Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar 16. október 2025 17:01 Í litlum samfélögum ríkir oft samheldni sem er bæði dýrmæt og nauðsynleg. Við þekkjumst, hjálpumst að og viljum helst forðast átök. En þegar við hættum að segja hug okkar til að forðast árekstra eða missa vinsældir, fórnum við heiðarleikanum fyrir þægindin og smám saman tekur meðvirknin völdin. Þegar fólk hættir að segja hug sinn af ótta við að styggja frændur, vini eða vinnufélaga, þá hættir samfélagið að vaxa. Það verður ákveðin stöðnun í umræðunni og þeir sem hugsa öðruvísi velja að þegja. Þannig verður meðvirkni ráðandi afl í stað virkrar þátttöku. Hræðslan við að vera „á móti“ Í litlum samfélögum er pólitík gjarnan mjög persónuleg. Nándin er meiri, ákvarðanir snerta vini, ættingja og nágranna og oft er erfitt að aðgreina málefni frá manneskjum. Þegar einhver mótmælir ákvörðun eða leggur fram gagnrýni, er það jafnvel túlkað sem árás á einstaklinginn frekar en sem heibrigð þátttaka í lýðræðislegri umræðu. En lýðræði snýst ekki um að vera sammála. Lýðræði snýst um að skapa rými fyrir ólíkar skoðanir, ræða hugmyndir og leita sameiginlegra lausna. Þegar gagnrýni er túlkuð sem persónulega árás eða neikvæðni, þá lærum við smám saman að þegja. Við tjáum ekki lengur það sem við teljum rétt, heldur það sem við teljum öruggt. Og þegar allir þegja, þá hverfur gagnsæið, frumkvæðið og trúin á að rödd okkar sem einstaklingar skipti máli. „Já-fólk“ og samtrygging menningarinnar Meðvirknimenning elur af sér „já-fólk“, fólk sem segir já til að halda friðinn eða þóknast, en ekki endilega af sannfæringu eða trú á málefninu sjálfu. Í stjórnmálum eða nefndarstörfum getur það þýtt að ákvarðanir eru teknar án raunverulegrar umræðu og án þess að mismunandi sjónarmið fái að heyrast. Þegar meðvirknin svo festir sig í sessi verður samtryggingin málefnunum yfirsterkari. Þá verður hver setur fram hugmynd mikilvægara en hvað hugmyndin sjálf felur í sér. Slíkt skapar ósýnileg valdakerfi þar sem stöður, ákvarðanir og stuðningur byggjast meira á tengslum en á hugmyndum eða hæfni. Slík menning dregur úr trausti, dregur úr hvötum til nýsköpunar og framtaks og skerðir getu samfélagsins til að takast á við viðfangsefni sín. Að þora að vera ósammála Það er ekki merki um óvináttu að vera ósammála. Þvert á móti er það þroska- og virðingarmerki gagnvart samfélaginu að þora að tjá skoðun, jafnvel þótt hún sé óþægileg. Að segja „ég sé þetta öðruvísi“ á ekki að vera ógn við neinn, heldur einmitt leið til þess að opna á samtal. Við þurfum að skapa menningu þar sem fólk getur rætt málefni án þess að verða að persónulegu skotmarki, þar sem við getum gagnrýnt hugmyndir án þess að ráðast á manneskjuna sem setti þær fram og síðast en ekki síst að að skapa rými þar sem ólíkum skoðunum er tekið fagnandi, samfélaginu til heilla. Samtalið er hornsteinn lýðræðisins Ef við viljum styrkja lýðræðið, þurfum við að byrja á umræðumenningunni. Við þurfum að æfa okkur í að hlusta, spyrja og ræða saman án þess að taka hlutum persónulega. Við þurfum líka að styrkja sjálfsmynd okkar sem samfélags: að ósamstaða í einstökum málum þýðir ekki ósætti, heldur eðlilega fjölbreytni í samfélagi. Slíkt er styrkur, ekki veikleiki. Við höfum einstaka möguleika til að byggja upp lýðræðislegt og skapandi samfélag. En það gerist ekki með því að allir séu sammála. Það gerist þegar við lærum listina að vera ósammála, af virðingu, hugrekki og væntumþykju til samfélagsins. Höfundur er félagsfræðingur með sérhæfingu í samfélagsþróun og nýsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í litlum samfélögum ríkir oft samheldni sem er bæði dýrmæt og nauðsynleg. Við þekkjumst, hjálpumst að og viljum helst forðast átök. En þegar við hættum að segja hug okkar til að forðast árekstra eða missa vinsældir, fórnum við heiðarleikanum fyrir þægindin og smám saman tekur meðvirknin völdin. Þegar fólk hættir að segja hug sinn af ótta við að styggja frændur, vini eða vinnufélaga, þá hættir samfélagið að vaxa. Það verður ákveðin stöðnun í umræðunni og þeir sem hugsa öðruvísi velja að þegja. Þannig verður meðvirkni ráðandi afl í stað virkrar þátttöku. Hræðslan við að vera „á móti“ Í litlum samfélögum er pólitík gjarnan mjög persónuleg. Nándin er meiri, ákvarðanir snerta vini, ættingja og nágranna og oft er erfitt að aðgreina málefni frá manneskjum. Þegar einhver mótmælir ákvörðun eða leggur fram gagnrýni, er það jafnvel túlkað sem árás á einstaklinginn frekar en sem heibrigð þátttaka í lýðræðislegri umræðu. En lýðræði snýst ekki um að vera sammála. Lýðræði snýst um að skapa rými fyrir ólíkar skoðanir, ræða hugmyndir og leita sameiginlegra lausna. Þegar gagnrýni er túlkuð sem persónulega árás eða neikvæðni, þá lærum við smám saman að þegja. Við tjáum ekki lengur það sem við teljum rétt, heldur það sem við teljum öruggt. Og þegar allir þegja, þá hverfur gagnsæið, frumkvæðið og trúin á að rödd okkar sem einstaklingar skipti máli. „Já-fólk“ og samtrygging menningarinnar Meðvirknimenning elur af sér „já-fólk“, fólk sem segir já til að halda friðinn eða þóknast, en ekki endilega af sannfæringu eða trú á málefninu sjálfu. Í stjórnmálum eða nefndarstörfum getur það þýtt að ákvarðanir eru teknar án raunverulegrar umræðu og án þess að mismunandi sjónarmið fái að heyrast. Þegar meðvirknin svo festir sig í sessi verður samtryggingin málefnunum yfirsterkari. Þá verður hver setur fram hugmynd mikilvægara en hvað hugmyndin sjálf felur í sér. Slíkt skapar ósýnileg valdakerfi þar sem stöður, ákvarðanir og stuðningur byggjast meira á tengslum en á hugmyndum eða hæfni. Slík menning dregur úr trausti, dregur úr hvötum til nýsköpunar og framtaks og skerðir getu samfélagsins til að takast á við viðfangsefni sín. Að þora að vera ósammála Það er ekki merki um óvináttu að vera ósammála. Þvert á móti er það þroska- og virðingarmerki gagnvart samfélaginu að þora að tjá skoðun, jafnvel þótt hún sé óþægileg. Að segja „ég sé þetta öðruvísi“ á ekki að vera ógn við neinn, heldur einmitt leið til þess að opna á samtal. Við þurfum að skapa menningu þar sem fólk getur rætt málefni án þess að verða að persónulegu skotmarki, þar sem við getum gagnrýnt hugmyndir án þess að ráðast á manneskjuna sem setti þær fram og síðast en ekki síst að að skapa rými þar sem ólíkum skoðunum er tekið fagnandi, samfélaginu til heilla. Samtalið er hornsteinn lýðræðisins Ef við viljum styrkja lýðræðið, þurfum við að byrja á umræðumenningunni. Við þurfum að æfa okkur í að hlusta, spyrja og ræða saman án þess að taka hlutum persónulega. Við þurfum líka að styrkja sjálfsmynd okkar sem samfélags: að ósamstaða í einstökum málum þýðir ekki ósætti, heldur eðlilega fjölbreytni í samfélagi. Slíkt er styrkur, ekki veikleiki. Við höfum einstaka möguleika til að byggja upp lýðræðislegt og skapandi samfélag. En það gerist ekki með því að allir séu sammála. Það gerist þegar við lærum listina að vera ósammála, af virðingu, hugrekki og væntumþykju til samfélagsins. Höfundur er félagsfræðingur með sérhæfingu í samfélagsþróun og nýsköpun.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun