Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. október 2025 15:00 Áfangastaðurinn var Akureyrarflugvöllur en vegna bilunar í flugvélinni var henni lent á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Tryggvi Flugvél á vegum Heimsferða sem lenti á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrarflugvallar í byrjun viku breytti um stefnu vegna vélarbilunar en ekki veðurs á áfangastað. Framkvæmdastjóri Heimsferða segir að um misskilning hafi verið að ræða. Á mánudag var rætt við hjón í Svarfaðardal sem voru á leið heim frá Tenerife til Akureyrar með Heimsferðum sem nýtir sér flugþjónustu Neos. Fyrst var vélinni seinkað um um það bil sex klukkustundir og síðan þegar loks var haldið af stað til Íslands var tilkynnt að ekki yrði lent á Akureyrarflugvelli líkt og stóð til heldur í Keflavík. „Við vorum að fara með eldri borgara til Kanaríeyja á sunnudagsmorgun. Síðan var staðan á Akureyrarflugvelli þannig að það var svo mikill hliðarvindur í háloftunum. Svo í stað þess að fara um morguninn þá gátu þeir lent klukkan 11:10 og svo þurftu þeir að bíða eftir að vindinn lægði,“ segir Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. Flugvélin átti að taka á loft klukkan átta um morguninn en svo fór að ekki var lagt af stað fyrr en rúmlega tvö. Hún flaug til Kanaríeyja með farþegana og var síðan flogið yfir til Tenerife til að flytja hjónin Unni Valgeirsdóttur og Klemenz Bjarka Gunnarsson og aðra ferðalanga aftur til Akureyrar. Þess vegna hafi verið seinkun til að byrja með að sögn Tómasar. „Klukkustund fyrir lendingu var okkur sagt að búið væri að breyta stefnu vélarinnar. Við værum á leiðinni til Keflavíkur vegna óhagstæðra veðurskilyrða á Akureyri,“ sagði Unnur á mánudag. Í svari við því segir Tómas hins vegar að um misskilning hafi verið að ræða. Á leiðinni heim hafi komið upp tæknilegir örðugleikar og þurfti flugmaðurinn að lenda á nærsta flugvelli öryggisins vegna. „Þegar um klukkustund var eftir til Akureyrar byrjaði viðvörunarljós að blikka í flugvélinni og var það mat flugstjórans að öruggast væri að forsvarsmenn Neos og sú ákvörðun að lenda í Keflavík hafi verið rétt metin. Í ljós kom bilun og þurfti því vélin að fara í skoðun,“ segir í skilaboðum sem Tómas sendi á farþegana fyrir hönd Heimsferða og biðst þar afsökunar á seinkuninni. Hann segir að útskýringar um slæm veðurskilyrði á Akureyri væru misskilningur. Vissulega hefðu verið slæm veðurskilyrði þegar vélin átti að fara af stað á sunnudagsmorgun en bilun í vélinni var ástæðan fyrir breyttum áfangastað. Tómas sagði engan hafa haft samband við Heimsferðir í kjölfar afsökunarbeiðninnar sem þau sendu á farþegana. Ferðalög Akureyri Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Sjá meira
Á mánudag var rætt við hjón í Svarfaðardal sem voru á leið heim frá Tenerife til Akureyrar með Heimsferðum sem nýtir sér flugþjónustu Neos. Fyrst var vélinni seinkað um um það bil sex klukkustundir og síðan þegar loks var haldið af stað til Íslands var tilkynnt að ekki yrði lent á Akureyrarflugvelli líkt og stóð til heldur í Keflavík. „Við vorum að fara með eldri borgara til Kanaríeyja á sunnudagsmorgun. Síðan var staðan á Akureyrarflugvelli þannig að það var svo mikill hliðarvindur í háloftunum. Svo í stað þess að fara um morguninn þá gátu þeir lent klukkan 11:10 og svo þurftu þeir að bíða eftir að vindinn lægði,“ segir Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. Flugvélin átti að taka á loft klukkan átta um morguninn en svo fór að ekki var lagt af stað fyrr en rúmlega tvö. Hún flaug til Kanaríeyja með farþegana og var síðan flogið yfir til Tenerife til að flytja hjónin Unni Valgeirsdóttur og Klemenz Bjarka Gunnarsson og aðra ferðalanga aftur til Akureyrar. Þess vegna hafi verið seinkun til að byrja með að sögn Tómasar. „Klukkustund fyrir lendingu var okkur sagt að búið væri að breyta stefnu vélarinnar. Við værum á leiðinni til Keflavíkur vegna óhagstæðra veðurskilyrða á Akureyri,“ sagði Unnur á mánudag. Í svari við því segir Tómas hins vegar að um misskilning hafi verið að ræða. Á leiðinni heim hafi komið upp tæknilegir örðugleikar og þurfti flugmaðurinn að lenda á nærsta flugvelli öryggisins vegna. „Þegar um klukkustund var eftir til Akureyrar byrjaði viðvörunarljós að blikka í flugvélinni og var það mat flugstjórans að öruggast væri að forsvarsmenn Neos og sú ákvörðun að lenda í Keflavík hafi verið rétt metin. Í ljós kom bilun og þurfti því vélin að fara í skoðun,“ segir í skilaboðum sem Tómas sendi á farþegana fyrir hönd Heimsferða og biðst þar afsökunar á seinkuninni. Hann segir að útskýringar um slæm veðurskilyrði á Akureyri væru misskilningur. Vissulega hefðu verið slæm veðurskilyrði þegar vélin átti að fara af stað á sunnudagsmorgun en bilun í vélinni var ástæðan fyrir breyttum áfangastað. Tómas sagði engan hafa haft samband við Heimsferðir í kjölfar afsökunarbeiðninnar sem þau sendu á farþegana.
Ferðalög Akureyri Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Sjá meira