Innlent

Skjálfti upp á 4,0 í Bárðar­bungu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Skjálftar af þessari stærð eru nokkuð algengir í Bárðarbungu.
Skjálftar af þessari stærð eru nokkuð algengir í Bárðarbungu. RAX

Skjálfti af stærðinni 4,0 mældist í austanverðri Bárðarbunguöskju klukkan 21:59 í kvöld. Tíu eftirskjálftar hafa síðan mælst.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands eru skjálftar af þessari stærðargráðu nokkuð algengir í Bárðarbungu. Stærsti eftirskjálftinn mældist 3,3 að stærð.

Um tíu eftirskjálftar mældust, sá stærsti var 3,3 að stærð.Veðurstofa Íslands

Síðast varð skjálfti í Bárðarbungu upp á 3,9 19. september síðastliðinn og skjálfti sem var 5,2 að stærð mældist 27. júlí.

Engar tilkynningar hafa borist Veðurstofu um að skjálftinn hafi fundist í byggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×