Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar 22. október 2025 07:01 Fyrir helgi fór Arctic circle ráðstefnan fram í Reykjavík. Þar kom ýmislegt áhugavert fram en það sem heltók mig voru nýjustu niðurstöður varðandi veltihringrásina. Það eru blikur á lofti yfir Norður-Atlantshafi. Nýjustu rannsóknir sýna að Golfstraumurinn (veltihringrásin eða AMOC), eitt af hafstraumakerfum jarðar sé í hættu. Það er þessu kerfi að þakka að Ísland er byggilegt því það flytur hlýjan sjó norður á bóginn og kaldan suður. Ef þetta kerfi stöðvast mun kólna allverulega á Íslandi. Þróunin í rannsóknum hefur verið hröð undanfarið en nú eru töluvert hærri líkur en áður voru taldar að þetta verði að veruleika. Ef við drögum verulega úr losun eru nú taldar 25% líkur á að kerfið stöðvist en ef losun heldur áfram að aukast eru 70% líkur á því. Ef við pælum aðeins í þessum líkum, þá eru þær svakalegar. Flest tryggingarfélög myndu líklega ekki tryggja mig ef 25% líkur væru á því að ég myndi lenda í lífshættulegu slysi. Ekki fjarlæg ógn Helstu vísindamenn heims í loftslagsmálum vara nú eindregið við þessari hættu og því er augljóslega þörf á hraðari minnkun útblásturs koltvísýrings í andrúmsloftið. Hrun þessa kerfis mun hafa alvarleg áhrif á loftslag og líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi og á Norðurslóðum og í raun víðar. Ískaldir vetur á Norðurslóðum auk hækkaðs sjávarborðs og breytinga í regnskógum eru dæmi um þau áhrif sem við munum sjá. Og það er málið, við munum mögulega lifa til að sjá þessar breytingar, ef ekki þá að minnsta kosti börnin okkar. Nú þegar hefur hamfarahlýnunin haft mælanleg áhrif en straumurinn hefur ekki verið minni í 1600 ár. Misheppnaður Parísarsamningur Frá því að skrifað var undir Parísarsamninginn 2015 hefur Ísland, þvert á markmið samningsins, aukið útblástur gróðurhúsalofttegunda. Við erum langt á eftir þessum markmiðum og nýlega voru sett ný, raunhæfari markmið. Þetta þurfti að gera því stjórnvöld höfðu ekki fylgt eftir þeim metnaðarfullu markmiðum sem þau höfðu sett sér. Mörg lönd hafa reyndar ekki staðið sig, sum eru talin hafa skilað of metnaðarlitlum markmiðum og nýlega drógu Bandaríkin sig út úr samningnum. Staðreyndirnar tala sínu máli. Síðustu tíu ár hafa verið þau heitustu frá því að mælingar hófust. Síðustu átta ár hafa verið slegin met árlega í sjávarhita. Aldrei hefur verið minni ís á Norðurskautinu. Aldrei hefur verið minni ís á Suðurskautinu. Aukning fellibylja hefur haft gríðarleg áhrif. Nú þarf að setja loftlagsmálin aftur á oddinn. Ísland þarf að standa fyrir sameiginlegu átaki þjóða á norðurslóðum og draga verulega úr losun á næstu árum með raunverulegum aðgerðum. Einhvern veginn er eins og í öllum hörmungunum sem eiga sér stað í heiminum í dag, þá hafi fólk alveg gleymt umhverfinu. Það væri skynsamlegt að endurvekja loftslagskvíðann. Hann er líklega einn af fáum kvíðum sem væri rökrétt að þjást af í dag. Höfundur er starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir helgi fór Arctic circle ráðstefnan fram í Reykjavík. Þar kom ýmislegt áhugavert fram en það sem heltók mig voru nýjustu niðurstöður varðandi veltihringrásina. Það eru blikur á lofti yfir Norður-Atlantshafi. Nýjustu rannsóknir sýna að Golfstraumurinn (veltihringrásin eða AMOC), eitt af hafstraumakerfum jarðar sé í hættu. Það er þessu kerfi að þakka að Ísland er byggilegt því það flytur hlýjan sjó norður á bóginn og kaldan suður. Ef þetta kerfi stöðvast mun kólna allverulega á Íslandi. Þróunin í rannsóknum hefur verið hröð undanfarið en nú eru töluvert hærri líkur en áður voru taldar að þetta verði að veruleika. Ef við drögum verulega úr losun eru nú taldar 25% líkur á að kerfið stöðvist en ef losun heldur áfram að aukast eru 70% líkur á því. Ef við pælum aðeins í þessum líkum, þá eru þær svakalegar. Flest tryggingarfélög myndu líklega ekki tryggja mig ef 25% líkur væru á því að ég myndi lenda í lífshættulegu slysi. Ekki fjarlæg ógn Helstu vísindamenn heims í loftslagsmálum vara nú eindregið við þessari hættu og því er augljóslega þörf á hraðari minnkun útblásturs koltvísýrings í andrúmsloftið. Hrun þessa kerfis mun hafa alvarleg áhrif á loftslag og líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi og á Norðurslóðum og í raun víðar. Ískaldir vetur á Norðurslóðum auk hækkaðs sjávarborðs og breytinga í regnskógum eru dæmi um þau áhrif sem við munum sjá. Og það er málið, við munum mögulega lifa til að sjá þessar breytingar, ef ekki þá að minnsta kosti börnin okkar. Nú þegar hefur hamfarahlýnunin haft mælanleg áhrif en straumurinn hefur ekki verið minni í 1600 ár. Misheppnaður Parísarsamningur Frá því að skrifað var undir Parísarsamninginn 2015 hefur Ísland, þvert á markmið samningsins, aukið útblástur gróðurhúsalofttegunda. Við erum langt á eftir þessum markmiðum og nýlega voru sett ný, raunhæfari markmið. Þetta þurfti að gera því stjórnvöld höfðu ekki fylgt eftir þeim metnaðarfullu markmiðum sem þau höfðu sett sér. Mörg lönd hafa reyndar ekki staðið sig, sum eru talin hafa skilað of metnaðarlitlum markmiðum og nýlega drógu Bandaríkin sig út úr samningnum. Staðreyndirnar tala sínu máli. Síðustu tíu ár hafa verið þau heitustu frá því að mælingar hófust. Síðustu átta ár hafa verið slegin met árlega í sjávarhita. Aldrei hefur verið minni ís á Norðurskautinu. Aldrei hefur verið minni ís á Suðurskautinu. Aukning fellibylja hefur haft gríðarleg áhrif. Nú þarf að setja loftlagsmálin aftur á oddinn. Ísland þarf að standa fyrir sameiginlegu átaki þjóða á norðurslóðum og draga verulega úr losun á næstu árum með raunverulegum aðgerðum. Einhvern veginn er eins og í öllum hörmungunum sem eiga sér stað í heiminum í dag, þá hafi fólk alveg gleymt umhverfinu. Það væri skynsamlegt að endurvekja loftslagskvíðann. Hann er líklega einn af fáum kvíðum sem væri rökrétt að þjást af í dag. Höfundur er starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun