Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, Soffia S. Sigurgeisdóttir og Elva Rakel Jónsdóttir skrifa 15. október 2025 09:03 Í áratugi höfum við metið árangur þjóða út frá hagvexti, mældum í vergri þjóðarframleiðslu (VÞF eða GDP). En við höfum sjaldan spurt: Hvað kostar þessi vöxtur? Hvernig hefur hann áhrif á heilsu og velsæld fólks, félagslegt réttlæti og auðlindir náttúrunnar sem líf okkar byggir á? Margt af því sem eykur hagvöxt hefur neikvæð áhrif á þessa þætti, eins og byggingarframkvæmdir sem stuðla að losun gróðurhúsalofttegunda, þungaflutningar sem valda loftmengun eða neysla á einnota vörum. Samkvæmt nýjustu úttekt World Economic Forum (Global Risks Report 2025) hefur ofnýting auðlinda og hnignun vistkerfa bein áhrif á framleiðni, hagvöxt og efnahagslegan stöðugleika. Aukin fjárhagsleg útgjöld þjóða og atvinnulífs vegna loftslagsbreytinga er staðreynd og til viðbótar er að aukast hratt sá kostnaður sem tengist skertri framleiðslugetu vinnuafls vegna hnignandi heilsu og vellíðan starfsfólks. Samfélög þurfa að horfast í augu við auknar lýðheilsu áskoranir líkt og aukið þunglyndi, meiri streitu, einsemd, félagslega einangrun og kulnun. Áætlað er að um 330 milljónir manna glími nú við þunglyndi á heimsvísu og telur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að þunglyndi sé ein helsta orsök örorku á heimsvísu og svo er einnig hér á landi. Samkvæmt OECD nemur heildarkostnaður geðraskana að jafnaði um 4,9% af landsframleiðslu í OECD-ríkjum, þar af um helmingur vegna tapaðrar framleiðni og minni afkasta á vinnumarkaði. Þessi þróun er einnig að eiga sér stað hér á landi. Samkvæmt nýútgefnum Talnabrunni Embættis landlæknis metur einn þriðji fullorðinna geðheilsu sína slæma, tæplega þriðjungur finnur fyrir mikilli streitu, 11% upplifa oft einmanaleika, aðeins helmingur telur sig mjög hamingjusöm og einungis 17% upplifa mikla velsæld. Við hljótum að geta gert betur. Þessi samtenging, á milli hámörkunar hagvaxtar og hnignunar velsældar, kallar á nýja nálgun. Við þurfum að spyrja; Hvenær hættir meiri vöxtur að skila raunverulegum ávinningi fyrir samfélagið og byrjar þess í stað að grafa undan heilsu, velsæld, félagstengslum og sjálfbærni? Ný sýn á árangur Velsældarhagkerfi býður upp á nýja nálgun. Það leggur áherslu á að mæla og efla raunveruleg lífsgæði fólks og náttúru, ekki aðeins hagvöxt. Markmiðið er að tryggja heilsu, jöfnuð, menntun, sjálfbærni og samfélagslegt öryggi og að ákvarðanir, hvort sem er í ríkisfjármálum eða rekstri fyrirtækja, miði að því að bæta lífsgæði í stað þess að hámarka einungis framleiðni. Ísland hefur þegar stigið mikilvægt skref í þessa átt með því að innleiða 40 velsældarvísa sem byggja á félagslegum, efnahagslegum og umhverfislegum þáttum. Þessir mælikvarðar tengjast heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og nýju regluverki ESB um sjálfbærni (ESRS), og skapa þannig sameiginlegan grunn til að meta árangur út frá heildstæðri sýn. Sameiginleg ábyrgð stjórnvalda og atvinnulífs Velsæld er ekki aðeins markmið stjórnvalda, hún er sameiginleg ábyrgð atvinnulífsins og okkar allra. Fyrirtæki og stofnanir hafa tækifæri til að vera virkir þátttakendur í umbreytingunni með því að samþætta velsældar viðmið við stefnumótun, mannauðsstjórnun og og ábyrgan rekstur. Þau fyrirtæki sem forgangsraða í þágu velsældar eru betur í stakk búin til að takast á við áföll og breytingar. Áhersla á vellíðan og aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs getur auk þess stuðlað að meiri starfsánægju og þátttöku starfsfólks og haft góð áhrif á nýsköpun og framleiðni Það sem skiptir máli er ekki aðeins að vaxa, heldur að huga að því hvernig við vöxum og fyrir hverja. Ef við breytum ekki hagkerfinu, helst þróunin óbreytt. En ef við breytum því í þágu velsældar, þá breytist margt til hins betra. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir er sviðsstjóri lýðheilsu Embættis Landlæknis Soffia S. Sigurgeisdóttir er framkvæmdastjóri Langbrókar Elva Rakel Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Festu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Soffía S. Sigurgeirsdóttir Elva Rakel Jónsdóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í áratugi höfum við metið árangur þjóða út frá hagvexti, mældum í vergri þjóðarframleiðslu (VÞF eða GDP). En við höfum sjaldan spurt: Hvað kostar þessi vöxtur? Hvernig hefur hann áhrif á heilsu og velsæld fólks, félagslegt réttlæti og auðlindir náttúrunnar sem líf okkar byggir á? Margt af því sem eykur hagvöxt hefur neikvæð áhrif á þessa þætti, eins og byggingarframkvæmdir sem stuðla að losun gróðurhúsalofttegunda, þungaflutningar sem valda loftmengun eða neysla á einnota vörum. Samkvæmt nýjustu úttekt World Economic Forum (Global Risks Report 2025) hefur ofnýting auðlinda og hnignun vistkerfa bein áhrif á framleiðni, hagvöxt og efnahagslegan stöðugleika. Aukin fjárhagsleg útgjöld þjóða og atvinnulífs vegna loftslagsbreytinga er staðreynd og til viðbótar er að aukast hratt sá kostnaður sem tengist skertri framleiðslugetu vinnuafls vegna hnignandi heilsu og vellíðan starfsfólks. Samfélög þurfa að horfast í augu við auknar lýðheilsu áskoranir líkt og aukið þunglyndi, meiri streitu, einsemd, félagslega einangrun og kulnun. Áætlað er að um 330 milljónir manna glími nú við þunglyndi á heimsvísu og telur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að þunglyndi sé ein helsta orsök örorku á heimsvísu og svo er einnig hér á landi. Samkvæmt OECD nemur heildarkostnaður geðraskana að jafnaði um 4,9% af landsframleiðslu í OECD-ríkjum, þar af um helmingur vegna tapaðrar framleiðni og minni afkasta á vinnumarkaði. Þessi þróun er einnig að eiga sér stað hér á landi. Samkvæmt nýútgefnum Talnabrunni Embættis landlæknis metur einn þriðji fullorðinna geðheilsu sína slæma, tæplega þriðjungur finnur fyrir mikilli streitu, 11% upplifa oft einmanaleika, aðeins helmingur telur sig mjög hamingjusöm og einungis 17% upplifa mikla velsæld. Við hljótum að geta gert betur. Þessi samtenging, á milli hámörkunar hagvaxtar og hnignunar velsældar, kallar á nýja nálgun. Við þurfum að spyrja; Hvenær hættir meiri vöxtur að skila raunverulegum ávinningi fyrir samfélagið og byrjar þess í stað að grafa undan heilsu, velsæld, félagstengslum og sjálfbærni? Ný sýn á árangur Velsældarhagkerfi býður upp á nýja nálgun. Það leggur áherslu á að mæla og efla raunveruleg lífsgæði fólks og náttúru, ekki aðeins hagvöxt. Markmiðið er að tryggja heilsu, jöfnuð, menntun, sjálfbærni og samfélagslegt öryggi og að ákvarðanir, hvort sem er í ríkisfjármálum eða rekstri fyrirtækja, miði að því að bæta lífsgæði í stað þess að hámarka einungis framleiðni. Ísland hefur þegar stigið mikilvægt skref í þessa átt með því að innleiða 40 velsældarvísa sem byggja á félagslegum, efnahagslegum og umhverfislegum þáttum. Þessir mælikvarðar tengjast heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og nýju regluverki ESB um sjálfbærni (ESRS), og skapa þannig sameiginlegan grunn til að meta árangur út frá heildstæðri sýn. Sameiginleg ábyrgð stjórnvalda og atvinnulífs Velsæld er ekki aðeins markmið stjórnvalda, hún er sameiginleg ábyrgð atvinnulífsins og okkar allra. Fyrirtæki og stofnanir hafa tækifæri til að vera virkir þátttakendur í umbreytingunni með því að samþætta velsældar viðmið við stefnumótun, mannauðsstjórnun og og ábyrgan rekstur. Þau fyrirtæki sem forgangsraða í þágu velsældar eru betur í stakk búin til að takast á við áföll og breytingar. Áhersla á vellíðan og aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs getur auk þess stuðlað að meiri starfsánægju og þátttöku starfsfólks og haft góð áhrif á nýsköpun og framleiðni Það sem skiptir máli er ekki aðeins að vaxa, heldur að huga að því hvernig við vöxum og fyrir hverja. Ef við breytum ekki hagkerfinu, helst þróunin óbreytt. En ef við breytum því í þágu velsældar, þá breytist margt til hins betra. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir er sviðsstjóri lýðheilsu Embættis Landlæknis Soffia S. Sigurgeisdóttir er framkvæmdastjóri Langbrókar Elva Rakel Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Festu
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar