Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar 13. október 2025 14:30 Svifryksmengun vegna umferðar sú mengun sem oftast fer yfir heilsuverndarmörk í borgum og bæjum á Íslandi. Rannsóknir hafa sýnt fram á að svifryksmengun veldur aukningu í sjúkdómum og dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma, öndunarfærasjúkdóma, lungnakrabbameins, og einnig elliglöpum, taugaskemmdum, áhrifum á fóstur og enn er margt óupptalið[i]. Það er því til mikils að vinna að hafa loftgæði góð og gera það sem hægt er til að koma í veg fyrir mengun. Nú þegar vetur nálgast kemur að því að skipta yfir á vetrardekk. Val á vetrardekkjum er ekki einfalt og spilar margt þar inn í. Eitt af því sem sannarlega ætti að hafa áhrif á val á dekkjum er sú staðreynd að nagladekk spæna upp vegina og stuðla þannig að verulega auknu magni svifryks. Bíll á nagladekkjum veldur um það bil 20 – 30 sinnum (varlega áætlað) meira af svifryki en bíll á ónegldum dekkjum. Síðastliðin 10 ár hafa á milli 40% - 50% bíla á höfuðborgarsvæðinu verið á nagladekkjum yfir háveturinn. Þetta er hátt hlutfall, ef við athugum að 5 bílar á nagladekkjum valda jafn mikilli svifryksmengun og 100 - 150 bílar á ónegldum dekkjum. Það er því eðlilegt að spyrja hvað sé til ráða. Einfaldasta skrefið væri að fækka nagladekkjum í umferð. Nýlegar kannanir á öryggi dekkja sýna að bilið milli negldra dekkja og ónegldra minnkar stöðugt og raunar koma ónegld dekk jafnvel betur út; nema þegar kemur að akstri við allra verstu aðstæður þegar klaki þekur veg við frostmark [ii]. Fyrir mörg eru það ekki aðstæður sem skapast oft. Götur á höfuðborgarsvæðinu eru ruddar og saltaðar mjög fljótt, þannig að slíkar aðstæður myndast mjög sjaldan. Kostir ónegldra dekkja eru fjölmargir, minni hávaði, minna slit, oft styttri hemlunarvegalengd við algengustu aðstæður (þurrt/blautt malbik, jafnvel snjór) og auðveldara að stýra. Mörg heimili hafa yfir fleiri en einum bíl að ráða og væri því gott fyrsta skref að velta fyrir sér hver sé þörfin fyrir hvern þeirra; er mest keyrt innanbæjar og svo framvegis. Ef notkun nagladekkja minnkar ekki er nauðsynlegt að grípa til ráðstafa til að minnka svifryksmengun vegna umferðar. Slíkar ráðstafanir gætu verið að draga úr hámarkshraða, sem er mjög áhrifamikil aðferð og tiltölulega einföld[iii]. Aðrar aðgerðir gætu verið gjaldtaka á nagladekkjanotkun, að banna umferð á ákveðnum svæðum, eða beinni aðgerðir til að minnka umferð (banna bíla með slétta/oddatölu bílnúmer, …). Auðvitað ætti fyrsta skrefið að vera að draga úr umferð, en þróunin er í gagnstæða átt, þannig að það er lengri tíma markmið og önnur umræða. Höfundur er prófessor í umhverfis-og auðlindafræði við Háskóli Íslands. [i] Hänninen, O., Knol, A. B., Jantunen, M., Lim, T. A., Conrad, A., Rappolder, M., Carrer, P., Fanetti, A. C., Kim, R., Buekers, J., & EBoDE Working Group. (2014). Environmental burden of disease in Europe: Assessing nine risk factors in six countries. Environmental Health Perspectives, 122(5), 439–446. https://doi.org/10.1289/ehp.1206154 [ii] Benson, J. (2025, October 7). 2025 friction and studded winter tyre test. Tyre Reviews. https://www.tyrereviews.com/Tyre-Tests/2025-Friction-and-Studded-Winter-Tyre-Test.htm [iii] Þröstur Þorsteinsson (2021). Áhrif hraða á mengun vegna umferðar: Skýrsla til Vegagerðarinnar. Vegagerðin. https://reykjavik.is/sites/default/files/ahrif_hrada_a_mengun_vegna_umferdar.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nagladekk Umhverfismál Loftgæði Mest lesið Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Róttæk hugsun Fastir pennar Refsivöndur Moskvuvaldsins Auðunn Arnórsson Fastir pennar Frestum 15 metrunum Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Opinberar yfirheyrslur Jón Kaldal Fastir pennar Skoðun Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Svifryksmengun vegna umferðar sú mengun sem oftast fer yfir heilsuverndarmörk í borgum og bæjum á Íslandi. Rannsóknir hafa sýnt fram á að svifryksmengun veldur aukningu í sjúkdómum og dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma, öndunarfærasjúkdóma, lungnakrabbameins, og einnig elliglöpum, taugaskemmdum, áhrifum á fóstur og enn er margt óupptalið[i]. Það er því til mikils að vinna að hafa loftgæði góð og gera það sem hægt er til að koma í veg fyrir mengun. Nú þegar vetur nálgast kemur að því að skipta yfir á vetrardekk. Val á vetrardekkjum er ekki einfalt og spilar margt þar inn í. Eitt af því sem sannarlega ætti að hafa áhrif á val á dekkjum er sú staðreynd að nagladekk spæna upp vegina og stuðla þannig að verulega auknu magni svifryks. Bíll á nagladekkjum veldur um það bil 20 – 30 sinnum (varlega áætlað) meira af svifryki en bíll á ónegldum dekkjum. Síðastliðin 10 ár hafa á milli 40% - 50% bíla á höfuðborgarsvæðinu verið á nagladekkjum yfir háveturinn. Þetta er hátt hlutfall, ef við athugum að 5 bílar á nagladekkjum valda jafn mikilli svifryksmengun og 100 - 150 bílar á ónegldum dekkjum. Það er því eðlilegt að spyrja hvað sé til ráða. Einfaldasta skrefið væri að fækka nagladekkjum í umferð. Nýlegar kannanir á öryggi dekkja sýna að bilið milli negldra dekkja og ónegldra minnkar stöðugt og raunar koma ónegld dekk jafnvel betur út; nema þegar kemur að akstri við allra verstu aðstæður þegar klaki þekur veg við frostmark [ii]. Fyrir mörg eru það ekki aðstæður sem skapast oft. Götur á höfuðborgarsvæðinu eru ruddar og saltaðar mjög fljótt, þannig að slíkar aðstæður myndast mjög sjaldan. Kostir ónegldra dekkja eru fjölmargir, minni hávaði, minna slit, oft styttri hemlunarvegalengd við algengustu aðstæður (þurrt/blautt malbik, jafnvel snjór) og auðveldara að stýra. Mörg heimili hafa yfir fleiri en einum bíl að ráða og væri því gott fyrsta skref að velta fyrir sér hver sé þörfin fyrir hvern þeirra; er mest keyrt innanbæjar og svo framvegis. Ef notkun nagladekkja minnkar ekki er nauðsynlegt að grípa til ráðstafa til að minnka svifryksmengun vegna umferðar. Slíkar ráðstafanir gætu verið að draga úr hámarkshraða, sem er mjög áhrifamikil aðferð og tiltölulega einföld[iii]. Aðrar aðgerðir gætu verið gjaldtaka á nagladekkjanotkun, að banna umferð á ákveðnum svæðum, eða beinni aðgerðir til að minnka umferð (banna bíla með slétta/oddatölu bílnúmer, …). Auðvitað ætti fyrsta skrefið að vera að draga úr umferð, en þróunin er í gagnstæða átt, þannig að það er lengri tíma markmið og önnur umræða. Höfundur er prófessor í umhverfis-og auðlindafræði við Háskóli Íslands. [i] Hänninen, O., Knol, A. B., Jantunen, M., Lim, T. A., Conrad, A., Rappolder, M., Carrer, P., Fanetti, A. C., Kim, R., Buekers, J., & EBoDE Working Group. (2014). Environmental burden of disease in Europe: Assessing nine risk factors in six countries. Environmental Health Perspectives, 122(5), 439–446. https://doi.org/10.1289/ehp.1206154 [ii] Benson, J. (2025, October 7). 2025 friction and studded winter tyre test. Tyre Reviews. https://www.tyrereviews.com/Tyre-Tests/2025-Friction-and-Studded-Winter-Tyre-Test.htm [iii] Þröstur Þorsteinsson (2021). Áhrif hraða á mengun vegna umferðar: Skýrsla til Vegagerðarinnar. Vegagerðin. https://reykjavik.is/sites/default/files/ahrif_hrada_a_mengun_vegna_umferdar.pdf
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar