Innlent

Ís­lands­banki ætlar að hafa frum­kvæði að endur­greiðslu til kúnna

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum áfram um Hæstaréttardóminn frá því í gær þegar lán Íslandsbanka voru dæmd ólögleg. 

Við heyrum í bankastjóranum sem segir að bankinn ætli að hafa frumkvæði að því að endurgreiða þeim viðskiptavinum bankans sem hafa farið illa út úr lántökunni á því tímabili sem um ræðir. Til skoðunar er hversu marga viðskiptavini er um að ræða. 

Einnig fjöllum við um brunann sem varð á Ásbrú í nótt þar sem mikið tjón varð en slökkvistarfi lauk nú fyrir hádegið. 

Að auki segjum við frá áformum Þórkötlu um að endurselja fasteignir í Grindavík til íbúa í bænum. 

Í sportpakka dagsins er það landsleikur í handbolta sem verður til umræðu en spilað verður á nýjum heimavelli að þessu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×