Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. október 2025 23:15 Gísli Már Gíslason prófessor emeritus í líffræði segir að koma moskítóflugunnar til landsins komi honum ekki á óvart. Vísir/Sigurjón Moskítófluga sem fannst um helgina í Kjós er af tegund sem er sérlega lunkin við að halda sér á lífi á veturna. Sérfræðingur segir tímaspursmál hvenær hún verði búin að dreifa sér um land allt. Koma flugunnar veldur heilbrigðisyfirvöldum ekki hugarangri. Það var skordýráhugamaður í Kjós sem fékk tvær moskítóflugur í heimsókn um helgina. Búið er að greina flugurnar en um er að ræða tegund moskítóflugu sem þrífst vel í köldu loftslagi. Moskítóflugur erlendis geta verið smitberar og borið með sér sjúkdóma á borð við malaríu en samkvæmt svörum sóttvarnalæknis til fréttastofu er tegundin sem fannst í Kjós ekki slíkur smitberi. Gísli Már Gíslason prófessor emeritus segir komu flugunnar ekki koma á óvart. Viðtal í heild sinni við Gísla Má um fluguna og ýmis húsráð gegn henni má horfa á neðar í fréttinni, hér beint fyrir neðan má sjá kvöldfrétt Sýnar um málið. Sú stærsta í Norður-Evrópu „Skordýr hafa verið að nema land á Íslandi síðustu ellefu þúsund árin og við erum með svona um það bil tíu prósent af þeim tegundum sem eru á Norðurlöndum, á svipaðri breiddargráðu,“ segir Gísli. Með loftlagsbreytingum hafi fjölgun skordýra hér á landi orðið enn meiri, líklegt sé að flugan, sem er stærsta moskítóflugan í Norður-Evrópu, hafi komist hingað með skipaflutningum. Hvernig bítur þessi fluga? Er hún að bíta eins og lúsmýið? „Já hún gerir það. Hún leitar uppi bráðina, væntanlega á lyktinni sem er koltvísýringur frá öndun og lykt af mönnum. Hún er miklu stærri, hún er tíu millimetrar að lengd, lúsmýið er bara einn og hálfur. Þannig fólk sér hana þegar hún er að bíta og finnur frekar fyrir henni, hún stingur dýpra,“ Horfa má á viðtalið við Gísla í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Gísla Má um komu moskító flugunnar til Íslands Tekur frá tíu og upp í fimmtíu ár að dreifa sér Í kvöldfréttum Sýnar er rifjað upp hvernig lúsmýið dreifði sér um landshluta eftir að hafa fundist fyrst í Kjós, rétt eins og moskítóflugan nú. Á tíu ára tímabili dreifði sú fluga sér frá Kjós og á Vesturland og Suðurland, svo á höfuðborgarsvæðið, Norðurland, Austfirði og loks Vestfirði tíu árum síðar ef marka má fréttir frá því í sumar. Gísli segist telja að það muni taka moskítófluguna sinn tíma að nema land í öllum landshlutum. Um verði líklega að ræða áratuga landnám. Tíu til fimmtíu ár? „Já kannski á þessu bili. Moskítóflugan nýtir sér líka húsbíla og önnur farartæki til að flýta för.“ Gísli bendir á að moskítóflugan sé töluvert stærri en lúsmý. Það muni hafa sitt að segja um dreifingu flugunnar. „Menn verða að athuga það að á Vestfjörðum er allsstaðar búið við ströndina og það eru litlar líkur á því að það verði mikið af lúsmýi þar vegna þess að þar er alltaf vindur og þær geta ekki flogið gegn vindi. Moskítóflugurnar geta það aftur á móti. Þær eru miklu sterkari flugdýr.“ Ýmislegt sem fæli flugurnar sem lifa á veturna Erfitt sé að segja til um það nú hvort fleiri tegundir moskítóflugna muni nema land á næstunni. Það geti verið tilviljunum háð. Tegundin sem fundist hafi í Kjós hafi aðlagað sig að norðlægum slóðum og lifi í dvala í hýbílum fólks á veturna. „Hún felur sig yfir veturinn og er þar í einhverskonar dvala, og í útihúsum þar sem er hlýja. Þannig veðurfar að vetri til hefur ekki mikil áhrif á hana.“ Hvað fælir svona kvikindi frá? „Meðal annars að þá er það sítrónulykt og sítrus. Það er þekkt að nota það en sterkasta fælulyfið er Deet. Það er efni sem er í flestum skordýrafælum, eða skyld efni. Auðvitað á fólk að nota slíkt ef það eru moskítóflugur eða lúsmý í nágrenninu. Halda því frá. Svo ef það er bitið þá selja apótekin líka smyrsl sem linar kláðann og fólk á bara að hafa þetta með sér ef það á von á því að vera bitið.“ Skordýr Lúsmý Moskítóflugur Húsráð Kjósarhreppur Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Konan liggur enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Sjá meira
Það var skordýráhugamaður í Kjós sem fékk tvær moskítóflugur í heimsókn um helgina. Búið er að greina flugurnar en um er að ræða tegund moskítóflugu sem þrífst vel í köldu loftslagi. Moskítóflugur erlendis geta verið smitberar og borið með sér sjúkdóma á borð við malaríu en samkvæmt svörum sóttvarnalæknis til fréttastofu er tegundin sem fannst í Kjós ekki slíkur smitberi. Gísli Már Gíslason prófessor emeritus segir komu flugunnar ekki koma á óvart. Viðtal í heild sinni við Gísla Má um fluguna og ýmis húsráð gegn henni má horfa á neðar í fréttinni, hér beint fyrir neðan má sjá kvöldfrétt Sýnar um málið. Sú stærsta í Norður-Evrópu „Skordýr hafa verið að nema land á Íslandi síðustu ellefu þúsund árin og við erum með svona um það bil tíu prósent af þeim tegundum sem eru á Norðurlöndum, á svipaðri breiddargráðu,“ segir Gísli. Með loftlagsbreytingum hafi fjölgun skordýra hér á landi orðið enn meiri, líklegt sé að flugan, sem er stærsta moskítóflugan í Norður-Evrópu, hafi komist hingað með skipaflutningum. Hvernig bítur þessi fluga? Er hún að bíta eins og lúsmýið? „Já hún gerir það. Hún leitar uppi bráðina, væntanlega á lyktinni sem er koltvísýringur frá öndun og lykt af mönnum. Hún er miklu stærri, hún er tíu millimetrar að lengd, lúsmýið er bara einn og hálfur. Þannig fólk sér hana þegar hún er að bíta og finnur frekar fyrir henni, hún stingur dýpra,“ Horfa má á viðtalið við Gísla í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Gísla Má um komu moskító flugunnar til Íslands Tekur frá tíu og upp í fimmtíu ár að dreifa sér Í kvöldfréttum Sýnar er rifjað upp hvernig lúsmýið dreifði sér um landshluta eftir að hafa fundist fyrst í Kjós, rétt eins og moskítóflugan nú. Á tíu ára tímabili dreifði sú fluga sér frá Kjós og á Vesturland og Suðurland, svo á höfuðborgarsvæðið, Norðurland, Austfirði og loks Vestfirði tíu árum síðar ef marka má fréttir frá því í sumar. Gísli segist telja að það muni taka moskítófluguna sinn tíma að nema land í öllum landshlutum. Um verði líklega að ræða áratuga landnám. Tíu til fimmtíu ár? „Já kannski á þessu bili. Moskítóflugan nýtir sér líka húsbíla og önnur farartæki til að flýta för.“ Gísli bendir á að moskítóflugan sé töluvert stærri en lúsmý. Það muni hafa sitt að segja um dreifingu flugunnar. „Menn verða að athuga það að á Vestfjörðum er allsstaðar búið við ströndina og það eru litlar líkur á því að það verði mikið af lúsmýi þar vegna þess að þar er alltaf vindur og þær geta ekki flogið gegn vindi. Moskítóflugurnar geta það aftur á móti. Þær eru miklu sterkari flugdýr.“ Ýmislegt sem fæli flugurnar sem lifa á veturna Erfitt sé að segja til um það nú hvort fleiri tegundir moskítóflugna muni nema land á næstunni. Það geti verið tilviljunum háð. Tegundin sem fundist hafi í Kjós hafi aðlagað sig að norðlægum slóðum og lifi í dvala í hýbílum fólks á veturna. „Hún felur sig yfir veturinn og er þar í einhverskonar dvala, og í útihúsum þar sem er hlýja. Þannig veðurfar að vetri til hefur ekki mikil áhrif á hana.“ Hvað fælir svona kvikindi frá? „Meðal annars að þá er það sítrónulykt og sítrus. Það er þekkt að nota það en sterkasta fælulyfið er Deet. Það er efni sem er í flestum skordýrafælum, eða skyld efni. Auðvitað á fólk að nota slíkt ef það eru moskítóflugur eða lúsmý í nágrenninu. Halda því frá. Svo ef það er bitið þá selja apótekin líka smyrsl sem linar kláðann og fólk á bara að hafa þetta með sér ef það á von á því að vera bitið.“
Skordýr Lúsmý Moskítóflugur Húsráð Kjósarhreppur Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Konan liggur enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Sjá meira