Jared Isaacman, auðkýfing sem þekkir Musk vel, til að stýra NASA. Í viðtölum í vikunni hefur Duffy sagt ætla að opna aftur útboð hvað varðar það að lenda geimförum á tunglinu í Artemis 3 geimskotinu. SpaceX er með þann samning en Duffy segir fyrirtækið á eftir áætlun. Samkvæmt samningi sem SpaceX gerði við NASA árið 2021 á fyrirtækið að lenda geimförum Artemis 3 á tunglinu með sérstakri tegund Starship geimfarsins. Þróun Starship hefur þó gengið brösulega á undanförnum árum. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Duffy sagði í sjónvarpsviðtali á mánudaginn að NASA myndi ekki bíða eftir SpaceX. Þess vegna yrði haldið nýtt útboð varðandi lendingarför á tunglinu. „Við ætlum að keyra áfram og vinna seinna geimkapphlaupið við Kína,“ sagði Duffy meðal annars. Hann tók einnig fram í viðtali í vikunni að Trump vildi að Bandaríkjamenn lentu aftur á tunglinu fyrir 20. janúar 2029, þegar kjörtímabili hans líkur. Sjá einnig: Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Duffy deildi hluta úr viðtalinu á X þar sem Musk svaraði með stuttu myndbandi og spurði: „Af hverju ertu samkynhneigður?“ Also, one question pic.twitter.com/DhpuWoOTPt— Elon Musk (@elonmusk) October 21, 2025 Hefur beitt sér gegn Isaacman Duffy er einnig sagður hafa reynt að fá Trump til að fella NASA undir samgönguráðuneytið, þar sem hann vilji halda áfram að stýra stofnuninni. Blaðamenn ytra hafa sagt frá því að Isaacman hafi rætt við Trump og forsetinn hafi verið líklegur til að tilnefna hann aftur. Trump tilnefndi Isaacman upprunalega að áeggja Musks en dró tilnefninguna til baka á þeim tíma þegar samband Trumps og Musks var að súrna verulega. Sjá einnig: Deilurnar halda áfram og Musk boðar „Ameríkuflokkinn“ Wall Street Journal sagði frá því fyrr í vikunni að Trump væri nærri því að komast að niðurstöðu um hver myndi stýra NASA. Aðrir miðlar hafa sagt frá því að innan Hvíta hússins sé fólk reitt Duffy, vegna óreiðunnar sem hann hefur verið sakaður um að skapa og vegna þess að hann hafi reitt Musk til reiði. Starfsmenn Trumps vilji ekki opna sárið milli Musks og forsetans aftur, ef svo má segja. Kallar Duffy heimskan Eins og bent er á í grein í New York Times brást Musk reiður við áðurnefndum ummælum Duffys um SpaceX og það að hann hafi reynt að standa í vegi Isaacmans. Hann hefur ítrekað kallað hann heimskan á samfélagsmiðlum og gefið í skyn að Duffy væri samkynhneigður. Musk hefur einnig sakað Duffy um að setja geimfara í hættu og ógna lífum þeirra. Það sé vegna þess að Duffy virðist ætla að stytta sér leiðina til tunglsins, ef svo má segja. „Að láta mann sem veit nákvæmlega EKKERT um eldflaugar og geimför grefur undan geimvísindaáætlun Bandaríkjanna og er ógn við geimfara okkar,“ sagði Musk í einni færslunni um Duffy á X. Í annarri kallaði hann Duffy „hættulega“ heimskan. Í enn einni færslunni sagði Musk svo að yfirmaður NASA gæti ekki verið einstaklingur með tveggja tölustafa greindarvísitölu. „Sean heimski (Dummy) er að reyna að drepa NASA!“ skrifaði hann einnig. Duffy sjálfur deildi færslu frá Musk, þar sem auðjöfurinn sagði að SpaceX stæði öðrum fyrirtækjum sem eiga í framleiðslu eldflauga og geimfara mun framar. Hann hélt því svo fram að Starship myndi á endanum vera notað eitt og sér til að flytja geimfara til tunglsins. Ráðherrann sagðist hrifinn af ástríðu Musks og sagði kapphlaupið til tunglsins hafið. Duffy sagði einnig að góð fyrirtæki ættu ekki að óttast samkeppni. Hún hjálpaði Bandaríkjunum öllum. Love the passion.The race to the Moon is ON.Great companies shouldn’t be afraid of a challenge.When our innovators compete with each other, America wins! https://t.co/P8gYX7R0mp pic.twitter.com/mAoGG1bq8c— NASA Acting Administrator Sean Duffy (@SecDuffyNASA) October 21, 2025 Artemis-áætlunin snýst í stuttu máli um að senda geimfara aftur til tunglsins og koma þar upp varanlegri viðveru. Nota á tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Til stendur að þrjá bandaríska og einn kanadískan geimfara á braut um tunglið í apríl á næsta ári. Um mitt ár 2027 á, samkvæmt áætlunum NASA, að lenda geimförum á tunglinu í fyrsta sinn frá desember 1972, þegar geimfararnir Gene Cernan og Harrison Schmitt urðu ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins. Bandaríkin Geimurinn SpaceX Elon Musk Donald Trump Tunglið Artemis-áætlunin Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Duffy sagðist nýverið ætla að endurskoða samninga NASA við SpaceX, sem er í eigu Musks, hvað varðar væntanlegar tunglferðir, og þá er Duffy talinn hafa barist gegn því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefni aftur Jared Isaacman, auðkýfing sem þekkir Musk vel, til að stýra NASA. Í viðtölum í vikunni hefur Duffy sagt ætla að opna aftur útboð hvað varðar það að lenda geimförum á tunglinu í Artemis 3 geimskotinu. SpaceX er með þann samning en Duffy segir fyrirtækið á eftir áætlun. Samkvæmt samningi sem SpaceX gerði við NASA árið 2021 á fyrirtækið að lenda geimförum Artemis 3 á tunglinu með sérstakri tegund Starship geimfarsins. Þróun Starship hefur þó gengið brösulega á undanförnum árum. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Duffy sagði í sjónvarpsviðtali á mánudaginn að NASA myndi ekki bíða eftir SpaceX. Þess vegna yrði haldið nýtt útboð varðandi lendingarför á tunglinu. „Við ætlum að keyra áfram og vinna seinna geimkapphlaupið við Kína,“ sagði Duffy meðal annars. Hann tók einnig fram í viðtali í vikunni að Trump vildi að Bandaríkjamenn lentu aftur á tunglinu fyrir 20. janúar 2029, þegar kjörtímabili hans líkur. Sjá einnig: Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Duffy deildi hluta úr viðtalinu á X þar sem Musk svaraði með stuttu myndbandi og spurði: „Af hverju ertu samkynhneigður?“ Also, one question pic.twitter.com/DhpuWoOTPt— Elon Musk (@elonmusk) October 21, 2025 Hefur beitt sér gegn Isaacman Duffy er einnig sagður hafa reynt að fá Trump til að fella NASA undir samgönguráðuneytið, þar sem hann vilji halda áfram að stýra stofnuninni. Blaðamenn ytra hafa sagt frá því að Isaacman hafi rætt við Trump og forsetinn hafi verið líklegur til að tilnefna hann aftur. Trump tilnefndi Isaacman upprunalega að áeggja Musks en dró tilnefninguna til baka á þeim tíma þegar samband Trumps og Musks var að súrna verulega. Sjá einnig: Deilurnar halda áfram og Musk boðar „Ameríkuflokkinn“ Wall Street Journal sagði frá því fyrr í vikunni að Trump væri nærri því að komast að niðurstöðu um hver myndi stýra NASA. Aðrir miðlar hafa sagt frá því að innan Hvíta hússins sé fólk reitt Duffy, vegna óreiðunnar sem hann hefur verið sakaður um að skapa og vegna þess að hann hafi reitt Musk til reiði. Starfsmenn Trumps vilji ekki opna sárið milli Musks og forsetans aftur, ef svo má segja. Kallar Duffy heimskan Eins og bent er á í grein í New York Times brást Musk reiður við áðurnefndum ummælum Duffys um SpaceX og það að hann hafi reynt að standa í vegi Isaacmans. Hann hefur ítrekað kallað hann heimskan á samfélagsmiðlum og gefið í skyn að Duffy væri samkynhneigður. Musk hefur einnig sakað Duffy um að setja geimfara í hættu og ógna lífum þeirra. Það sé vegna þess að Duffy virðist ætla að stytta sér leiðina til tunglsins, ef svo má segja. „Að láta mann sem veit nákvæmlega EKKERT um eldflaugar og geimför grefur undan geimvísindaáætlun Bandaríkjanna og er ógn við geimfara okkar,“ sagði Musk í einni færslunni um Duffy á X. Í annarri kallaði hann Duffy „hættulega“ heimskan. Í enn einni færslunni sagði Musk svo að yfirmaður NASA gæti ekki verið einstaklingur með tveggja tölustafa greindarvísitölu. „Sean heimski (Dummy) er að reyna að drepa NASA!“ skrifaði hann einnig. Duffy sjálfur deildi færslu frá Musk, þar sem auðjöfurinn sagði að SpaceX stæði öðrum fyrirtækjum sem eiga í framleiðslu eldflauga og geimfara mun framar. Hann hélt því svo fram að Starship myndi á endanum vera notað eitt og sér til að flytja geimfara til tunglsins. Ráðherrann sagðist hrifinn af ástríðu Musks og sagði kapphlaupið til tunglsins hafið. Duffy sagði einnig að góð fyrirtæki ættu ekki að óttast samkeppni. Hún hjálpaði Bandaríkjunum öllum. Love the passion.The race to the Moon is ON.Great companies shouldn’t be afraid of a challenge.When our innovators compete with each other, America wins! https://t.co/P8gYX7R0mp pic.twitter.com/mAoGG1bq8c— NASA Acting Administrator Sean Duffy (@SecDuffyNASA) October 21, 2025 Artemis-áætlunin snýst í stuttu máli um að senda geimfara aftur til tunglsins og koma þar upp varanlegri viðveru. Nota á tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Til stendur að þrjá bandaríska og einn kanadískan geimfara á braut um tunglið í apríl á næsta ári. Um mitt ár 2027 á, samkvæmt áætlunum NASA, að lenda geimförum á tunglinu í fyrsta sinn frá desember 1972, þegar geimfararnir Gene Cernan og Harrison Schmitt urðu ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins.
Bandaríkin Geimurinn SpaceX Elon Musk Donald Trump Tunglið Artemis-áætlunin Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira