Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir, Helga Tryggvadóttir og Sigurdís Haraldsdóttir skrifa 19. október 2025 19:02 Mikilvægi þess að krabbameinsgreindir hafi aðgang að góðri endurhæfingarþjónustu er ótvírætt, hvort sem tilgangur þjónustunnar er að viðhalda færni og getu í baráttu við ólæknandi mein eða að komast aftur til baka inn í lífið og á vinnumarkað eftir að meðferð gegn krabbameini er lokið. Ljósið er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin sem er í boði fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi. Starfsemin er því gríðarlega mikilvæg fyrir þennan hóp sem getur þangað sótt alhliða þjónustu sem byggir á þverfaglegri nálgun þar sem unnið er samkvæmt gagnreyndum rannsóknum. Í Ljósinu er boðið upp á markvissa þjálfun sem sniðin er að þörfum einstaklinga í krabbameinsmeðferð. Að auki geta krabbameinsgreindir sótt þangað dýrmætan jafningjastuðning. Áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr fjárframlögum til þessarar mikilvægu starfsemi koma því augljóslega illa við viðkvæman hóp krabbameinsgreinda. Við teljum að slíkur niðurskurður hljóti að leiða til tafa á hinu mikilvæga endurhæfingarferli með tilheyrandi vandamálum og lífsgæðaskerðingu. Sýnt hefur verið fram á mikilvægi reglubundinnar hreyfingar fyrir krabbameinsgreinda. Nýleg rannsókn sýndi fram á að reglubundin hreyfing getur dregið úr endurkomutíðni og aukið lifun sjúklinga með ristilkrabbamein í læknanlegri meðferð. Einnig hefur sýnt sig að reglubundin hreyfing getur dregið úr aukaverkunum margra lyfja sem er sérlega mikilvægt í ljósi þess að margir krabbameinsgreindra þurfa að taka lyf til langs tíma, jafnvel árum saman. Það er okkar reynsla að sá stuðningur sem veittur er í Ljósinu sé ómetanlegur fyrir einstaklinga sem glíma við afleiðingar krabbameina og meðferðar vegna þeirra. Fyrir hönd Félags íslenskra krabbameinslækna hvetjum við stjórnvöld til að endurskoða áform um niðurskurð svo tryggja megi áfram þá mikilvægu starfsemi sem veitt er í Ljósinu. Höfundar eru krabbameinslæknar og sitja í stjórn Félags íslenskra krabbameinslækna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Félagasamtök Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Mikilvægi þess að krabbameinsgreindir hafi aðgang að góðri endurhæfingarþjónustu er ótvírætt, hvort sem tilgangur þjónustunnar er að viðhalda færni og getu í baráttu við ólæknandi mein eða að komast aftur til baka inn í lífið og á vinnumarkað eftir að meðferð gegn krabbameini er lokið. Ljósið er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin sem er í boði fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi. Starfsemin er því gríðarlega mikilvæg fyrir þennan hóp sem getur þangað sótt alhliða þjónustu sem byggir á þverfaglegri nálgun þar sem unnið er samkvæmt gagnreyndum rannsóknum. Í Ljósinu er boðið upp á markvissa þjálfun sem sniðin er að þörfum einstaklinga í krabbameinsmeðferð. Að auki geta krabbameinsgreindir sótt þangað dýrmætan jafningjastuðning. Áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr fjárframlögum til þessarar mikilvægu starfsemi koma því augljóslega illa við viðkvæman hóp krabbameinsgreinda. Við teljum að slíkur niðurskurður hljóti að leiða til tafa á hinu mikilvæga endurhæfingarferli með tilheyrandi vandamálum og lífsgæðaskerðingu. Sýnt hefur verið fram á mikilvægi reglubundinnar hreyfingar fyrir krabbameinsgreinda. Nýleg rannsókn sýndi fram á að reglubundin hreyfing getur dregið úr endurkomutíðni og aukið lifun sjúklinga með ristilkrabbamein í læknanlegri meðferð. Einnig hefur sýnt sig að reglubundin hreyfing getur dregið úr aukaverkunum margra lyfja sem er sérlega mikilvægt í ljósi þess að margir krabbameinsgreindra þurfa að taka lyf til langs tíma, jafnvel árum saman. Það er okkar reynsla að sá stuðningur sem veittur er í Ljósinu sé ómetanlegur fyrir einstaklinga sem glíma við afleiðingar krabbameina og meðferðar vegna þeirra. Fyrir hönd Félags íslenskra krabbameinslækna hvetjum við stjórnvöld til að endurskoða áform um niðurskurð svo tryggja megi áfram þá mikilvægu starfsemi sem veitt er í Ljósinu. Höfundar eru krabbameinslæknar og sitja í stjórn Félags íslenskra krabbameinslækna.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun