Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2025 13:17 Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Veginum um Fjarðarheiði hefur verið lokað vegna ófærðar og björgunarsveitir eru farnar á vettvang til að aðstoða ökumenn sem sitja fastir í bílum á heiðinni. Óvíst er hvenær hægt verður að opna aftur fyrir umferð um heiðina en gular veðurviðvaranir eru í gildi víða sunnan- og austanlands þar til seint í kvöld. Þá hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til að aðstoða fólk sem er fast á veginum um Kjöl. Lögreglan bendir á að nú þegar veturinn er að skella á sé tími til að huga að vetrardekkjunum og kynna sér aðstæður áður en lagt er af stað. Veginum um Fjarðarheiði var lokað fyrir hádegi í dag en á vef Vegagerðarinnar segir að óvíst sé hvort það takist opna hana aftur í dag. Staðan verði endurmetin klukkan tvö. Austurfrétt greinir frá því að moksturstæki hafi verið á heiðinni í morgun en að ákveðið hafi verið að loka eftir að nokkrir bílar höfðu farið út af veginum. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfestir í samtali við Vísi að björgunarsveitir aðstoði nú fólk sem er fast á heiðinni við að komast niður. Eitthvað hefur einnig verið um að rútur með erlendum ferðamönnum hafi lagt á heiðina, en næsta ferð Norrænu á samkvæmt áætlun að leggja frá Seyðisfirði klukkan átta annað kvöld. Víða vetrarfærð og útköll á nokkrum stöðum Rétt fyrir klukkan eitt í dag barst svo útkall til björgunarsveitarinnar á Blönduósi vegna fólks sem hefur fest bíl sinn á veginum um Kjöl. Björgunarfélag Hornafjarðar var einnig kallað út í morgun vegna foktjóns og þá fóru björgunarsveitir til aðstoðar vegna bíls sem sat fastur við Norðfjarðargöng að sögn Jóns Þórs. Í gær hafi fólk lent í vandræðum einnig á Siglufjarðarvegi á leiðinni inn til Siglufjarðar og fóru björgunarsveitir í nágrenninu af stað þeim til aðstoðar. Óvissustig er einnig í gildi vegna snjóflóðahættu á Fagradal þar sem er snjóþekja, hálka og skafrenningur. Snjóflóðahætta er einnig á fjallvegum á Norður- og Vesturlandi samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar og er vetrarfærð, hálka eða éljagangur víða á vegum norðan og austanlands sem og á Vestfjörðum en greiðfært að mestu sunnan til á landinu. Tími kominn til að huga að vetrardekkjum Lögreglan á Norðurlandi vestra bendir á í færslu á Facebook í dag að nú sé veturinn mættur og tilefni til að huga að því hvort farartækin séu klár. „Snjór og hálka eru farin að gera vart við sig víða um umdæmið, og nú er rétti tíminn til að skipta yfir á vetrardekk ef fólk er ekki búið að því nú þegar. Rétt útbúinn bíll skiptir sköpum fyrir öryggi allra í umferðinni. Ef bíllinn er ekki kominn á vetrardekk eða er illa búinn fyrir aðstæður, látum hann bíða og göngum frekar. Það er alltaf betra að komast seinna á áfangastað – eða einfaldlega ekki leggja í hann – en að lenda í slysi,” segir meðal annars í færslunni. Um leið er ökumönnum bent á að huga að ástandi dekkja og loftþrýstingi, að aka varlega og miða hraða við aðstæður. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tekur í svipaðan streng í samtali við Vísi. „Það skiptir máli að menn séu búnir til aksturs við þær aðstæður sem eru. Tímasetningin 1. Nóvember með nagladekkin, við erum ekki að fara eftir því heldur eru það aðstæður. Ef að aðstæður krefjast þess að menn séu á nagladekkjum, þá eru menn á nagladekkjum. Enda segir reglugerðin það,“ segir Þorsteinn M. Kristjánsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi. Veður Færð á vegum Björgunarsveitir Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Sjá meira
Veginum um Fjarðarheiði var lokað fyrir hádegi í dag en á vef Vegagerðarinnar segir að óvíst sé hvort það takist opna hana aftur í dag. Staðan verði endurmetin klukkan tvö. Austurfrétt greinir frá því að moksturstæki hafi verið á heiðinni í morgun en að ákveðið hafi verið að loka eftir að nokkrir bílar höfðu farið út af veginum. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfestir í samtali við Vísi að björgunarsveitir aðstoði nú fólk sem er fast á heiðinni við að komast niður. Eitthvað hefur einnig verið um að rútur með erlendum ferðamönnum hafi lagt á heiðina, en næsta ferð Norrænu á samkvæmt áætlun að leggja frá Seyðisfirði klukkan átta annað kvöld. Víða vetrarfærð og útköll á nokkrum stöðum Rétt fyrir klukkan eitt í dag barst svo útkall til björgunarsveitarinnar á Blönduósi vegna fólks sem hefur fest bíl sinn á veginum um Kjöl. Björgunarfélag Hornafjarðar var einnig kallað út í morgun vegna foktjóns og þá fóru björgunarsveitir til aðstoðar vegna bíls sem sat fastur við Norðfjarðargöng að sögn Jóns Þórs. Í gær hafi fólk lent í vandræðum einnig á Siglufjarðarvegi á leiðinni inn til Siglufjarðar og fóru björgunarsveitir í nágrenninu af stað þeim til aðstoðar. Óvissustig er einnig í gildi vegna snjóflóðahættu á Fagradal þar sem er snjóþekja, hálka og skafrenningur. Snjóflóðahætta er einnig á fjallvegum á Norður- og Vesturlandi samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar og er vetrarfærð, hálka eða éljagangur víða á vegum norðan og austanlands sem og á Vestfjörðum en greiðfært að mestu sunnan til á landinu. Tími kominn til að huga að vetrardekkjum Lögreglan á Norðurlandi vestra bendir á í færslu á Facebook í dag að nú sé veturinn mættur og tilefni til að huga að því hvort farartækin séu klár. „Snjór og hálka eru farin að gera vart við sig víða um umdæmið, og nú er rétti tíminn til að skipta yfir á vetrardekk ef fólk er ekki búið að því nú þegar. Rétt útbúinn bíll skiptir sköpum fyrir öryggi allra í umferðinni. Ef bíllinn er ekki kominn á vetrardekk eða er illa búinn fyrir aðstæður, látum hann bíða og göngum frekar. Það er alltaf betra að komast seinna á áfangastað – eða einfaldlega ekki leggja í hann – en að lenda í slysi,” segir meðal annars í færslunni. Um leið er ökumönnum bent á að huga að ástandi dekkja og loftþrýstingi, að aka varlega og miða hraða við aðstæður. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tekur í svipaðan streng í samtali við Vísi. „Það skiptir máli að menn séu búnir til aksturs við þær aðstæður sem eru. Tímasetningin 1. Nóvember með nagladekkin, við erum ekki að fara eftir því heldur eru það aðstæður. Ef að aðstæður krefjast þess að menn séu á nagladekkjum, þá eru menn á nagladekkjum. Enda segir reglugerðin það,“ segir Þorsteinn M. Kristjánsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Veður Færð á vegum Björgunarsveitir Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Sjá meira