Málið er dautt (A Modest Proposal) Eiríkur Kristjánsson skrifar 22. október 2025 09:32 Í tveimur frægum skáldsögum er lífinu í einræðisríkjum framtíðarinnar lýst. George Orwell segir frá Oceaniu, þar sem Stóri bróðir vakir yfir hverri hreyfingu og hugsun borgaranna. Mannkynssagan er endurskrifuð reglulega af yfirvöldum og ritskoðun ströng. Hvers kyns óhlýðni er mætt af hörku og hugsun fólks stjórnað með ótta við refsingu. Aldous Huxley dregur upp aðra mynd í Veröld ný og góð, þar sem upplýsingar, ýmist áreiðanlegar eða ekki, flæða svo óheft að borgararnir verða afhuga þeim. Hegðun fólks er stjórnað með lyfjagjöf, dáleiðslu og tafarlausri fullnægingu allra mögulegra hvata. Manneskja sem aldrei þarf að sýna þolinmæði missir hæfileikann til þess og verður ekki líkleg til að storka yfirvöldum. Stjórnvöld nota nautnir til að stýra fólki, frekar en sársauka. Því miður virðast báðir höfundar hafa orðið sannspáir um ýmislegt en ég tek undir með Neil Postman – sem ég stal þessum samanburði frá – um að Huxley hafi haft yfirhöndina. Í samfélagi okkar er ofgnótt upplýsinga (þökk sé tækninýjungum) en læsi fer hnignandi (einnig þökk sé tækninýjungum). Við þessu mætti bregðast með þjálfun í notkun nýrrar tækni en ég ætla hér að stinga upp á allt öðru. Vendum því kvæðinu. Halldór Laxness, í úttekt á stöðu íslenskunnar árið 1959, sagði að ekki síðan á átjándu öld hefðu „vaðið uppi dönskuslettur hjá lærðum sem leikum einsog nú, þó hvergi meira en hjá úngu fólki sem kann ekki dönsku.“ Og lausnin á þessu vandamáli íslenskunnar væri einmitt kennsla í dönsku, enda gerði slík kunnátta eyrun næmari fyrir slettunum. Mér varð hugsað til þessa nýlega þegar ég heyrði ungan dreng tala um að „geta ekki staðist“ vondan mat. Þessi setning gengur upp ef maður hugsar hana á ensku, eins og hann var einmitt að gera. Ef draumur sumra í dag um Laxness-læsi ungmenna rætist, gæti það einmitt endað með ófyrirséðum dönskuáhuga. En nú langar mig að stinga upp á enn betra tungumáli til að læra, og það er latína. Samkvæmt nýjustu fréttum telst hún reyndar dautt tungumál og hefur verið um hríð. Og þá er spurningin: Af hverju í heitasta helvíti ættum við ekki að leyfa henni að hvíla í friði? Þessu skulum við reyna að svara með smá tilraun. Prófum að horfa á íslenskan texta (t.d. auglýsingaskilti) og reynum að ekki lesa orðin. Þetta er nánast ómögulegt, og að sama skapi er erfitt að lesa móðurmálið sitt hægt og gaumgæfilega, atkvæði fyrir atkvæði, staf fyrir staf. Til þess að æfa sig í að lesa vandlega er gagnlegt að hægja á lestrinum, og til að hægja á lestrinum er gagnlegt að skipta um tungumál. Ef málið er framandi verður lesturinn nauðsynlega hægari og vandaðri. (Ef maður vill hægja enn meira á er hægt að velja tungumál með framandi letri, eins og grísku eða sanskrít, en látum hverjum degi nægja sína þjáningu). Nú vill svo til að latína hefur mjög svipaða málfræðilega uppbyggingu og íslenska, og er því tilvalin til að æfa sig í íslenskri málfræði, ekki ósvipað því þegar sjúkraþjálfari kennir fullorðinni manneskju að ganga eftir meiðsli, með einum vöðva í einu. Fyrir utan þessa hugarþjálfun hefur latínan að geyma tvo þriðju af orðaforða enskunnar, sem fáir efast um að gott sé að kunna vel. Ávinningur af latínulestri er dýpri skilningur á móðurmálinu, sem síðan gerir latínuna auðveldari á móti. Og eitt stærsta verkefni enskunemenda, orðaforðinn gríðarstóri, verður gagnsær og þægilegur ef maður kann þó ekki nema fáein orð í latínu. Það er deginum ljósara að latínunemendur munu ekki nota kunnáttu sína til að fitja upp á samræðum við marga rómverska borgara. En að sama skapi grunar mig að líkamsræktarstöðvar séu ekki hugsaðar til að gera fólki kleift að tína upp handlóð á förnum vegi og bera heim í hrúgu á stofugólfinu. Þar hafið þið það: einföld lausn gegn tvennum vanda. Með latínukennslu er hægt að bæta bæði lestrarfærni og íslenskukunnáttu í einu vetfangi. Á dögunum bárust reyndar fréttir um þrjár grimmar flugur sem hafa gert sig heimakomnar hér á landi í fullkominni óþökk landsmanna. Við skulum því ekki fagna of fljótt þótt tvær verði slegnar í einu höggi. Sigurinn er ekki í höfn enn. Í ljóðinu Ég kom þar segist Jón Helgason kveða „á tungu sem kennd er til frostéls og fanna / af fáum skilin, lítils metin af öllum“. Fólki sem þykir vænt um móðurmál Jóns ætti að vera augljóst hversu dýrmæt latínan er líka. Höfundur er latínukennari við Menntaskólann í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Bókmenntir Halldór Laxness Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í tveimur frægum skáldsögum er lífinu í einræðisríkjum framtíðarinnar lýst. George Orwell segir frá Oceaniu, þar sem Stóri bróðir vakir yfir hverri hreyfingu og hugsun borgaranna. Mannkynssagan er endurskrifuð reglulega af yfirvöldum og ritskoðun ströng. Hvers kyns óhlýðni er mætt af hörku og hugsun fólks stjórnað með ótta við refsingu. Aldous Huxley dregur upp aðra mynd í Veröld ný og góð, þar sem upplýsingar, ýmist áreiðanlegar eða ekki, flæða svo óheft að borgararnir verða afhuga þeim. Hegðun fólks er stjórnað með lyfjagjöf, dáleiðslu og tafarlausri fullnægingu allra mögulegra hvata. Manneskja sem aldrei þarf að sýna þolinmæði missir hæfileikann til þess og verður ekki líkleg til að storka yfirvöldum. Stjórnvöld nota nautnir til að stýra fólki, frekar en sársauka. Því miður virðast báðir höfundar hafa orðið sannspáir um ýmislegt en ég tek undir með Neil Postman – sem ég stal þessum samanburði frá – um að Huxley hafi haft yfirhöndina. Í samfélagi okkar er ofgnótt upplýsinga (þökk sé tækninýjungum) en læsi fer hnignandi (einnig þökk sé tækninýjungum). Við þessu mætti bregðast með þjálfun í notkun nýrrar tækni en ég ætla hér að stinga upp á allt öðru. Vendum því kvæðinu. Halldór Laxness, í úttekt á stöðu íslenskunnar árið 1959, sagði að ekki síðan á átjándu öld hefðu „vaðið uppi dönskuslettur hjá lærðum sem leikum einsog nú, þó hvergi meira en hjá úngu fólki sem kann ekki dönsku.“ Og lausnin á þessu vandamáli íslenskunnar væri einmitt kennsla í dönsku, enda gerði slík kunnátta eyrun næmari fyrir slettunum. Mér varð hugsað til þessa nýlega þegar ég heyrði ungan dreng tala um að „geta ekki staðist“ vondan mat. Þessi setning gengur upp ef maður hugsar hana á ensku, eins og hann var einmitt að gera. Ef draumur sumra í dag um Laxness-læsi ungmenna rætist, gæti það einmitt endað með ófyrirséðum dönskuáhuga. En nú langar mig að stinga upp á enn betra tungumáli til að læra, og það er latína. Samkvæmt nýjustu fréttum telst hún reyndar dautt tungumál og hefur verið um hríð. Og þá er spurningin: Af hverju í heitasta helvíti ættum við ekki að leyfa henni að hvíla í friði? Þessu skulum við reyna að svara með smá tilraun. Prófum að horfa á íslenskan texta (t.d. auglýsingaskilti) og reynum að ekki lesa orðin. Þetta er nánast ómögulegt, og að sama skapi er erfitt að lesa móðurmálið sitt hægt og gaumgæfilega, atkvæði fyrir atkvæði, staf fyrir staf. Til þess að æfa sig í að lesa vandlega er gagnlegt að hægja á lestrinum, og til að hægja á lestrinum er gagnlegt að skipta um tungumál. Ef málið er framandi verður lesturinn nauðsynlega hægari og vandaðri. (Ef maður vill hægja enn meira á er hægt að velja tungumál með framandi letri, eins og grísku eða sanskrít, en látum hverjum degi nægja sína þjáningu). Nú vill svo til að latína hefur mjög svipaða málfræðilega uppbyggingu og íslenska, og er því tilvalin til að æfa sig í íslenskri málfræði, ekki ósvipað því þegar sjúkraþjálfari kennir fullorðinni manneskju að ganga eftir meiðsli, með einum vöðva í einu. Fyrir utan þessa hugarþjálfun hefur latínan að geyma tvo þriðju af orðaforða enskunnar, sem fáir efast um að gott sé að kunna vel. Ávinningur af latínulestri er dýpri skilningur á móðurmálinu, sem síðan gerir latínuna auðveldari á móti. Og eitt stærsta verkefni enskunemenda, orðaforðinn gríðarstóri, verður gagnsær og þægilegur ef maður kann þó ekki nema fáein orð í latínu. Það er deginum ljósara að latínunemendur munu ekki nota kunnáttu sína til að fitja upp á samræðum við marga rómverska borgara. En að sama skapi grunar mig að líkamsræktarstöðvar séu ekki hugsaðar til að gera fólki kleift að tína upp handlóð á förnum vegi og bera heim í hrúgu á stofugólfinu. Þar hafið þið það: einföld lausn gegn tvennum vanda. Með latínukennslu er hægt að bæta bæði lestrarfærni og íslenskukunnáttu í einu vetfangi. Á dögunum bárust reyndar fréttir um þrjár grimmar flugur sem hafa gert sig heimakomnar hér á landi í fullkominni óþökk landsmanna. Við skulum því ekki fagna of fljótt þótt tvær verði slegnar í einu höggi. Sigurinn er ekki í höfn enn. Í ljóðinu Ég kom þar segist Jón Helgason kveða „á tungu sem kennd er til frostéls og fanna / af fáum skilin, lítils metin af öllum“. Fólki sem þykir vænt um móðurmál Jóns ætti að vera augljóst hversu dýrmæt latínan er líka. Höfundur er latínukennari við Menntaskólann í Reykjavík
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun