Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar 24. október 2025 09:47 Vesalings bankarnir vita nú ekki sitt rjúkandi ráð og hafa auk að minnsta kosti þriggja lífeyrissjóða stöðvað tímabundið veitingu verðtryggðra lána og sumir líka óverðtryggðra lána með skilmálum um breytilega vexti í kjölfar dóms Hæstaréttar Íslands um ólögmæti þeirra. Sem betur fer eru þó til afar einfaldar og hagnýtar lausnir á þessum meinta vanda. Fyrir verðtryggðu lánin: ●Stöðvið allar lánveitingar verðtryggðra lána til neytenda, líka með föstum vöxtum. ●Gerið tímabundnu stöðvunina varanlega! Það þarfnast engra frekari aðgerða. ●Bjóðið neytendum með eldri verðtryggð lán að breyta þeim í óverðtryggð lán og fylgið í þetta sinn lögum með því að setja engin skilyrði um greiðslumat við skuldbreytinguna. Fyrir óverðtryggðu lánin: ●Fylgið lögum og leiðréttið vexti útistandandi óverðtryggðra lána neytenda í þá sem var upphaflega samið um enda eru skilmálarnir um breytingar á þeim ólöglegir. ●Endurgreiðið með dráttarvöxtum alla þegar oftekna vexti umfram samningsvexti! ●Bjóðið neytendum óverðtryggð lán með föstum vöxtum allan lánstímann og hafið þá engar áhyggjur af því að verða gripnir aftur glóðvolgir því það er fullkomlega löglegt. ●Ef þið viljið endilega bjóða neytendum óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum, farið þá framvegis eftir ykkar eigin greiðslumati og hækkið ekki vexti á neinu slíku láni umfram það sem þið höfðuð sjálfir reiknað út að rúmaðist innan greiðslugetu lántakandans því þá amast varla neinn yfir vaxtabreytingum innan þeirra marka. Sérlausn vegna fyrstu kaupa: ●Greiðslujöfnun: Til að auðvelda fyrstu kaupendum að standast greiðslumat getur lánið verið afborgunarlaust þannig að eingöngu eru greiddir vextir af því fyrstu 3-5 árin. Að þeim tíma liðnum er greiðslumatið endurnýjað og greiðslubyrðin aðlöguð að því svo að afborganir af höfuðstól hefjist. Þetta er svo endurtekið með jafn löngu millibili á lánstímanum þar til greiðslubyrðin samsvarar því sem nægir til að greiða lánið að endingu niður að fullu. ●Fyrstu kaupendur: Neytendur sem hafa ekki átt eigin íbúð undangengin 5 ár líkt og á við um opinber úrræði vegna fyrstu kaupa. Óverulegur eignarhlutur sem hefur ekki verið keyptur heldur fenginn í arf eða af svipuðum ástæðum telst ekki vera eigin íbúð. Lánveitendum er hjartanlega velkomið að leita ráða hjá Hagsmunasamtökum heimilanna um nánari útfærslur á þessum sem og öðrum lausnum í þágu neytenda á fjármálamarkaði. Heimilin eiga ekki að vera fóður fyrir bankana! Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Vesalings bankarnir vita nú ekki sitt rjúkandi ráð og hafa auk að minnsta kosti þriggja lífeyrissjóða stöðvað tímabundið veitingu verðtryggðra lána og sumir líka óverðtryggðra lána með skilmálum um breytilega vexti í kjölfar dóms Hæstaréttar Íslands um ólögmæti þeirra. Sem betur fer eru þó til afar einfaldar og hagnýtar lausnir á þessum meinta vanda. Fyrir verðtryggðu lánin: ●Stöðvið allar lánveitingar verðtryggðra lána til neytenda, líka með föstum vöxtum. ●Gerið tímabundnu stöðvunina varanlega! Það þarfnast engra frekari aðgerða. ●Bjóðið neytendum með eldri verðtryggð lán að breyta þeim í óverðtryggð lán og fylgið í þetta sinn lögum með því að setja engin skilyrði um greiðslumat við skuldbreytinguna. Fyrir óverðtryggðu lánin: ●Fylgið lögum og leiðréttið vexti útistandandi óverðtryggðra lána neytenda í þá sem var upphaflega samið um enda eru skilmálarnir um breytingar á þeim ólöglegir. ●Endurgreiðið með dráttarvöxtum alla þegar oftekna vexti umfram samningsvexti! ●Bjóðið neytendum óverðtryggð lán með föstum vöxtum allan lánstímann og hafið þá engar áhyggjur af því að verða gripnir aftur glóðvolgir því það er fullkomlega löglegt. ●Ef þið viljið endilega bjóða neytendum óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum, farið þá framvegis eftir ykkar eigin greiðslumati og hækkið ekki vexti á neinu slíku láni umfram það sem þið höfðuð sjálfir reiknað út að rúmaðist innan greiðslugetu lántakandans því þá amast varla neinn yfir vaxtabreytingum innan þeirra marka. Sérlausn vegna fyrstu kaupa: ●Greiðslujöfnun: Til að auðvelda fyrstu kaupendum að standast greiðslumat getur lánið verið afborgunarlaust þannig að eingöngu eru greiddir vextir af því fyrstu 3-5 árin. Að þeim tíma liðnum er greiðslumatið endurnýjað og greiðslubyrðin aðlöguð að því svo að afborganir af höfuðstól hefjist. Þetta er svo endurtekið með jafn löngu millibili á lánstímanum þar til greiðslubyrðin samsvarar því sem nægir til að greiða lánið að endingu niður að fullu. ●Fyrstu kaupendur: Neytendur sem hafa ekki átt eigin íbúð undangengin 5 ár líkt og á við um opinber úrræði vegna fyrstu kaupa. Óverulegur eignarhlutur sem hefur ekki verið keyptur heldur fenginn í arf eða af svipuðum ástæðum telst ekki vera eigin íbúð. Lánveitendum er hjartanlega velkomið að leita ráða hjá Hagsmunasamtökum heimilanna um nánari útfærslur á þessum sem og öðrum lausnum í þágu neytenda á fjármálamarkaði. Heimilin eiga ekki að vera fóður fyrir bankana! Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun