Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar 18. október 2025 14:01 Flugumferðarstjórar hafa boðað fimm skæruverkföll frá og með morgundeginum sunnudaginn 19. október til laugardagsins 25. október. Verkföllin munu hafa áhrif á flugrekstur á Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og yfirflug á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Verkföllin munu trufla ferðalög og valda íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum miklu fjárhagstjóni. Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra eru fastir liðir eins og venjulega, flugumferðarstjórar láta hvorki heimsfaraldur, náttúrhamfarir né gjaldþrot íslenskra flugfélaga hafa áhrif á sig við samningaborðið. Forysta flugumferðarstjóra hefur fengið skýr skilaboð frá Samtökum atvinnulífsins um að ekki verður samið um launahækkanir umfram aðrar stéttir. Meginmarkmið gildandi kjarasamninga við allan vinnumarkaðinn var að ná efnahagslegum stöðugleika en flugumferðarstjórar telja sig undanskilda í krafti þess að þeir geta lokað flugsamgöngum til og frá landinu, á landinu og yfir landið. Samningaviðræður við forystu flugumferðarstjóra hafa staðið yfir sleitulaust allt árið. Áhrif verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra eru mikil þrátt fyrir að stéttin sé fámenn. Ætla má að beinn kostnaður hagkerfisins af völdum algerrar stöðvunar flugsamgangna í einn dag nemi um 1,5 milljörðum. Hagkerfið verður af tekjum vegna minni neyslu ferðamanna þegar truflun verður á flugsamgöngum auk þess verður verulegt annars konar beint tjón sem flugfélög verða fyrir af völdum vinnustöðvunar. Fjárhagslegt tjón til skemmri tíma er eitt en til lengri tíma hafa aðgerðirnar slæm áhrif á ímynd Íslands sem áfangastaðar og draga úr trúverðugleika íslenskrar flugleiðsöguþjónustu. Auk þess er mikilvægt að líta til þess að öfugt við flest önnur nágrannaríki er flug til og frá landinu eina tenging okkar við útlönd, af því leiðir að tjón vegna stöðvunar flugsamgangna er umtalsvert meira en mælist í hagtölum. Fyrirhuguð verkföll sem hafa verið boðuð eru einungis fyrsta hrinan, í kjölfarið verður væntanlega boðað til fleiri verkfalla sem munu standa yfir á komandi vikum og mánuðum. Aðgerðir flugumferðarstjóra munu bitna á fjölda venjulegs fólks og þær munu bitna á fyrirtækjum í íslenskri ferðaþjónustu, draga þrótt úr útflutningsfyrirtækjum sem við byggjum okkar lífskjör á. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Margrét Oddsdóttir Kjaramál Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Fleygurinn Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Samstarf Norðurlanda Davíð Stefánsson Skoðun Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Ímyndarvandi vítisáhugafólks Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Sjá meira
Flugumferðarstjórar hafa boðað fimm skæruverkföll frá og með morgundeginum sunnudaginn 19. október til laugardagsins 25. október. Verkföllin munu hafa áhrif á flugrekstur á Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og yfirflug á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Verkföllin munu trufla ferðalög og valda íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum miklu fjárhagstjóni. Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra eru fastir liðir eins og venjulega, flugumferðarstjórar láta hvorki heimsfaraldur, náttúrhamfarir né gjaldþrot íslenskra flugfélaga hafa áhrif á sig við samningaborðið. Forysta flugumferðarstjóra hefur fengið skýr skilaboð frá Samtökum atvinnulífsins um að ekki verður samið um launahækkanir umfram aðrar stéttir. Meginmarkmið gildandi kjarasamninga við allan vinnumarkaðinn var að ná efnahagslegum stöðugleika en flugumferðarstjórar telja sig undanskilda í krafti þess að þeir geta lokað flugsamgöngum til og frá landinu, á landinu og yfir landið. Samningaviðræður við forystu flugumferðarstjóra hafa staðið yfir sleitulaust allt árið. Áhrif verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra eru mikil þrátt fyrir að stéttin sé fámenn. Ætla má að beinn kostnaður hagkerfisins af völdum algerrar stöðvunar flugsamgangna í einn dag nemi um 1,5 milljörðum. Hagkerfið verður af tekjum vegna minni neyslu ferðamanna þegar truflun verður á flugsamgöngum auk þess verður verulegt annars konar beint tjón sem flugfélög verða fyrir af völdum vinnustöðvunar. Fjárhagslegt tjón til skemmri tíma er eitt en til lengri tíma hafa aðgerðirnar slæm áhrif á ímynd Íslands sem áfangastaðar og draga úr trúverðugleika íslenskrar flugleiðsöguþjónustu. Auk þess er mikilvægt að líta til þess að öfugt við flest önnur nágrannaríki er flug til og frá landinu eina tenging okkar við útlönd, af því leiðir að tjón vegna stöðvunar flugsamgangna er umtalsvert meira en mælist í hagtölum. Fyrirhuguð verkföll sem hafa verið boðuð eru einungis fyrsta hrinan, í kjölfarið verður væntanlega boðað til fleiri verkfalla sem munu standa yfir á komandi vikum og mánuðum. Aðgerðir flugumferðarstjóra munu bitna á fjölda venjulegs fólks og þær munu bitna á fyrirtækjum í íslenskri ferðaþjónustu, draga þrótt úr útflutningsfyrirtækjum sem við byggjum okkar lífskjör á. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar