Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. október 2025 08:02 Kristófer Acox gæti enn átt yfir höfði sér refsingu fyrir sinn þátt í að auglýsa veðmál í Bónus-deildinni fyrir ólöglega veðmálasíðu. Vísir / Guðmundur Mál Kristófers Acox vegna auglýsingar á ólöglegri veðmálastarfsemi er enn til skoðunar hjá KKÍ sem hefur fengið fleiri ábendingar á þeim nótum. Framkvæmdastjóri sambandsins kallar eftir breytingum á úreltri löggjöf með það fyrir augum að erlend veðmálafyrirtæki séu skattskyld hérlendis. Veðmálastarfsemi hefur verið mikið til umræðu hérlendis undanfarnar vikur, sér í lagi eftir að mynd af Kristófer Acox var birt á samfélagsmiðlum Coolbet, ólöglegri erlendri veðmálasíðu, ásamt uppástungu að veðmálum á leiki í Bónus-deild karla á samfélagsmiðlum. Hannes S. Jónsson framkvæmdastjóri KKÍ vill lítið sjá sig um einstök mál en segir að enn sé til skoðunar hvort eigi að refsa eigi Kristófer vegna auglýsingarinnar. Rætt var við hann í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöld. „Við höfum verið að skoða þetta mál og munum skoða það áfram. Hvað er að auglýsa og hvað er ekki að auglýsa? Það er ljóst að öllum sem koma nálægt íslenskum körfubolta eða íþróttum er bannað að veðja á sína eigin leiki en það er ekki staðan í þessu máli,“ segir Hannes og bætir við: „Það hafa fleiri mál komið inn á borð til okkar eftir að þetta kom upp.“ Því sé þörf á sameiginlegu átaki og líkt og Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, hefur greint frá hefur verið fundað stíft um málið innan hreyfingarinnar. Hagsmunir ÍSÍ eru miklir vegna stórs eignarhluta í Íslenskum getraunum og íslenskri getspá sem hafa sérleyfi á íslenskum markaði. Lög um fjárhættuspil hafa ekki tekið breytingum Í 14 ár og á þeim tíma hefur hlutdeild téðra erlendra veðmálasíðna aukist til muna þar sem talið er að Íslendingar veðji á íþróttaleiki fyrir um 20 milljarða á ári. Íþróttahreyfingin hefur barist hart gegn breytingum en nú kveður við nýjan tón. Kominn tími á breytingar „Það er kominn tími á það að við breytum öllu þessu regluverki varðandi veðmálastarfsemi á Íslandi, þegar kemur að veðmálum á íþróttaleiki. Við erum með veðmálastarfsemi í dag sem einskorðast við íslenskt fyrirtæki og það fer í íslenska íþróttahreyfingu og annað, en við þurfum að taka næsta skref og skoða þessi mál,“ segir Hannes sem kallar eftir því að íþróttahreyfing og stjórnvöld taki höndum saman við að skattleggja starfsemina og skila þannig tekjum af henni hingað til lands. „Þessi starfsemi ólöglegra fyrirtækja hér á landi þarf að vera þannig að það komi af því skattar hingað inn eða að því fylgi skyldur. Við þurfum alla vega með einhverju móti að fá af þessu tekjur,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. KKÍ Fjárhættuspil ÍSÍ Tengdar fréttir Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 23. október 2025 12:02 Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00 Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox gæti átt yfir höfði sér sekt frá Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu. Kristófer var andlit auglýsingar um veðmál á leiki í deildinni sem hann spilar sjálfur í; Bónus-deildinni. 10. október 2025 07:02 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Veðmálastarfsemi hefur verið mikið til umræðu hérlendis undanfarnar vikur, sér í lagi eftir að mynd af Kristófer Acox var birt á samfélagsmiðlum Coolbet, ólöglegri erlendri veðmálasíðu, ásamt uppástungu að veðmálum á leiki í Bónus-deild karla á samfélagsmiðlum. Hannes S. Jónsson framkvæmdastjóri KKÍ vill lítið sjá sig um einstök mál en segir að enn sé til skoðunar hvort eigi að refsa eigi Kristófer vegna auglýsingarinnar. Rætt var við hann í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöld. „Við höfum verið að skoða þetta mál og munum skoða það áfram. Hvað er að auglýsa og hvað er ekki að auglýsa? Það er ljóst að öllum sem koma nálægt íslenskum körfubolta eða íþróttum er bannað að veðja á sína eigin leiki en það er ekki staðan í þessu máli,“ segir Hannes og bætir við: „Það hafa fleiri mál komið inn á borð til okkar eftir að þetta kom upp.“ Því sé þörf á sameiginlegu átaki og líkt og Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, hefur greint frá hefur verið fundað stíft um málið innan hreyfingarinnar. Hagsmunir ÍSÍ eru miklir vegna stórs eignarhluta í Íslenskum getraunum og íslenskri getspá sem hafa sérleyfi á íslenskum markaði. Lög um fjárhættuspil hafa ekki tekið breytingum Í 14 ár og á þeim tíma hefur hlutdeild téðra erlendra veðmálasíðna aukist til muna þar sem talið er að Íslendingar veðji á íþróttaleiki fyrir um 20 milljarða á ári. Íþróttahreyfingin hefur barist hart gegn breytingum en nú kveður við nýjan tón. Kominn tími á breytingar „Það er kominn tími á það að við breytum öllu þessu regluverki varðandi veðmálastarfsemi á Íslandi, þegar kemur að veðmálum á íþróttaleiki. Við erum með veðmálastarfsemi í dag sem einskorðast við íslenskt fyrirtæki og það fer í íslenska íþróttahreyfingu og annað, en við þurfum að taka næsta skref og skoða þessi mál,“ segir Hannes sem kallar eftir því að íþróttahreyfing og stjórnvöld taki höndum saman við að skattleggja starfsemina og skila þannig tekjum af henni hingað til lands. „Þessi starfsemi ólöglegra fyrirtækja hér á landi þarf að vera þannig að það komi af því skattar hingað inn eða að því fylgi skyldur. Við þurfum alla vega með einhverju móti að fá af þessu tekjur,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
KKÍ Fjárhættuspil ÍSÍ Tengdar fréttir Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 23. október 2025 12:02 Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00 Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox gæti átt yfir höfði sér sekt frá Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu. Kristófer var andlit auglýsingar um veðmál á leiki í deildinni sem hann spilar sjálfur í; Bónus-deildinni. 10. október 2025 07:02 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 23. október 2025 12:02
Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00
Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox gæti átt yfir höfði sér sekt frá Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu. Kristófer var andlit auglýsingar um veðmál á leiki í deildinni sem hann spilar sjálfur í; Bónus-deildinni. 10. október 2025 07:02