Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. október 2025 22:51 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir titring hafa verið á fjármálamörkuðum undanfarið en vísar sem nýttir eru til að rýna í hvort kreppa sé yfirvofandi tali hver á móti öðrum. Hann telur að það muni alltaf eitthvað bakslag eiga sér stað en undirliggjandi styrkleikar geti komið í veg fyrir að það endi í kreppu. „Það kemur alltaf bakslag en hvort það verður að kreppu og djúpum vandræðum, það ræðst á endanum af því hvort það séu einhver bjargráð og undirliggjandi styrkleikar sem koma í veg fyrir að allt fari í skrúfuna,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. „Það hefur verið mikill titringur á mörkuðum undanfarið. Ef maður rýnir í það sem við erum vön að horfa til til að gefa vísbendingar um líkurnar á niðursveiflu þá skiptist það í tvö horn.“ Til að mynda sé hægt að líta til þróunar verðlags gulls og bakslag í rafmyntum sem bendi til bakslags en hins vegar séu vísar sem bendi ekki til yfirvofandi bakslags, líkt og virði kopars sem gefi vísbendingar um hvað iðnaðurinn sé að fara að gera. „Kopar, sem er stundum kallað doktor kopar því að verðþróun og verð á kopar virðist segja til um taktinn í heimskerfinu fram í tímann. Hann hefur haldið vel í sjó og frekar verið að sækja í sig veðrið undanfarið,“ segir hann. „Á meðan er gullið áhættu- og verðbólguvörn því gull ber enga ávöxtun en það hækkar í takti við verðtryggingu í heiminum og þykir gott til þess að verja sig fyrir verðsveiflum og verðbólgu.“ Jón Bjarki segir það jafnframt varhugavert að ráðleggja fólki að fara í slíkar fjárfestingar. Það sé klókt fyrir fólk sem vilji dreifa áhættunni að setja einhvern hlut af eignum sínum í sjóði sem fjárfesta í slíku. Hann útilokar ekki að eitthvert bakslag eða kreppa muni eiga sér stað og leiti stórir fjárfestar í áhættudreifingu. „Það gerir oft ekki boð á undan sér þegar svona skellir koma.“ Tortryggnari gagnvart Bandaríkjunum „Áhrif Bandaríkjanna eru ennþá mjög mikil, auðvitað stærsta hagkerfi heims og fjármálamarkaðurinn í Bandaríkjunum er ennþá stór hluti af alheimsmörkuðum því stærstu og verðmætustu fyrirtæki heims eru meira og minna skráð þar,“ segir Jón Bjarki. Hins vegar hafi nýlegar vendingar á milli Bandaríkjanna og Kína haft áhrif á markaðinn þarlendis. Nýverið boðuðu Kínverjar umfangsmiklar takmarkanir á útflutning sjaldgæfra málma, markaði sem þeir eru svo gott sem einráðir á, og þar af leiðandi boðaði Donald Trump Bandaríkjaforseti hundrað prósenta toll á vörur frá Kína. Jón Bjarki segir að það verði áhugavert að sjá hvernig fari úr því. „Yfir helgina hefur Tump svolítið mildað sinn tón en Kínverjarnir virðast standa fastir á sínu og það eykur óvissuna og sitt sýnist hverjum á mörkuðunum í dag um hvaða stefnu það viðskiptastríð muni taka.“ Markaðurinn sé þó almennt orðinn tortryggnari gagnvart bandaríska markaðinum sem hefur hingað til verið eins konar skjól. Efnahagsmál Bandaríkin Kína Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
„Það kemur alltaf bakslag en hvort það verður að kreppu og djúpum vandræðum, það ræðst á endanum af því hvort það séu einhver bjargráð og undirliggjandi styrkleikar sem koma í veg fyrir að allt fari í skrúfuna,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. „Það hefur verið mikill titringur á mörkuðum undanfarið. Ef maður rýnir í það sem við erum vön að horfa til til að gefa vísbendingar um líkurnar á niðursveiflu þá skiptist það í tvö horn.“ Til að mynda sé hægt að líta til þróunar verðlags gulls og bakslag í rafmyntum sem bendi til bakslags en hins vegar séu vísar sem bendi ekki til yfirvofandi bakslags, líkt og virði kopars sem gefi vísbendingar um hvað iðnaðurinn sé að fara að gera. „Kopar, sem er stundum kallað doktor kopar því að verðþróun og verð á kopar virðist segja til um taktinn í heimskerfinu fram í tímann. Hann hefur haldið vel í sjó og frekar verið að sækja í sig veðrið undanfarið,“ segir hann. „Á meðan er gullið áhættu- og verðbólguvörn því gull ber enga ávöxtun en það hækkar í takti við verðtryggingu í heiminum og þykir gott til þess að verja sig fyrir verðsveiflum og verðbólgu.“ Jón Bjarki segir það jafnframt varhugavert að ráðleggja fólki að fara í slíkar fjárfestingar. Það sé klókt fyrir fólk sem vilji dreifa áhættunni að setja einhvern hlut af eignum sínum í sjóði sem fjárfesta í slíku. Hann útilokar ekki að eitthvert bakslag eða kreppa muni eiga sér stað og leiti stórir fjárfestar í áhættudreifingu. „Það gerir oft ekki boð á undan sér þegar svona skellir koma.“ Tortryggnari gagnvart Bandaríkjunum „Áhrif Bandaríkjanna eru ennþá mjög mikil, auðvitað stærsta hagkerfi heims og fjármálamarkaðurinn í Bandaríkjunum er ennþá stór hluti af alheimsmörkuðum því stærstu og verðmætustu fyrirtæki heims eru meira og minna skráð þar,“ segir Jón Bjarki. Hins vegar hafi nýlegar vendingar á milli Bandaríkjanna og Kína haft áhrif á markaðinn þarlendis. Nýverið boðuðu Kínverjar umfangsmiklar takmarkanir á útflutning sjaldgæfra málma, markaði sem þeir eru svo gott sem einráðir á, og þar af leiðandi boðaði Donald Trump Bandaríkjaforseti hundrað prósenta toll á vörur frá Kína. Jón Bjarki segir að það verði áhugavert að sjá hvernig fari úr því. „Yfir helgina hefur Tump svolítið mildað sinn tón en Kínverjarnir virðast standa fastir á sínu og það eykur óvissuna og sitt sýnist hverjum á mörkuðunum í dag um hvaða stefnu það viðskiptastríð muni taka.“ Markaðurinn sé þó almennt orðinn tortryggnari gagnvart bandaríska markaðinum sem hefur hingað til verið eins konar skjól.
Efnahagsmál Bandaríkin Kína Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira