Handbolti

Bernard fór mikinn en Vals­menn sluppu með sigurinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magnús Óli Magnússon var atkvæðamestur hjá Valsmönnum í kvöld.
Magnús Óli Magnússon var atkvæðamestur hjá Valsmönnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Valsmenn voru næstum því búnir að missa frá sér sigurinn þegar þeir fengu ÍR-inga í heimsókn á Hlíðarenda í Olís deild karla í handbolta í kvöld.

Valur vann leikinn á endanum með eins marka mun, 36-35

Valsliðið virtist ætlar að vinna öruggan sigur enda átta mörkum yfir í hálfleik, 21-13.

Baráttuglaðir ÍR-ingar gáfust ekki upp og komu muninum niður í eitt mark undir lokin.

Valsliðið hélt út og vann sinn fimmta sigur í fyrstu átta umferðunum. Liðið komst því upp að hlið Aftureldingar og KA en öll liðinu eru með tíu stig.

Hinn ungi Bernard Kristján Owusu Darkoh var frábær hjá ÍR í kvöld og skoraði þrettán mörk úr aðeins átján skotum en ekkert marka hans kom úr víti.

Baldur Fritz Bjarnason var með sjö mörk og fimm stoðsendingar en fékk líka rautt spjald undir lokin.

Magnús Óli Magnússon var frábær hjá Val með ellefu mörk og hinn ungi Gunnar Róbertsson skoraði átta mörk. Daníel Montoro skoraði sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×