Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2025 10:30 Halla forseti ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Ríkisstjórnin flýtti reglubundnum föstudagsfundi sínum sem borið hefði upp á kvennafrídaginn og fundaði þess í stað í morgun. Vísir/Viktor Freyr Halla Tómasdóttir forseti Íslands ætlar að taka sér frí á morgun til að standa með systrum sínum og bræðum gegn ofbeldi. Hún segir brýnt að kalla eftir enn virkari þátttöku karla og drengja í jafnréttisbaráttunni. Þetta segir Halla í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Tilefnið er Kvennafrídagurinn á morgun þar sem konur eru hvattar til að leggja niður hvort sem er launuð eða ólaunuð störf. Dagskrá verður á Arnarhóli eftir hádegið en fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum árið 1975. „Jafnréttismál eru ekki einkamál kvenna. Þau snerta alla. Þau eru forsenda velmegunar, lýðræðis, nýsköpunar og friðar. Hér á landi höfum við gert mikilvægar breytingar á lagaramma jafnréttismála. Við höfum viðurkennt leikskóla sem fyrsta stig menntunar, innleitt foreldraorlof, kynjaða fjárlagagerð, jafnlaunavottun og kynjakvóta. Þetta eru ekki gallalaus úrræði en þau hafa fært okkur fram á við. Þau skipta máli,“ segir Halla í greininni. Baráttunni sé ekki lokið. „Á kvennafrídeginum árið 2023 settu skipuleggjendur fram skýrar kröfur um að útrýma þyrfti kynbundnu ofbeldi, jafna að fullu launamun, bæta stöðu mæðra og vinna gegn mismunun á vinnumarkaði. Tveimur árum síðar eru flestar þessar kröfur enn aðkallandi. Ég vil sérstaklega nefna stöðu kvenna af erlendum uppruna, kvenna með fötlun og hinsegin fólks hér á landi. Þau verða oftar en við hin fyrir misréttinu sem móðir mín og systur hennar neituðu að sætta sig við fyrir hálfri öld.“ Um leið og við minnumst kvennafrídagsins og framfaranna síðustu hálfa öld sé brýnt að kalla eftir enn virkari þátttöku karla og drengja í jafnréttisbaráttunni. „Karlmanna sem hafna skaðlegum hugmyndum, axla ábyrgð og taka af alvöru þátt í að skapa samfélag byggt á víðtæku jafnrétti og virðingu fyrir fjölbreytileika. Hvergi er þessi þátttaka mikilvægari en í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi – bæði í raunheimum og á netinu. Ný lög gegn stafrænu ofbeldi eru skref í rétta átt en lögin nægja ekki ein og sér. Við þurfum í sameiningu að skapa menningu sem byggð er á virðingu, umburðarlyndi og víðsýni – menningu sem birtist í hversdagslegum samskiptum sem styrkja í stað þess að brjóta niður.“ Tilefni sé til að fagna framtíðarsýn kvennafrídagsins 2025 með aðgerðum en ekki aðeins orðum. Ekki einhvern tímann, heldur núna. „Sjálf mun ég taka mér frí 24. október og standa með systrum mínum og bræðrum gegn ofbeldi og með friði og framförum sem byggjast á jafnrétti fyrir alla.“ Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Þetta segir Halla í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Tilefnið er Kvennafrídagurinn á morgun þar sem konur eru hvattar til að leggja niður hvort sem er launuð eða ólaunuð störf. Dagskrá verður á Arnarhóli eftir hádegið en fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum árið 1975. „Jafnréttismál eru ekki einkamál kvenna. Þau snerta alla. Þau eru forsenda velmegunar, lýðræðis, nýsköpunar og friðar. Hér á landi höfum við gert mikilvægar breytingar á lagaramma jafnréttismála. Við höfum viðurkennt leikskóla sem fyrsta stig menntunar, innleitt foreldraorlof, kynjaða fjárlagagerð, jafnlaunavottun og kynjakvóta. Þetta eru ekki gallalaus úrræði en þau hafa fært okkur fram á við. Þau skipta máli,“ segir Halla í greininni. Baráttunni sé ekki lokið. „Á kvennafrídeginum árið 2023 settu skipuleggjendur fram skýrar kröfur um að útrýma þyrfti kynbundnu ofbeldi, jafna að fullu launamun, bæta stöðu mæðra og vinna gegn mismunun á vinnumarkaði. Tveimur árum síðar eru flestar þessar kröfur enn aðkallandi. Ég vil sérstaklega nefna stöðu kvenna af erlendum uppruna, kvenna með fötlun og hinsegin fólks hér á landi. Þau verða oftar en við hin fyrir misréttinu sem móðir mín og systur hennar neituðu að sætta sig við fyrir hálfri öld.“ Um leið og við minnumst kvennafrídagsins og framfaranna síðustu hálfa öld sé brýnt að kalla eftir enn virkari þátttöku karla og drengja í jafnréttisbaráttunni. „Karlmanna sem hafna skaðlegum hugmyndum, axla ábyrgð og taka af alvöru þátt í að skapa samfélag byggt á víðtæku jafnrétti og virðingu fyrir fjölbreytileika. Hvergi er þessi þátttaka mikilvægari en í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi – bæði í raunheimum og á netinu. Ný lög gegn stafrænu ofbeldi eru skref í rétta átt en lögin nægja ekki ein og sér. Við þurfum í sameiningu að skapa menningu sem byggð er á virðingu, umburðarlyndi og víðsýni – menningu sem birtist í hversdagslegum samskiptum sem styrkja í stað þess að brjóta niður.“ Tilefni sé til að fagna framtíðarsýn kvennafrídagsins 2025 með aðgerðum en ekki aðeins orðum. Ekki einhvern tímann, heldur núna. „Sjálf mun ég taka mér frí 24. október og standa með systrum mínum og bræðrum gegn ofbeldi og með friði og framförum sem byggjast á jafnrétti fyrir alla.“
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira