Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar 24. október 2025 07:47 „Af hverju eruð þið alltaf að tala um karlastörf og kvennastörf? Er ekki starf bara starf?“ spurði þátttakandi á námskeiði um starfagreiningar og virðismat starfa. Spurningin kemur reglulega upp og er fullkomlega skiljanleg. Á yfirborðinu virðist kyn ekki eiga að skipta máli í samfélagi þar sem ábyrgð, skyldur og kröfur til fólks í starfi eru í dag sambærilegar, óháð kyni. En þrátt fyrir miklar framfarir erum við ekki enn komin á þann stað að kyn skipti engu máli þegar kemur að launum. Kynbundinn launamunur, konum í óhag, er enn til staðar, hvort sem litið er til atvinnutekna, óleiðréttra eða leiðréttra launa. Rannsóknir sýna jafnframt að þegar konur verða meirihluti í ákveðinni starfstétt lækkar virði hennar og þar með launin. Launamunur kynjanna tengist því ekki einstaklingunum sjálfum eða eðli starfa, heldur samfélagslegu virðismati á störfum eftir kyni. Virðismat samfélagsins Hagstofa Íslands hefur bent á að kynskiptur vinnumarkaður sé meginorsök kynbundins launamunar, að karlar og konur starfa að jafnaði í ólíkum störfum og atvinnugreinum, og þau störf sem konur sinna eru almennt metin lægra. Á Íslandi höfum við þó löngum verið sammála um og lögfest meginregluna, að greiða skuli jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. En þá vaknar spurningin: Hvernig vitum við hvaða störf eru jafn verðmæt? Það kann að virðast flókið, en það er hægt. Virðismat starfa felst í því að greina hvaða kröfur starf gerir til starfsfólks, til dæmis um þekkingu, ábyrgð, álag og vinnuumhverfi, og meta þær með hlutlægum og málefnalegum viðmiðum sem hafa verið þróuð með hliðsjón af jafnrétti og fjölbreytileika á vinnumarkaði. Þannig má bera saman störf á sanngjarnan hátt og tryggja að laun endurspegli raunverulegt virði, ekki kynbundin viðhorf. Slíkt matskerfi hefur verið notað hér á landi um áratuga skeið, meðal annars hjá sveitarfélögum, og Alþjóðavinnumálastofnunin hefur sett fram skýrar leiðbeiningar til að styðja við framkvæmdina. Baráttan heldur áfram Jafnlaunastofa vinnur daglega að því að styðja vinnuveitendur í þessari vinnu – með fræðslu, þróun virðismatskerfa og ráðgjöf um virðismat starfa í þágu launajafnréttis. Í dag, þegar fimmtíu ár eru liðin frá Kvennafrídeginum þar sem konur á Íslandi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns, er mikilvægt að draga fram hvernig hægt sé að vinna gegn kynbundnum launamun. Á Jafnlaunastofu reynum við að draga fram áður ósýnilega þætti og meta. Því það sem mælist ekki, breytist ekki. Virðismat starfa gerir okkur kleift að sjá hið ósýnilega, að meta störf á sanngjarnan hátt og tryggja að laun séu byggð á verðmæti, ekki kyni. Við á Jafnlaunastofu ætlum ekki að gefast upp fyrr en jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf eru ekki lengur baráttumál heldur sjálfsögð staðreynd. Höfundar eru starfsfólk Jafnlaunastofu og er greinin skrifuð í tilefni 50 ára afmælis Kvennafrídagsins. Alma Mjöll Ómarsdóttir Auður Lilja Erlingsdóttir Bjarni Þóroddsson Bryndís Guðmundsdóttir Daníel E. Arnarsson Helena Björk Bjarkadóttir Helga Björg O. Ragnarsdóttir Isabel Alejandra Díaz María Björk Lárusdóttir Ragnheiður Davíðsdóttir Rósa Björk Bergþórsdóttir Sigríður Finnbogadóttir Silja Snædal Steinvör Laufey Jónsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
„Af hverju eruð þið alltaf að tala um karlastörf og kvennastörf? Er ekki starf bara starf?“ spurði þátttakandi á námskeiði um starfagreiningar og virðismat starfa. Spurningin kemur reglulega upp og er fullkomlega skiljanleg. Á yfirborðinu virðist kyn ekki eiga að skipta máli í samfélagi þar sem ábyrgð, skyldur og kröfur til fólks í starfi eru í dag sambærilegar, óháð kyni. En þrátt fyrir miklar framfarir erum við ekki enn komin á þann stað að kyn skipti engu máli þegar kemur að launum. Kynbundinn launamunur, konum í óhag, er enn til staðar, hvort sem litið er til atvinnutekna, óleiðréttra eða leiðréttra launa. Rannsóknir sýna jafnframt að þegar konur verða meirihluti í ákveðinni starfstétt lækkar virði hennar og þar með launin. Launamunur kynjanna tengist því ekki einstaklingunum sjálfum eða eðli starfa, heldur samfélagslegu virðismati á störfum eftir kyni. Virðismat samfélagsins Hagstofa Íslands hefur bent á að kynskiptur vinnumarkaður sé meginorsök kynbundins launamunar, að karlar og konur starfa að jafnaði í ólíkum störfum og atvinnugreinum, og þau störf sem konur sinna eru almennt metin lægra. Á Íslandi höfum við þó löngum verið sammála um og lögfest meginregluna, að greiða skuli jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. En þá vaknar spurningin: Hvernig vitum við hvaða störf eru jafn verðmæt? Það kann að virðast flókið, en það er hægt. Virðismat starfa felst í því að greina hvaða kröfur starf gerir til starfsfólks, til dæmis um þekkingu, ábyrgð, álag og vinnuumhverfi, og meta þær með hlutlægum og málefnalegum viðmiðum sem hafa verið þróuð með hliðsjón af jafnrétti og fjölbreytileika á vinnumarkaði. Þannig má bera saman störf á sanngjarnan hátt og tryggja að laun endurspegli raunverulegt virði, ekki kynbundin viðhorf. Slíkt matskerfi hefur verið notað hér á landi um áratuga skeið, meðal annars hjá sveitarfélögum, og Alþjóðavinnumálastofnunin hefur sett fram skýrar leiðbeiningar til að styðja við framkvæmdina. Baráttan heldur áfram Jafnlaunastofa vinnur daglega að því að styðja vinnuveitendur í þessari vinnu – með fræðslu, þróun virðismatskerfa og ráðgjöf um virðismat starfa í þágu launajafnréttis. Í dag, þegar fimmtíu ár eru liðin frá Kvennafrídeginum þar sem konur á Íslandi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns, er mikilvægt að draga fram hvernig hægt sé að vinna gegn kynbundnum launamun. Á Jafnlaunastofu reynum við að draga fram áður ósýnilega þætti og meta. Því það sem mælist ekki, breytist ekki. Virðismat starfa gerir okkur kleift að sjá hið ósýnilega, að meta störf á sanngjarnan hátt og tryggja að laun séu byggð á verðmæti, ekki kyni. Við á Jafnlaunastofu ætlum ekki að gefast upp fyrr en jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf eru ekki lengur baráttumál heldur sjálfsögð staðreynd. Höfundar eru starfsfólk Jafnlaunastofu og er greinin skrifuð í tilefni 50 ára afmælis Kvennafrídagsins. Alma Mjöll Ómarsdóttir Auður Lilja Erlingsdóttir Bjarni Þóroddsson Bryndís Guðmundsdóttir Daníel E. Arnarsson Helena Björk Bjarkadóttir Helga Björg O. Ragnarsdóttir Isabel Alejandra Díaz María Björk Lárusdóttir Ragnheiður Davíðsdóttir Rósa Björk Bergþórsdóttir Sigríður Finnbogadóttir Silja Snædal Steinvör Laufey Jónsdóttir
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar