Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2025 13:11 Donald Trump og Javier Milei, forsetar Bandaríkjanna og Argentínu. AP/Alex Brandon Ráðamenn innan ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, leita leiða til að tvöfalda fjárhagsaðstoð til Argentínu, vegna efnahagskragga þar. Þannig stendur til að aðstoða Javier Milei, forseta landsins, með fjörutíu milljarða dala fjárhagsaðstoð en eingöngu ef flokkur forsetans sigrar í þingkosningunum seinna í þessum mánuði. Trump hafði heitið tuttugu milljarða dala fjárveitingu til Argentínu en Scott Bessent, fjármálaráðherra, sagði í gær að einnig stæði til að beita öðrum leiðum til að tryggja tuttugu milljarða dala fjárfestingar í Argentínu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þessi fjárhagsaðstoð hefur mætt mótbárum bæði í Bandaríkjunum og í Argentínu. Á þriðjudaginn fór Milei á fund Trumps í Hvíta húsinu. Þar sagði Trump að Milei væri uppáhaldsforseti sinn og að hann vildi aðstoða nágranna sína í Argentínu. Hann gaf þó einnig til kynna að sú aðstoð væri háð því að flokkur Mileis sigraði í þingkosningum sem haldnar verða þann 26. október. „Ef hann tapar, munum við ekki verða gjafmildir í garð Argentínu,“ sagði Trump. „Ef hann tapar, erum við farnir.“ Margir Argentínumenn tóku þessum ummælum illa og til marks um að Trump væri með þessu að reyna að hafa áhrif á kosningar þar í landi. Fjárfestar virðast einnig hafa tekið ummælunum illa. Virði argentínska pesóins hefur lækkað töluvert og virði hlutabréfa í landinu lækkaði um allt að átta prósent. Pólitískir andstæðingar Milei gripu ummælin einnig á lofti og sökuðu forsetana tvo um að reyna að kúga argentínska kjósendur, eins og fram kemur í grein New York Times. Mikil vinna að verða vinur Trumps Milei hefur varið miklu púðri í að komast í náðirnar hjá Trump. Frá því hann varð forseti árið 2023 hefur hann margsinnis ferðast til Bandaríkjanna til að hitta Trump og nána bandamenn hans. Milei hefur þar að auki byggt utanríkisstefnu sína að miklu leyti á stefnu Trumps. Sú vinna virtist skila árangri í síðasta mánuði þegar fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti að fúlgum fjár yrði varið í að kaupa pesóa og þannig halda gengi argentínska miðilsins uppi. NYT segir að ferð Mileis til Washington í vikunni hafi verið farin til að fagna sigri og ítreka náin tengsl forsetanna. Þannig hefði Milei viljað stappa stálinu í Argentínumenn og kjósendur. Það virðist ekki hafa gerst og virðist sem að Trump hafi þess í stað óvart komið miklu höggi á sinn uppáhaldsforseta. Kannanir í Argentínu sýna að rúmlega sextíu prósent íbúa sjá Trump í neikvæðu ljósi og sérfræðingar segja Argentínumenn heilt yfir tortryggna í garð Bandaríkjamanna þegar kemur að mögulegum áhrifum þeirra á málefni Argentínu. Bændur reiðir Trump Innan Bandaríkjanna er einnig töluverð andstaða við aðstoð Trumps við Milei. Sérstaklega meðal bandarískra bænda. Margir bændur eiga í töluverðu basli þessa dagana eftir að ráðamenn í Kína hættu alfarið að kaupa afurðir eins og sojabaunir frá Bandaríkjunum, vegna viðskiptadeilna ríkisins. Þess í stað hafa Kínverjar litið til Argentínu og kaupa þeir sojabaunir þaðan í miklu magni. Nú velta margir bændur vestanhafs fyrir sér af hverju Bandaríkin eru að koma helsta keppinaut þeirra til aðstoðar, samkvæmt frétt CNN. Undanfarin ár hafa Bandaríkjamenn selt sojabaunir til Kína fyrir um tólf milljarða dala á ári, sem er helmingurinn af öllum baununum sem þeir selja. Aðgerðir ríkisstjórnar Trumps í málefnum innflytjenda hafa einnig komið niður á bandarískum bændum en marga þeirra skortir vinnuafl vegna aðgerðanna. Hækkandi kostnaður, háir vextir og lágt afurðaverð hefur einnig leitt til þess að margir bændur eru í kröggum. Trump hefur talað um að koma þessum bændum til aðstoðar, fjárhagslega. Bændur segjast þó frekar vilja selja afurðir sínar en að þiggja fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Það hefur þó farið í taugarnar á mörgum að áætlun um aðstoð handa þeim liggur ekki fyrir en þess í stað er þegar ljóst að aðstoða eigi Argentínu með fjörutíu milljörðum dala. Bandaríkin Argentína Donald Trump Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Trump hafði heitið tuttugu milljarða dala fjárveitingu til Argentínu en Scott Bessent, fjármálaráðherra, sagði í gær að einnig stæði til að beita öðrum leiðum til að tryggja tuttugu milljarða dala fjárfestingar í Argentínu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þessi fjárhagsaðstoð hefur mætt mótbárum bæði í Bandaríkjunum og í Argentínu. Á þriðjudaginn fór Milei á fund Trumps í Hvíta húsinu. Þar sagði Trump að Milei væri uppáhaldsforseti sinn og að hann vildi aðstoða nágranna sína í Argentínu. Hann gaf þó einnig til kynna að sú aðstoð væri háð því að flokkur Mileis sigraði í þingkosningum sem haldnar verða þann 26. október. „Ef hann tapar, munum við ekki verða gjafmildir í garð Argentínu,“ sagði Trump. „Ef hann tapar, erum við farnir.“ Margir Argentínumenn tóku þessum ummælum illa og til marks um að Trump væri með þessu að reyna að hafa áhrif á kosningar þar í landi. Fjárfestar virðast einnig hafa tekið ummælunum illa. Virði argentínska pesóins hefur lækkað töluvert og virði hlutabréfa í landinu lækkaði um allt að átta prósent. Pólitískir andstæðingar Milei gripu ummælin einnig á lofti og sökuðu forsetana tvo um að reyna að kúga argentínska kjósendur, eins og fram kemur í grein New York Times. Mikil vinna að verða vinur Trumps Milei hefur varið miklu púðri í að komast í náðirnar hjá Trump. Frá því hann varð forseti árið 2023 hefur hann margsinnis ferðast til Bandaríkjanna til að hitta Trump og nána bandamenn hans. Milei hefur þar að auki byggt utanríkisstefnu sína að miklu leyti á stefnu Trumps. Sú vinna virtist skila árangri í síðasta mánuði þegar fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti að fúlgum fjár yrði varið í að kaupa pesóa og þannig halda gengi argentínska miðilsins uppi. NYT segir að ferð Mileis til Washington í vikunni hafi verið farin til að fagna sigri og ítreka náin tengsl forsetanna. Þannig hefði Milei viljað stappa stálinu í Argentínumenn og kjósendur. Það virðist ekki hafa gerst og virðist sem að Trump hafi þess í stað óvart komið miklu höggi á sinn uppáhaldsforseta. Kannanir í Argentínu sýna að rúmlega sextíu prósent íbúa sjá Trump í neikvæðu ljósi og sérfræðingar segja Argentínumenn heilt yfir tortryggna í garð Bandaríkjamanna þegar kemur að mögulegum áhrifum þeirra á málefni Argentínu. Bændur reiðir Trump Innan Bandaríkjanna er einnig töluverð andstaða við aðstoð Trumps við Milei. Sérstaklega meðal bandarískra bænda. Margir bændur eiga í töluverðu basli þessa dagana eftir að ráðamenn í Kína hættu alfarið að kaupa afurðir eins og sojabaunir frá Bandaríkjunum, vegna viðskiptadeilna ríkisins. Þess í stað hafa Kínverjar litið til Argentínu og kaupa þeir sojabaunir þaðan í miklu magni. Nú velta margir bændur vestanhafs fyrir sér af hverju Bandaríkin eru að koma helsta keppinaut þeirra til aðstoðar, samkvæmt frétt CNN. Undanfarin ár hafa Bandaríkjamenn selt sojabaunir til Kína fyrir um tólf milljarða dala á ári, sem er helmingurinn af öllum baununum sem þeir selja. Aðgerðir ríkisstjórnar Trumps í málefnum innflytjenda hafa einnig komið niður á bandarískum bændum en marga þeirra skortir vinnuafl vegna aðgerðanna. Hækkandi kostnaður, háir vextir og lágt afurðaverð hefur einnig leitt til þess að margir bændur eru í kröggum. Trump hefur talað um að koma þessum bændum til aðstoðar, fjárhagslega. Bændur segjast þó frekar vilja selja afurðir sínar en að þiggja fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Það hefur þó farið í taugarnar á mörgum að áætlun um aðstoð handa þeim liggur ekki fyrir en þess í stað er þegar ljóst að aðstoða eigi Argentínu með fjörutíu milljörðum dala.
Bandaríkin Argentína Donald Trump Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira