,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar 19. október 2025 18:31 Fyrstu skólavikurnar eru liðnar. Margsinnis hefur verið gengið í skrokk á starfsmönnum mínum á þessum dögum. Eftir örfáa daga í skólanum höfðu fjórir kennarar verið lamdir af sama nemanda. Kennararnir þurftu að stíga inn í og forða öðru barni frá því að verða lamið. Tveir þeirra þurftu að vera heima daginn eftir. Það er mikið áfall að vera laminn í vinnunni. Kennararnir mínir, stuðningsfulltrúarnir mínir, starfsfólk frístundar og stjórnendurnir mínir hafa verið lamdir af nemendum. Ég hef þurft að senda starfsmenn heim sem hafa brotnað niður. Sumir starfsmenn hafa þurft að leita sér sálfræðiaðstoðar. Það er áfall þegar einhver fer inn fyrir þitt persónulega svið og meiðir þig, þó það séu börn, þú býst ekki við því og veist ekki hvernig taugakerfið bregst við slíkri árás. Stuðningsfulltrúi fékk mikla áverka á hendi eftir nemanda. Hann þurfti að leita á læknavaktina vegna doða í hendi og þurfti að fá stífkrampasprautu. Hann hafði áður lent í alvarlegu atviki. Hann fór í veikindaleyfi til lengri tíma. Annar starfsmaður, sem sleginn var illa í höfuð og auga, fékk heilahristing eftir að forða öðru barni frá því að vera lamið. Starfsmaðurinn var frá í marga daga og var tvístígandi hvort hann treysti sér aftur til vinnu. Við réðum inn starfsmann til að styðja við barn í upphafi skólaársins. Starfsmaðurinn var laminn alla daga og sá ekki fram á að þetta væri starfsumhverfi fyrir hann. Starfsmaðurinn hætti eftir fimm daga. Það er erfitt að mæta til vinnu og upplifa sig ekki öruggan. Stærsti hluti nemendahópsins í hverjum skóla fyrir sig ræður vel við skólaumhverfið og tekur ekki eftir því sem er í gangi víða um ganga skólans.Þeim líður vel í skólanum. Þung mál eru ekki mörg innan hvers skóla, en eru ótrúlega erfið og vega mjög þungt. Úrræðin sem skólarnir hafa yfir að ráða eru af skornum skammti. Ég hef rætt þetta við stjórnendur annarra skóla, ástandið í skólunum er ekki nýtt fyrir þeim. Þyngri nemendamálum hefur fjölgað í skólum landsins og sögurnar sem ég hef heyrt eru margfalt verri en þær sem ég er að lýsa. Það eru dæmi um að skólar hafa þurft að ráða öryggisvörð til að tryggja öryggi nemenda og starfsfólks. Fyrir nokkrum árum voru nemendamál ekki eins þung og þau eru orðin í dag. Þungu málin sem voru þá í skólunum eru meðalþungu málin í dag. Mál sem við ráðum við. Nemendur með miklar stuðningsþarfir þurfa einnig aðstoð utan skólakerfisins. Bið eftir úrræðum tekur marga mánuði eða ár. Barnaverndarfulltrúi er jafnvel með hundrað mál á sinni könnu. Það gefur auga leið að það er óviðráðanlegt. Á meðan leitað er að viðeigandi aðstoð erum við lamin. Mörg börn með miklar stuðningsþarfir komast ekki að í sérúrræðum. Á hverju vori sækja nemendur um í sérskólum eða sérdeildum hér á höfuðborgarsvæðinu. Þeim nemendum fjölgar ár hvert sem komast ekki inn í þau úrræði sem sóst er eftir. Í mínu sveitarfélagi var meira en helmingi nemenda sem sóttu um í þessi úrræði vísað frá.Það var ekki pláss. Þessir nemendur hefja nám í hefðbundnum grunnskóla. ,,Er þetta eins og einum sérskólanum hefði verið lokað og nemendur dreifðust í skólana í kring en það fylgdi ekkert fagfólk með?“ Þessa spurningu fékk samstarfskona mín. ,,Já, það er nokkurn veginn þannig.“ Skólinn á að vera fyrir alla, eða er hann fyrir alla? Í vikunni fengum við heimsókn á vegum ráðuneytisins til að taka upp kynningarmyndband fyrir þróunarverkefni hjá okkur. Það er frábært tækifæri að fá að tala um allt það frábæra faglega starf sem við erum að vinna innan skólans en á sama tíma finnst mér ég vera að bregðast. Bregðast starfsfólkinu mínu, bregðast börnunum sem eru með miklar stuðningsþarfir og flóknar áskoranir, bregðast börnunum sem upplifa sig ekki örugg í skólanum, því þeim stafar ógn af öðrum börnum. Það fylgir ekki fjármagn með börnum sem lemja önnur börn og starfsfólk. Það fylgir fjármagn með börnum sem eru með miklar greiningar. Stjórnendur skóla þurfa að redda hlutunum og taka ákvörðun um hvort færa eigi stuðninginn af blinda barninu yfir á barnið sem er að lemja önnur börn og starfsfólk, eða fara yfir fjárhagsáætlun skólans. Ég þarf að rökstyðja af hverju ég fer yfir fjármagn sem úthlutað var í fjárhagsáætlun en á sama tíma ber ég ábyrgð á að öll börn fái viðeigandi aðstoð. Það er ekki hægt að verða við hvoru tveggja. Börn og starfsfólk er mikilvægara en peningar. Ég, sem skólastjóri, ber ábyrgð á því að börn og starfsfólk í mínum skóla séu örugg. Í mínum skóla erum við búin að ná góðum árangri, fáum hrós fyrir vel unnin störf. Þungu málin eru samt til staðar, eins og í öðrum skólum. Aðalumræðuefni um skólamál frá því skóli hófst er hvort leyfa eigi síma í skólum, hvort námsmat eigi að vera í bókstöfum eða tölustöfum og mikilvægi samræmdra stöðu- og framvinduprófa. Er þetta stærsti vandi skólakerfisins? Ef við bönnum síma, allir fara í samræmd próf og fá 8 í einkunn bjargast þá allt? Áskoranir í skólanum eru svo margar. Nemendum með miklar stuðningsþarfir fjölgar í skólunum. Kennarar eiga í erfiðleikum með að kenna nemendum vegna fjölda áskorana sem þeir standa frammi fyrir í skólanum. ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“, sagði kennari í upphafi skólaárs. Það þarf að kryfja þennan flókna vanda sem við stöndum frammi fyrir. Barn, sem fær stuðning í leikskólanum, fær ekki stuðning í grunnskólanum. Það er ekki með þær greiningar sem þarf. Hvernig gengur það upp að barn sem hættir í leikskóla að vori og fer í skóla að hausti, í algjörlega nýtt og ennþá stærra umhverfi, með nýjan kennara, sem á að sinna öllum jafnt, fái ekki áfram þann stuðning sem það þarf? Af hverju tala kerfin ekki saman? Það þarf að setja meira fjármagn í úrræði sem snýr að börnum með miklar stuðningsþarfir, innan og utan skólans. Það mun kosta, en um leið erum við að fjárfesta til framtíðar. Við verðum að ná stjórn á þessum stóru þungu málum. Okkur vantar úrræði. Stærsti hluti starfsmanna í grunnskólum hefur ekki lent í því að vera laminn í vinnunni. Mikil starfsánægja ríkir meðal kennara miðað við nýjustu niðurstöður rannsókna enda er kennarastarfið skemmtilegt og gefandi starf. Við viljum halda því þannig en ef þungu málunum fjölgar og við fáum ekki aðstoð verður erfitt að viðhalda því.Ég er með frábært starfsfólk í mínum skóla en hversu lengi held ég því, ef ég get ekki boðið því viðunandi starfsumhverfi? Hversu lengi held ég sjálf út með þessu áframhaldi? Ég skrifa þessa grein fyrir allt starfsfólk sem hefur lent í áfalli vegna þess að það var lamið í vinnunni og að það fái viðurkenningu á því að það er áfall að lenda í slíku. Ég skrifa þessa grein til stuðnings þeim foreldrum og börnum sem eru með miklar stuðningsþarfir og fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa. Við viljum skapa starfsfólki og nemendum gott starfsumhverfi. Sveitarstjórnarkosningar eru framundan. Ég óska þess að frambjóðendur horfi í átt að skólunum og því starfi sem fram fer þar. Skólana vantar úrræði og verða stjórnvöld á öllum stjórnstigum að leggja enn meiri áherslu og fjármagn í þennan mikilvæga málaflokk. Skólarnir eru menntastofnanir þar sem nemendur eiga að geta stundað nám sitt og upplifað sig örugg. Sveitarstjórnarfólk og ríkisstjórn, setjið fjármagn í framtíð barnanna okkar og styðjum skóla landsins. Höfundur er skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrstu skólavikurnar eru liðnar. Margsinnis hefur verið gengið í skrokk á starfsmönnum mínum á þessum dögum. Eftir örfáa daga í skólanum höfðu fjórir kennarar verið lamdir af sama nemanda. Kennararnir þurftu að stíga inn í og forða öðru barni frá því að verða lamið. Tveir þeirra þurftu að vera heima daginn eftir. Það er mikið áfall að vera laminn í vinnunni. Kennararnir mínir, stuðningsfulltrúarnir mínir, starfsfólk frístundar og stjórnendurnir mínir hafa verið lamdir af nemendum. Ég hef þurft að senda starfsmenn heim sem hafa brotnað niður. Sumir starfsmenn hafa þurft að leita sér sálfræðiaðstoðar. Það er áfall þegar einhver fer inn fyrir þitt persónulega svið og meiðir þig, þó það séu börn, þú býst ekki við því og veist ekki hvernig taugakerfið bregst við slíkri árás. Stuðningsfulltrúi fékk mikla áverka á hendi eftir nemanda. Hann þurfti að leita á læknavaktina vegna doða í hendi og þurfti að fá stífkrampasprautu. Hann hafði áður lent í alvarlegu atviki. Hann fór í veikindaleyfi til lengri tíma. Annar starfsmaður, sem sleginn var illa í höfuð og auga, fékk heilahristing eftir að forða öðru barni frá því að vera lamið. Starfsmaðurinn var frá í marga daga og var tvístígandi hvort hann treysti sér aftur til vinnu. Við réðum inn starfsmann til að styðja við barn í upphafi skólaársins. Starfsmaðurinn var laminn alla daga og sá ekki fram á að þetta væri starfsumhverfi fyrir hann. Starfsmaðurinn hætti eftir fimm daga. Það er erfitt að mæta til vinnu og upplifa sig ekki öruggan. Stærsti hluti nemendahópsins í hverjum skóla fyrir sig ræður vel við skólaumhverfið og tekur ekki eftir því sem er í gangi víða um ganga skólans.Þeim líður vel í skólanum. Þung mál eru ekki mörg innan hvers skóla, en eru ótrúlega erfið og vega mjög þungt. Úrræðin sem skólarnir hafa yfir að ráða eru af skornum skammti. Ég hef rætt þetta við stjórnendur annarra skóla, ástandið í skólunum er ekki nýtt fyrir þeim. Þyngri nemendamálum hefur fjölgað í skólum landsins og sögurnar sem ég hef heyrt eru margfalt verri en þær sem ég er að lýsa. Það eru dæmi um að skólar hafa þurft að ráða öryggisvörð til að tryggja öryggi nemenda og starfsfólks. Fyrir nokkrum árum voru nemendamál ekki eins þung og þau eru orðin í dag. Þungu málin sem voru þá í skólunum eru meðalþungu málin í dag. Mál sem við ráðum við. Nemendur með miklar stuðningsþarfir þurfa einnig aðstoð utan skólakerfisins. Bið eftir úrræðum tekur marga mánuði eða ár. Barnaverndarfulltrúi er jafnvel með hundrað mál á sinni könnu. Það gefur auga leið að það er óviðráðanlegt. Á meðan leitað er að viðeigandi aðstoð erum við lamin. Mörg börn með miklar stuðningsþarfir komast ekki að í sérúrræðum. Á hverju vori sækja nemendur um í sérskólum eða sérdeildum hér á höfuðborgarsvæðinu. Þeim nemendum fjölgar ár hvert sem komast ekki inn í þau úrræði sem sóst er eftir. Í mínu sveitarfélagi var meira en helmingi nemenda sem sóttu um í þessi úrræði vísað frá.Það var ekki pláss. Þessir nemendur hefja nám í hefðbundnum grunnskóla. ,,Er þetta eins og einum sérskólanum hefði verið lokað og nemendur dreifðust í skólana í kring en það fylgdi ekkert fagfólk með?“ Þessa spurningu fékk samstarfskona mín. ,,Já, það er nokkurn veginn þannig.“ Skólinn á að vera fyrir alla, eða er hann fyrir alla? Í vikunni fengum við heimsókn á vegum ráðuneytisins til að taka upp kynningarmyndband fyrir þróunarverkefni hjá okkur. Það er frábært tækifæri að fá að tala um allt það frábæra faglega starf sem við erum að vinna innan skólans en á sama tíma finnst mér ég vera að bregðast. Bregðast starfsfólkinu mínu, bregðast börnunum sem eru með miklar stuðningsþarfir og flóknar áskoranir, bregðast börnunum sem upplifa sig ekki örugg í skólanum, því þeim stafar ógn af öðrum börnum. Það fylgir ekki fjármagn með börnum sem lemja önnur börn og starfsfólk. Það fylgir fjármagn með börnum sem eru með miklar greiningar. Stjórnendur skóla þurfa að redda hlutunum og taka ákvörðun um hvort færa eigi stuðninginn af blinda barninu yfir á barnið sem er að lemja önnur börn og starfsfólk, eða fara yfir fjárhagsáætlun skólans. Ég þarf að rökstyðja af hverju ég fer yfir fjármagn sem úthlutað var í fjárhagsáætlun en á sama tíma ber ég ábyrgð á að öll börn fái viðeigandi aðstoð. Það er ekki hægt að verða við hvoru tveggja. Börn og starfsfólk er mikilvægara en peningar. Ég, sem skólastjóri, ber ábyrgð á því að börn og starfsfólk í mínum skóla séu örugg. Í mínum skóla erum við búin að ná góðum árangri, fáum hrós fyrir vel unnin störf. Þungu málin eru samt til staðar, eins og í öðrum skólum. Aðalumræðuefni um skólamál frá því skóli hófst er hvort leyfa eigi síma í skólum, hvort námsmat eigi að vera í bókstöfum eða tölustöfum og mikilvægi samræmdra stöðu- og framvinduprófa. Er þetta stærsti vandi skólakerfisins? Ef við bönnum síma, allir fara í samræmd próf og fá 8 í einkunn bjargast þá allt? Áskoranir í skólanum eru svo margar. Nemendum með miklar stuðningsþarfir fjölgar í skólunum. Kennarar eiga í erfiðleikum með að kenna nemendum vegna fjölda áskorana sem þeir standa frammi fyrir í skólanum. ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“, sagði kennari í upphafi skólaárs. Það þarf að kryfja þennan flókna vanda sem við stöndum frammi fyrir. Barn, sem fær stuðning í leikskólanum, fær ekki stuðning í grunnskólanum. Það er ekki með þær greiningar sem þarf. Hvernig gengur það upp að barn sem hættir í leikskóla að vori og fer í skóla að hausti, í algjörlega nýtt og ennþá stærra umhverfi, með nýjan kennara, sem á að sinna öllum jafnt, fái ekki áfram þann stuðning sem það þarf? Af hverju tala kerfin ekki saman? Það þarf að setja meira fjármagn í úrræði sem snýr að börnum með miklar stuðningsþarfir, innan og utan skólans. Það mun kosta, en um leið erum við að fjárfesta til framtíðar. Við verðum að ná stjórn á þessum stóru þungu málum. Okkur vantar úrræði. Stærsti hluti starfsmanna í grunnskólum hefur ekki lent í því að vera laminn í vinnunni. Mikil starfsánægja ríkir meðal kennara miðað við nýjustu niðurstöður rannsókna enda er kennarastarfið skemmtilegt og gefandi starf. Við viljum halda því þannig en ef þungu málunum fjölgar og við fáum ekki aðstoð verður erfitt að viðhalda því.Ég er með frábært starfsfólk í mínum skóla en hversu lengi held ég því, ef ég get ekki boðið því viðunandi starfsumhverfi? Hversu lengi held ég sjálf út með þessu áframhaldi? Ég skrifa þessa grein fyrir allt starfsfólk sem hefur lent í áfalli vegna þess að það var lamið í vinnunni og að það fái viðurkenningu á því að það er áfall að lenda í slíku. Ég skrifa þessa grein til stuðnings þeim foreldrum og börnum sem eru með miklar stuðningsþarfir og fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa. Við viljum skapa starfsfólki og nemendum gott starfsumhverfi. Sveitarstjórnarkosningar eru framundan. Ég óska þess að frambjóðendur horfi í átt að skólunum og því starfi sem fram fer þar. Skólana vantar úrræði og verða stjórnvöld á öllum stjórnstigum að leggja enn meiri áherslu og fjármagn í þennan mikilvæga málaflokk. Skólarnir eru menntastofnanir þar sem nemendur eiga að geta stundað nám sitt og upplifað sig örugg. Sveitarstjórnarfólk og ríkisstjórn, setjið fjármagn í framtíð barnanna okkar og styðjum skóla landsins. Höfundur er skólastjóri
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun