Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. október 2025 07:02 Arnar Baldvinsson og Björgvin Arnarsson. Vísir/Bjarni Tólf ára hreyfihamlaður drengur segist finna fyrir miklu frelsi eftir að fjölskylda hans festi kaup á rafmagnsfjórhjóli sem gerir honum kleift að slást í för með vinum sínum um holt og hæðir. Faðir drengsins segist langþreyttur á baráttu við Sjúkratryggingar Íslands. Hinn tólf ára Björgvin Arnar fæddist með hryggrauf eða klofinn hrygg og því lamaður fyrir neðan hné. Það hefur um langt skeið valdið honum hugarangri að geta ekki fylgt vinum sínum í hjólaferðir og göngur um holt og hæðir í nágrenni við heimili þeirra í Grafarholti en það breyttist allt fyrir nokkrum mánuðum þegar að fjölskylda hans festi kaup á nýju rafmagnsfjórhóli sem er hannað fyrir fólk með skerta hreyfigetu. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Björgvin keyra um torfærur í Grafarholti á nýja tryllitækinu. Er þetta ekki ótrúlega gaman? „Já, mjög gaman, sérstaklega í svona torfærum með fullt af steinum og þannig,“ sagði Björgvin. Arnar Baldvinsson, faðir Björgvins, segir að um allt annað líf sé að ræða bæði fyrir Björgvin og fjölskylduna. „Hann er miklu, miklu sjálfstæðari. Gerir allt sem hann langar að gera. Miklu meira úti með vinum sínum. Það er bara magnað að sjá hvað hann er að njóta sín.“ Áður en tækið kom til sögunnar var Björgvin líklegri til að einangrast og festast heima í tölvunni. Það er fátt sem græjan ræður ekki við en sem dæmi kemst hún upp stiga. „Við fórum upp á Úlfarsfell um daginn og það voru allir sem við mættum á leiðinni sem spurðu: Heldurðu að hann fari alla leið? Og það var ekkert mál fyrir hann,“ sagði Arnar. „Stundum gat ég fyrst ekki gert það mikið sem ég get núna gert á þessu tæki. Það er mjög frelsandi fyrir mig,“ sagði Björgvin. Sjúkratryggingar Íslands neita að niðurgreiða tækjakaupin þrátt fyrir þessi miklu áhrif. Arnar kveðst langþreyttur á eilífðarbaráttu við Sjúkratrygginar. „Við fréttum af því að það er hægt að fá rafhjólastyrk og sóttum um hann hjá Sjúkratryggingum og fengum synjun á það því það eru fjögur hjól undir þessu en ekki þrjú eins og segir í reglunum,“ Arnar. Hann vinni nú að málinu ásamt lögfræðingi Öryrkjabandalagsins sem telji málið rangt metið hjá SÍ. „Hann spurði mig hvað ég vilji gera. Ég sagði að ég vildi fara alla leið og kærði þetta til úrskurðarnefndar velferðarmála.“ Málefni fatlaðs fólks Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Hinn tólf ára Björgvin Arnar fæddist með hryggrauf eða klofinn hrygg og því lamaður fyrir neðan hné. Það hefur um langt skeið valdið honum hugarangri að geta ekki fylgt vinum sínum í hjólaferðir og göngur um holt og hæðir í nágrenni við heimili þeirra í Grafarholti en það breyttist allt fyrir nokkrum mánuðum þegar að fjölskylda hans festi kaup á nýju rafmagnsfjórhóli sem er hannað fyrir fólk með skerta hreyfigetu. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Björgvin keyra um torfærur í Grafarholti á nýja tryllitækinu. Er þetta ekki ótrúlega gaman? „Já, mjög gaman, sérstaklega í svona torfærum með fullt af steinum og þannig,“ sagði Björgvin. Arnar Baldvinsson, faðir Björgvins, segir að um allt annað líf sé að ræða bæði fyrir Björgvin og fjölskylduna. „Hann er miklu, miklu sjálfstæðari. Gerir allt sem hann langar að gera. Miklu meira úti með vinum sínum. Það er bara magnað að sjá hvað hann er að njóta sín.“ Áður en tækið kom til sögunnar var Björgvin líklegri til að einangrast og festast heima í tölvunni. Það er fátt sem græjan ræður ekki við en sem dæmi kemst hún upp stiga. „Við fórum upp á Úlfarsfell um daginn og það voru allir sem við mættum á leiðinni sem spurðu: Heldurðu að hann fari alla leið? Og það var ekkert mál fyrir hann,“ sagði Arnar. „Stundum gat ég fyrst ekki gert það mikið sem ég get núna gert á þessu tæki. Það er mjög frelsandi fyrir mig,“ sagði Björgvin. Sjúkratryggingar Íslands neita að niðurgreiða tækjakaupin þrátt fyrir þessi miklu áhrif. Arnar kveðst langþreyttur á eilífðarbaráttu við Sjúkratrygginar. „Við fréttum af því að það er hægt að fá rafhjólastyrk og sóttum um hann hjá Sjúkratryggingum og fengum synjun á það því það eru fjögur hjól undir þessu en ekki þrjú eins og segir í reglunum,“ Arnar. Hann vinni nú að málinu ásamt lögfræðingi Öryrkjabandalagsins sem telji málið rangt metið hjá SÍ. „Hann spurði mig hvað ég vilji gera. Ég sagði að ég vildi fara alla leið og kærði þetta til úrskurðarnefndar velferðarmála.“
Málefni fatlaðs fólks Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira