Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hjörvar Ólafsson skrifar 19. október 2025 21:08 Sigurður Bjartur Hallsson setti þrennu í þessum leik. Vísir/Anton Brink Valur og FH mættust í næstsíðustu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin mættu pressulaus til leiks og útkoman varð bráðskemmtilegur átta marka leikur þar sem lokatölur urðu 4-4. Sigurður Bjartur Hallsson náði forystunni fyrir FH eftir sjö mínútna leik en hann Sigurður Bjartur fékk þá sendingu frá Baldri Kára Helgasyni og kláraði færið vel með því að setja boltann í stöngina og inn. Sigurður Bjartur var svo aftur á ferðinni eftir rúmlega stundarfjórðungs leik þegar hann skoraði einkar snoturt mark. Tómas Orri Róbertsson fann þá Sigurð Bjart í vítateig Vals og framherjinn tók netta hælspyrnu sem endaði í markinu. Valsmenn minnkuðu svo muninn um miðbik fyrri hálfleiks. Adam Ægir Pálsson setti þá boltann í Arngrím Bjart Guðmundsson og þaðan fór boltann í þverslána og inn. Valur fékk svo vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks þegar Grétar Snær Gunnarsson hélt í Hólmar Örn Eyjólfsson. Sigurður Egill Lárusson, sem var að spila sinn síðasta heimaleik fyrir Val, steig á vítapunktinn, skoraði af feykilegu öryggi og jafnaði metin fyrir Valsliðið. Tryggi Hrafn Haraldsson kom svo Val í 3-2 í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Sigurður Egill setti þá Tryggva Hrafn í gegn og framherjinn slúttaði færinu af stakri prýði með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Tryggvi Hrafn var þarna að skora sitt 11. deildarmark á tímabilinu. Ísak Óli Ólafsson jafnaði svo metin fyrir FH þegar hann skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir hornspyrnu Kjartans Kára Halldórssonar þegar rúmlega klukkutími var liðinn af leiknum. Stuðningsmenn Vals hafa líklega haldið að Lúkas Logi Heimisson væri að tryggja heimamönnum sigur þegar hann kom Val í 4-3 fimm mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Lúkas Logi, sem kom inná sem varamaður, köttaði þá inn á völlinn og skoraði með föstu skoti í nærhornið. Sigurður Bjartur var ekki á sama máli en hann fullkomnaði þrennu sína skömmu síðar þegar hann skallaði hárnákvæma fyrirgjöf Kjartans Kára í netið. Ekki var meira skorað í leiknum og niðurstaðan bráðskemmtilegt 4-4 jafntefli. Sigurður Bjartur hefur nú skorað 13 mörk í deildinni í sumar. Patrick Pedersen, framherji Vals, skoraði 18. mörk í deildinni áður en hann sleit hásin í bikarúrslitaleiknum við Vestra í lok ágúst. Patrick er markahæstur í deildinni en Aron Sigurðarson er næst markahæstur með 14 mörk og Sigurður Bjartur er þriðji með sín 13 mörk. Örvar Eggertsson og Andri Rúnar Bjarnason, liðsfélagar hjá Stjörnunni, KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson, Hrannar Snær Magnússon, kantmaður Aftureldingar og Eiður Gauti Sæbjörnsson hjá KR eru svo í baráttu við hafa síðan skorað 12 mörk hver. Danirnir Niko Hansen, Víkingi, og Tobias Thomsen, Breiðabliki, eru svo skammt undan með tíu mörk hvor. Besta deild karla Valur FH
Valur og FH mættust í næstsíðustu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin mættu pressulaus til leiks og útkoman varð bráðskemmtilegur átta marka leikur þar sem lokatölur urðu 4-4. Sigurður Bjartur Hallsson náði forystunni fyrir FH eftir sjö mínútna leik en hann Sigurður Bjartur fékk þá sendingu frá Baldri Kára Helgasyni og kláraði færið vel með því að setja boltann í stöngina og inn. Sigurður Bjartur var svo aftur á ferðinni eftir rúmlega stundarfjórðungs leik þegar hann skoraði einkar snoturt mark. Tómas Orri Róbertsson fann þá Sigurð Bjart í vítateig Vals og framherjinn tók netta hælspyrnu sem endaði í markinu. Valsmenn minnkuðu svo muninn um miðbik fyrri hálfleiks. Adam Ægir Pálsson setti þá boltann í Arngrím Bjart Guðmundsson og þaðan fór boltann í þverslána og inn. Valur fékk svo vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks þegar Grétar Snær Gunnarsson hélt í Hólmar Örn Eyjólfsson. Sigurður Egill Lárusson, sem var að spila sinn síðasta heimaleik fyrir Val, steig á vítapunktinn, skoraði af feykilegu öryggi og jafnaði metin fyrir Valsliðið. Tryggi Hrafn Haraldsson kom svo Val í 3-2 í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Sigurður Egill setti þá Tryggva Hrafn í gegn og framherjinn slúttaði færinu af stakri prýði með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Tryggvi Hrafn var þarna að skora sitt 11. deildarmark á tímabilinu. Ísak Óli Ólafsson jafnaði svo metin fyrir FH þegar hann skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir hornspyrnu Kjartans Kára Halldórssonar þegar rúmlega klukkutími var liðinn af leiknum. Stuðningsmenn Vals hafa líklega haldið að Lúkas Logi Heimisson væri að tryggja heimamönnum sigur þegar hann kom Val í 4-3 fimm mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Lúkas Logi, sem kom inná sem varamaður, köttaði þá inn á völlinn og skoraði með föstu skoti í nærhornið. Sigurður Bjartur var ekki á sama máli en hann fullkomnaði þrennu sína skömmu síðar þegar hann skallaði hárnákvæma fyrirgjöf Kjartans Kára í netið. Ekki var meira skorað í leiknum og niðurstaðan bráðskemmtilegt 4-4 jafntefli. Sigurður Bjartur hefur nú skorað 13 mörk í deildinni í sumar. Patrick Pedersen, framherji Vals, skoraði 18. mörk í deildinni áður en hann sleit hásin í bikarúrslitaleiknum við Vestra í lok ágúst. Patrick er markahæstur í deildinni en Aron Sigurðarson er næst markahæstur með 14 mörk og Sigurður Bjartur er þriðji með sín 13 mörk. Örvar Eggertsson og Andri Rúnar Bjarnason, liðsfélagar hjá Stjörnunni, KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson, Hrannar Snær Magnússon, kantmaður Aftureldingar og Eiður Gauti Sæbjörnsson hjá KR eru svo í baráttu við hafa síðan skorað 12 mörk hver. Danirnir Niko Hansen, Víkingi, og Tobias Thomsen, Breiðabliki, eru svo skammt undan með tíu mörk hvor.
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti