„Þessi starfsemi er komin til að vera“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. október 2025 22:31 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Dómsmálaráðherra vill skoða að hleypa erlendum veðmálasíðum inn á íslenskan markað. Staðan eins og hún er sé alls ekki góð. Hún hallist ekki að því að banna hluti. Íslendingar stunda veðmál næst mest allra þjóða heims. Um tíu milljarðar króna renna úr landi árlega til erlendra spilasíðna sem ekki eru með starfsleyfi hér á landi. Lögin hafa vart verið uppfærð síðan árið 2005 og starfa erlendu vefsíðurnar í raun í skjóli úreltra laga sem gera lítið ráð fyrir erlendri netspilun. Óbreytt staða vandamál Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist vilja breyta reglunum. „Ég held að óbreytt staða sé vandamál. Við sjáum að þetta er risastór markaður og tölurnar hlaupa á milljörðum, jafnvel tugum milljarða. Óbreytt staða held ég að sé vandamál. Ég hef aðeins verið að skoða þetta og líta til þess hvernig regluverkinu á Norðurlöndunum er háttað. Ég held við þurfum að horfast í augu við það að þessi starfsemi er komin til að vera. Við séum frekar að horfa til þess hvernig við getum búið til eðlilega umgjörð þessara mála,“ segir Þorbjörg Sigríður. Vill ekki banna meira Fyrir þremur árum skilaði starfshópur á vegum ráðuneytisins skýrslu um málaflokkinn. Þar voru fulltrúar allra hagsmunaaðila en gátu þeir ómögulega komist að sameiginlegri niðurstöðu. Það bendir til þess að sama hvernig lögunum verður breytt, þá verður ákveðinn hópur ósáttur. Ráðherra hallast að því að opna markaðinn frekar en að loka honum meira. „Sjálf er ég þeirrar skoðunar að ég held að bann sé ekki lausnin út úr þessu. Svo er ég líka jarðtengd hvað varðar væntingar,“ segir Þorbjörg Sigríður. Þannig þig langar að reyna að opna aðeins á þennan markað hér á landi. Erlendir aðilar geti líka verið hér? „Ég held að það sé jarðtengdasta niðurstaðan. Ég er sjálf ekki hrifin af óþarfa bönnum. Mér finnst skipta máli að það verði heilbrigð umgjörð utan um þennan markað. Að við höfum yfirsýn, innsýn og reglur. Eftirlit og séum meðvituð um hætturnar þarna. En eins og ég segi, ég er ekki hrifin af algjöri banni á þessum markaði, nei.“ Fjárhættuspil Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Tengdar fréttir Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Viðskiptafræðingur veltir því fyrir sér hvort núverandi starfsumhverfi veðmálafyrirtækja valdi því að íslensk íþróttafélög verði af milljörðum króna. Flest íþróttafélaga landsins lepji nánast dauðann úr skel. 6. september 2025 19:58 Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Á Íslandi er einungis einn sérleyfishafi þegar að það snýr að veðmálum og þar af leiðandi er ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður hér á landi. 28. ágúst 2025 13:31 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Íslendingar stunda veðmál næst mest allra þjóða heims. Um tíu milljarðar króna renna úr landi árlega til erlendra spilasíðna sem ekki eru með starfsleyfi hér á landi. Lögin hafa vart verið uppfærð síðan árið 2005 og starfa erlendu vefsíðurnar í raun í skjóli úreltra laga sem gera lítið ráð fyrir erlendri netspilun. Óbreytt staða vandamál Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist vilja breyta reglunum. „Ég held að óbreytt staða sé vandamál. Við sjáum að þetta er risastór markaður og tölurnar hlaupa á milljörðum, jafnvel tugum milljarða. Óbreytt staða held ég að sé vandamál. Ég hef aðeins verið að skoða þetta og líta til þess hvernig regluverkinu á Norðurlöndunum er háttað. Ég held við þurfum að horfast í augu við það að þessi starfsemi er komin til að vera. Við séum frekar að horfa til þess hvernig við getum búið til eðlilega umgjörð þessara mála,“ segir Þorbjörg Sigríður. Vill ekki banna meira Fyrir þremur árum skilaði starfshópur á vegum ráðuneytisins skýrslu um málaflokkinn. Þar voru fulltrúar allra hagsmunaaðila en gátu þeir ómögulega komist að sameiginlegri niðurstöðu. Það bendir til þess að sama hvernig lögunum verður breytt, þá verður ákveðinn hópur ósáttur. Ráðherra hallast að því að opna markaðinn frekar en að loka honum meira. „Sjálf er ég þeirrar skoðunar að ég held að bann sé ekki lausnin út úr þessu. Svo er ég líka jarðtengd hvað varðar væntingar,“ segir Þorbjörg Sigríður. Þannig þig langar að reyna að opna aðeins á þennan markað hér á landi. Erlendir aðilar geti líka verið hér? „Ég held að það sé jarðtengdasta niðurstaðan. Ég er sjálf ekki hrifin af óþarfa bönnum. Mér finnst skipta máli að það verði heilbrigð umgjörð utan um þennan markað. Að við höfum yfirsýn, innsýn og reglur. Eftirlit og séum meðvituð um hætturnar þarna. En eins og ég segi, ég er ekki hrifin af algjöri banni á þessum markaði, nei.“
Fjárhættuspil Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Tengdar fréttir Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Viðskiptafræðingur veltir því fyrir sér hvort núverandi starfsumhverfi veðmálafyrirtækja valdi því að íslensk íþróttafélög verði af milljörðum króna. Flest íþróttafélaga landsins lepji nánast dauðann úr skel. 6. september 2025 19:58 Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Á Íslandi er einungis einn sérleyfishafi þegar að það snýr að veðmálum og þar af leiðandi er ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður hér á landi. 28. ágúst 2025 13:31 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Viðskiptafræðingur veltir því fyrir sér hvort núverandi starfsumhverfi veðmálafyrirtækja valdi því að íslensk íþróttafélög verði af milljörðum króna. Flest íþróttafélaga landsins lepji nánast dauðann úr skel. 6. september 2025 19:58
Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Á Íslandi er einungis einn sérleyfishafi þegar að það snýr að veðmálum og þar af leiðandi er ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður hér á landi. 28. ágúst 2025 13:31