Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar 17. október 2025 09:02 Oft er sagt að einfaldasta leiðin í stjórnmálum sé að deila og drottna. Það virðist bera árangur þegar kemur að málefnum leikskólanna þar sem foreldrum annars vegar og leikskólastarfsfólki hins vegar er talin trú um að hagsmunir þeirra séu ósamrýmanlegir. Eina leiðin til að takast á við áskoranir leikskólastigsins sé að velta byrðunum á foreldra með því að auka kostnað þeirra og/eða fækka þeim stundum sem börnin þeirra eru í leikskólanum. ASÍ og BSRB og stéttarfélög þar innan, að Eflingu undanskilinni, hafa risið upp og mótmælt þeim breytingum sem Reykjavíkurborg boðar í leikskólamálum, og hafa átt sér stað innan fleiri sveitarfélaga. Vistunartími á leikskólum þurfi að vera í einhverjum tengslum við vinnutíma foreldra og gjaldskrárhækkanir séu óásættanlegar. Gagnrýni stéttarfélaganna hefur alltaf einkennst af virðingu gagnvart starfsfólki leikskóla og ákalli um að kjör þeirra séu með besta móti. Við mótmælum hins vegar þeirri nálgun að annað hvort þurfi foreldrar eða starfsfólk leikskóla að bera meiri byrðar en þau ráða við með góðu móti. Margþætt hlutverk leikskóla Breytingarnar sem eru að verða á starfsemi leikskóla eru umfangsmiklar. Þær hafa aldrei komið til umfjöllunar í lýðræðislegum kosningum, þótt þær séu hápólitískar og geti haft mikil áhrif á bæði vinnumarkað og samfélag. Leikskólarnir gegna margþættu hlutverki í samfélaginu og eru grunnstofnun þegar kemur að menntun, uppeldi, barnavernd, jafnréttismálum, atvinnuþátttöku og jöfnuði, svo að fátt eitt sé nefnt. Sveitarfélögunum hefur reynst erfitt að standa undir rekstri leikskólanna af ýmsum ástæðum. Nefna má nauðsyn þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, skort á leikskólakennurum, vanfjármögnun leikskólanna, skort á innviðauppbyggingu og viðhaldi (mygla!), eitt leyfisbréf kennara, lengingu leikskólakennaranáms, styttingu vinnuvikunnar og aðrar kjarabætur. Þetta eru flókin viðfangsefni og stjórnendur sveitarfélaga og leikskóla eiga ekki að þurfa að glíma við þau ein. Loforðið sem kerfið gaf sjálfu sér Í samráðsferli Reykjavíkurborgar hafa foreldraráð verið kölluð til funda, sem eru ekki opnir öllum foreldrum. Markmið fundanna virðist meira snúast um að stjórnendur borgarinnar hamri á sínum sjónarmiðum en að hlusta á foreldra, sem jafnvel ganga út með þá tilfinningu að fallist þeir ekki á tillögur borgarinnar séu þeir að fara gegn starfsfólkinu sem annast börnin þeirra í leikskólum. Samhliða á sér stað samfélagsleg umræða sem einkennist af rangfærslum og upphrópunum, þar sem er gefið er í skyn að foreldar séu ekki nógu góðir og beri ekki hag barna sinna fyrir brjósti. Börnum þeirra sé nánast hætta búin á leikskólum, a.m.k. eftir kl. 15 á daginn eða eftir 14 á föstudögum! Í grunninn ganga breytingarnar út á að mæta þörfum kerfisins og þá ekki síst því loforði sem það gaf sjálfu sér (ekki þjónustuþegum) um að stytting vinnuvikunnar mætti ekki kosta neitt. Hér er þó kostnaðinum velt annað, nánar tiltekið á foreldra og stýritækin sem eru notuð gegn þeim eru þaulreynd: peningar og sektarkennd. Markmiðið er að fækka vistunartímum barna á leikskólum, í stað þess að bæta starfsaðstæður með öðrum hætti í þeim leikskólum þar sem þess er þörf. Þessi þróun er ekki bundin við Ísland. Nýverið hitti ég norræna kollega sem lýstu tilhneigingu ráðandi afla til að mála niðurskurðarstefnu upp sem barnvæna stefnumótun, því að það sé best fyrir börn að vera heima (hjá mæðrum sínum) og alls ekki of lengi annars staðar en heima, a.m.k. ekki ef það kostar. Þetta er pólitík samtímans og við erum í varnarbaráttu. Velferð barna og foreldra er samhangandi Börn verða alltaf hluti af samfélaginu sem þau búa í og þeim sem þykir vænt um velferð barna ætti að þykja líka vænt um velferð foreldra og þeirra sem annast börn. Þetta verður ekki aðskilið. Börn eiga rétt á bestu mögulegu umönnun og jafnvægið á milli skóla/leikskóla, heimilis og annarra úrræða er eilíft viðfangsefni. En það er ekki hægt að brjóta foreldra niður til að byggja upp leikskóla. Ef vinnandi foreldrar segja að aukin gjaldtaka og/eða styttri vistunartími sé þeim um megn á að hlusta á þá. Að stytta leikskóladag barna þýðir ekki sjálfkrafa að þau verði í öruggri umsjón foreldra sinna. Það muna eldri kynslóðir vel frá þeim tíma sem leikskólavist var munaðarvara og börnum þvælt á milli úrræða meðan mæður þeirra voru í vinnu. Það þarf ekki að varpa hagsmunum vinnandi foreldra fyrir róða til að vinnandi starfsfólk leikskóla geti komist í gegnum daginn. Þessir hagsmunir eru ekki andstæðir. Og við eigum ekki að leyfa stjórnmálaöflum og stjórnendum að mála þá upp sem slíka. Við í VR erum sannarlega tilbúin til samtals um lausnir og eigum okkur þann draum að umræðuna megi hefja upp úr þeim farvegi átaka sem hún hefur verið sett í. Leikskólarnir eru eitt það dýrmætasta sem samfélagið á og það verður að vanda til verka þegar gerðar eru breytingar á grunni þeirra. Ábyrgð borgarfulltrúa og sveitarstjórnarfólks er mikil og vonandi rísa þau undir henni. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Stéttarfélög Leikskólar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Oft er sagt að einfaldasta leiðin í stjórnmálum sé að deila og drottna. Það virðist bera árangur þegar kemur að málefnum leikskólanna þar sem foreldrum annars vegar og leikskólastarfsfólki hins vegar er talin trú um að hagsmunir þeirra séu ósamrýmanlegir. Eina leiðin til að takast á við áskoranir leikskólastigsins sé að velta byrðunum á foreldra með því að auka kostnað þeirra og/eða fækka þeim stundum sem börnin þeirra eru í leikskólanum. ASÍ og BSRB og stéttarfélög þar innan, að Eflingu undanskilinni, hafa risið upp og mótmælt þeim breytingum sem Reykjavíkurborg boðar í leikskólamálum, og hafa átt sér stað innan fleiri sveitarfélaga. Vistunartími á leikskólum þurfi að vera í einhverjum tengslum við vinnutíma foreldra og gjaldskrárhækkanir séu óásættanlegar. Gagnrýni stéttarfélaganna hefur alltaf einkennst af virðingu gagnvart starfsfólki leikskóla og ákalli um að kjör þeirra séu með besta móti. Við mótmælum hins vegar þeirri nálgun að annað hvort þurfi foreldrar eða starfsfólk leikskóla að bera meiri byrðar en þau ráða við með góðu móti. Margþætt hlutverk leikskóla Breytingarnar sem eru að verða á starfsemi leikskóla eru umfangsmiklar. Þær hafa aldrei komið til umfjöllunar í lýðræðislegum kosningum, þótt þær séu hápólitískar og geti haft mikil áhrif á bæði vinnumarkað og samfélag. Leikskólarnir gegna margþættu hlutverki í samfélaginu og eru grunnstofnun þegar kemur að menntun, uppeldi, barnavernd, jafnréttismálum, atvinnuþátttöku og jöfnuði, svo að fátt eitt sé nefnt. Sveitarfélögunum hefur reynst erfitt að standa undir rekstri leikskólanna af ýmsum ástæðum. Nefna má nauðsyn þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, skort á leikskólakennurum, vanfjármögnun leikskólanna, skort á innviðauppbyggingu og viðhaldi (mygla!), eitt leyfisbréf kennara, lengingu leikskólakennaranáms, styttingu vinnuvikunnar og aðrar kjarabætur. Þetta eru flókin viðfangsefni og stjórnendur sveitarfélaga og leikskóla eiga ekki að þurfa að glíma við þau ein. Loforðið sem kerfið gaf sjálfu sér Í samráðsferli Reykjavíkurborgar hafa foreldraráð verið kölluð til funda, sem eru ekki opnir öllum foreldrum. Markmið fundanna virðist meira snúast um að stjórnendur borgarinnar hamri á sínum sjónarmiðum en að hlusta á foreldra, sem jafnvel ganga út með þá tilfinningu að fallist þeir ekki á tillögur borgarinnar séu þeir að fara gegn starfsfólkinu sem annast börnin þeirra í leikskólum. Samhliða á sér stað samfélagsleg umræða sem einkennist af rangfærslum og upphrópunum, þar sem er gefið er í skyn að foreldar séu ekki nógu góðir og beri ekki hag barna sinna fyrir brjósti. Börnum þeirra sé nánast hætta búin á leikskólum, a.m.k. eftir kl. 15 á daginn eða eftir 14 á föstudögum! Í grunninn ganga breytingarnar út á að mæta þörfum kerfisins og þá ekki síst því loforði sem það gaf sjálfu sér (ekki þjónustuþegum) um að stytting vinnuvikunnar mætti ekki kosta neitt. Hér er þó kostnaðinum velt annað, nánar tiltekið á foreldra og stýritækin sem eru notuð gegn þeim eru þaulreynd: peningar og sektarkennd. Markmiðið er að fækka vistunartímum barna á leikskólum, í stað þess að bæta starfsaðstæður með öðrum hætti í þeim leikskólum þar sem þess er þörf. Þessi þróun er ekki bundin við Ísland. Nýverið hitti ég norræna kollega sem lýstu tilhneigingu ráðandi afla til að mála niðurskurðarstefnu upp sem barnvæna stefnumótun, því að það sé best fyrir börn að vera heima (hjá mæðrum sínum) og alls ekki of lengi annars staðar en heima, a.m.k. ekki ef það kostar. Þetta er pólitík samtímans og við erum í varnarbaráttu. Velferð barna og foreldra er samhangandi Börn verða alltaf hluti af samfélaginu sem þau búa í og þeim sem þykir vænt um velferð barna ætti að þykja líka vænt um velferð foreldra og þeirra sem annast börn. Þetta verður ekki aðskilið. Börn eiga rétt á bestu mögulegu umönnun og jafnvægið á milli skóla/leikskóla, heimilis og annarra úrræða er eilíft viðfangsefni. En það er ekki hægt að brjóta foreldra niður til að byggja upp leikskóla. Ef vinnandi foreldrar segja að aukin gjaldtaka og/eða styttri vistunartími sé þeim um megn á að hlusta á þá. Að stytta leikskóladag barna þýðir ekki sjálfkrafa að þau verði í öruggri umsjón foreldra sinna. Það muna eldri kynslóðir vel frá þeim tíma sem leikskólavist var munaðarvara og börnum þvælt á milli úrræða meðan mæður þeirra voru í vinnu. Það þarf ekki að varpa hagsmunum vinnandi foreldra fyrir róða til að vinnandi starfsfólk leikskóla geti komist í gegnum daginn. Þessir hagsmunir eru ekki andstæðir. Og við eigum ekki að leyfa stjórnmálaöflum og stjórnendum að mála þá upp sem slíka. Við í VR erum sannarlega tilbúin til samtals um lausnir og eigum okkur þann draum að umræðuna megi hefja upp úr þeim farvegi átaka sem hún hefur verið sett í. Leikskólarnir eru eitt það dýrmætasta sem samfélagið á og það verður að vanda til verka þegar gerðar eru breytingar á grunni þeirra. Ábyrgð borgarfulltrúa og sveitarstjórnarfólks er mikil og vonandi rísa þau undir henni. Höfundur er formaður VR.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun