Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 12. október 2025 15:31 Eins og flestir sem fylgjast með fréttum vita, þá var nýlega tekið margfrægt viðtal við núverandi (og nýjan) menntamálaráðherra, Guðmund Inga Kristinsson, um nýjar hugmyndir um nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskólakerfið. Á Ísland eru nú 27 ríkisreknir framhaldsskólar, en umrætt viðtal var á RÚV, í Kastljósinu. Á undan því var Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) í viðtali, um fyrstu viðbrögð FF við þessum hugmyndum. Alls eru um 1700 félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara samkvæmt upplýsingum á vefsíðu félagsins. Mikill munur er á stærð framhaldsskólanna, einn er til dæmis með með um 2000 nemendur og einn sá minnsti með um 100. Smáu skólarnir eru flestir á landsbyggðinni, þó það er sé ekki alfarið þannig. Rekstur þeirra kostar tugi milljarða á ári, sem að stærstum hluta fer í að greiða laun starfsmanna skólanna, sem flestir eru jú kennarar. Hugmyndir, góðar og slæmar En þessar hugmyndir eru að mínu mati vægast sagt sérkennilegar og ég verð að viðurkenna að ég þurfti tvær atrennur til að skilja í alveg viðtalið, því það var nokkuð þversagnarkennt á köflum. En ég ætla ekki að vera eltast við viðtalið sem slíkt (enn hægt að horfa á það) heldur vil ég frekar líta á það sem birtingarmynd stærra vandamáls, sem er almenn staða menntunar hér á landi og ýmisleg og stór og örlagarík mistök sem gerð hafa verið á því sviði að mínu mati. Eftir viðtalið hefur komið í ljós í fréttum að hið nýja ætlaða stjórnsýslustig, sem má segja að sé endurvakning Fræðsluskrifstofanna, sem einu sinni voru til, eigi að kosta um 250 milljónir króna. En miðað við það sem er lenska eða nánast venja hér á landi má því búast við að kostnaðurinn verði mun hærri. Flest svona verkefni fara fram úr áætlun. Væri þá ekki bara betra að veita þessum fjármunum beint til skólanna og styrkja þá þannig? Það er að mínu mati miklu vænlegra til árangurs. Þar með væri beint verið að fjárfesta í menntun, þar sem hún gerist, ,,á gólfinu.“ Þessar hugmyndir, sem mikið hafa verið ræddar, mæta að mér sýnist almennt mikilli andstöðu, en nú er ráðherra á hringferð um landið og er að heimsækja framhaldsskólana til þess að ræða málið. Það verður alveg örugglega áhugavert, bæði fyrir hann, sem og kennara og aðra starfsmenn skólanna. Andstaðan við þessar hugmyndir kom t.d. strax í ljós á fundi meðal skólameistara fyrir skömmu. Þar lýstu þeir því yfir að þeir gætu ekki stutt þessar hugmyndir í núverandi mynd og hvetja þeir til alvöru samráðs um málið. En það er einmitt mikilvægt að líta á þetta sem hugmyndir. Sumar hugmyndir eru góðar, aðrar eru slæmar. Stundum verður eitthvað úr hugmyndum, aðrar fara á haugana eða í salt. Stundum þarf líka hreinlega að endurhugsa hugmyndir. Vonast ég svo sannarlega til þess að þessum hugmyndum verði hins vegar ekki troðið ofan í kokið á okkur kennurum, til þess eins að ná einhverjum pólitískum markmiðum. En auðvitað er bara gott að fram fari umræðan um þær og það er hið besta mál. Engin úttekt á flutningi grunnskólans til sveitarfélaganna En það er fleira sem mér finnst ástæða að nefna hér, og ég hef verið að velta fyrir mér. Til dæmis sú staðreynd að engin alvöru úttekt hefur verið gerð á því hvernig bæði flutningur grunnskólans yfir til sveitarfélaganna (árið 1996) og stytting náms í framhaldsskólanum, úr fjórum í þrjú, hafa gengið. Við flutning grunnskólans voru einmitt áðurnefndar Fræðsluskrifstofur lagðar niður. Það er í raun með ólíkindum að slíkar úttektir hafi ekki farið fram á jafn róttækum breytingum og raun ber vitni, en minnstu sveitarfélög landsins eru mörg hundruð sinnum minni en þau stærstu. Samt á sama þjónusta að fara fram á báðum stöðum, menntun barna og unglinga og allt sem henni fylgir. Þetta er í raun galið. Og margir vilja jú meina að ,,lofað“ fjármagn í þessi verkefni hafi bara alls ekki skilað sér, á báðum stöðum, bæði i grunnskólann og framhaldsskólann. Lítið er til af heildstæðum ritverkum um þetta. Til er MPA-ritgerð frá árinu 2009 eftir Þorstein Sæmundsson, þar sem hann fer aðeins ofan í saumana á flutningi grunnskólanna, en í henni er nálgunin það sem kalla má ,,stjórnsýsluleg.“ Í ritgerðinni svarar hann til dæmis ekki þeirri spurning hvort flutningurinn hafi tekist vel eða illa. Á vefnum ,,Skólaþræðir“ er grein eftir nokkra fræðimenn og er hún frá árinu 2022. Í henni segir meðal annars: ,,Starfsþróun kennara og skólastjórnenda er handahófskennd og yfirlit yfir símenntun þeirra takmörkuð. Ekkert heildarskipulag er í landinu á skólaþjónustu og ríkjandi eru tilviljanakenndar áherslur og viðbragðsmiðuð nálgun í séraðstoð til nemenda. Ráðgjöf í einstökum námsgreinum virðist hafa fallið milli skips og bryggju“ (Annar Kristín Sigurðardóttir o.fl., 2022). Þá segir einnig: ,,Aðstöðumunur milli stórra og lítilla sveitarfélaga sker illilega í augu. Þrátt fyrir talsverða fækkun sveitarfélaga síðastliðinn aldarfjórðung hefur ferlið gengið hægar en áætlað var við yfirfærsluna. Um helmingur sveitarfélaga er enn með innan við þúsund íbúa (36 af 69 árið 2020. Hagstofan, e.d.) og vart fær um að reka grunnskóla án framlaga úr Jöfnunarsjóði, að ekki sé talað um heildstæða og framsækna skólaþjónustu“ (Sama heimild). Auðvitað hefði átt, segjum eftir um 5-10 ár, að fara fram gagnger rannsókn eða skoðun, t.d. á vegum Ríkisendurskoðunar, á því hvernig þessi kerfisbreyting grunnskólans hefði gengið. En það er eins og engum hafi dottið það í hug. Í annað eins hefur nú fjármunum verið eytt hjá ríkinu. Hvernig tókst stytting framhaldsskólans? Önnur breyting sem virðist ætla að hljóta sömu örlög er stytting framhaldsskólans í þrjú ár, sem tók gildi fyrir áratug síðan eða árið 2015. Veit einhver í raun hvernig hún hefur gengið? Nei, og enn sem komið er virðist heldur engum hafa dottið í hug í stjórnkerfinu að það væri nú sniðugt að gera rækilega úttekt á því hver árangurinn hefur verið. Er hann jákvæður eða neikvæður og var þessi breyting til góðs? Sem starfandi framhaldsskólakennari verð ég að segja að ég er efins um það. Í kjölfar kjarasamninga við kennara féll dómur í Félagsdómi árið 2016, sem kvað á um að framhaldsskólarnir fengju um 350-400 milljónir króna til endurmats á vinnumati frá upphafi skólaárs árið 2018, vegna styttingarinnar. Meira var það nú ekki, en rekstur framhaldsskólanna kostar um þessar mundir um 45 milljarða króna. Þetta eru því ekki háar upphæðir í því samhengi. Í grein sem Gerður G. Óskarsdóttir og Þuríður Jóna Jóhannsdóttir skrifuðu á vef Heimildarinnar árið 2022 er reyndar lítillega komið inn á þessi mál, en meðal annars bent á að umræðan um styttinguna hafi aðallega beinst að auknu álagi á framhaldsskólanemendur, sem þurfi þó ekki endilega að vera tengt náminu sjálfu, heldur einnig ,,snjallvæðingu“ samfélagsins, þó höfundar noti ekki það orð. Einnig ræða þær vinnu unglinga með námi í þessu samhengi. En í lokin segja þær orðrétt: ,,Á þessu máli eru því margar hliðar sem vert er að skoða í heild sinni“ (Gerður G.Óskarsdóttir og Þuríður Jóna Jóhannsdóttir, 2022). Margir hafa bent á að styttingin hafi meðal annars komið niður á félagslífi nemenda, gert það fátæklegra. Þá voru einnig miklar væntingar um töluverðan þjóðhagslegan ábata vegna styttingarinnar, aukið framboð á vinnuafli, aukna landsframleiðslu, bætt kjör kennara og fleira slíkt. Þetta var meðal annars rætt í skýrslu sem heitir ,,Efnahagslega áhrif af styttingu framhaldsnáms" og var gefin út af Hagfræðistofnun árið 2015, fyrir nákvæmlega áratug, þegar breytingin var í startholunum. En hefur þetta ræst? Við vitum það einfaldlega ekki. Einkarannsóknin í H.Í. Í byrjun árs 2024 birtust niðurstöður lítillar rannsóknar sem hagfræðideild H.Í. gerði um áhrif styttingarinnar og er þetta að ég held eini vísirinn að alvöru rannsókn um áhrif styttingarinnar. Í frétt á Heimildinni um málið kemur í raun fram að áhrifin hafi verið heldur neikvæð, þó það sé ekki alfarið þannig. Í áhugaverðu myndbandi ræðir Dr. Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor, könnunina og tilurð hennar. Megin niðurstöður hennar, segir Gylfi, eru að meðaleinkunn þeirra sem komu beint inn eftir þriggja ára nám, voru lægri, og þá var brottfall meðal þeirra meira. Brottfall þýðir að þá hættir einstaklingur í námi. Í myndbandinu segir Dr. Gylfi að það sé í raun enginn áhugi hjá stjórnvöldum til að rannsaka þetta og að þessi rannsókn hafi verið ,,einkaframtak.“ ,,Það skiptir máli hvernig fólki tekst að fóta sig í lífinu og ef það eru gerðar kerfisbreytingar sem gera það að verkum að fólk á erfiðara með að fóta sig í lífinu, þá er eins gott að komast að því sem fyrst, til að laga kerfið...það eru gerðar svona breytingar og síðan er engin eftirfylgni...þetta eru manneskjur sem verið er að leika sér með,“ segir Gylfi í myndbandinu. Einnig birtist á Bylgjunni á sínum tíma áhugavert viðtal við einn af höfundum rannsóknarinnar, Tinnu Laufey Ásgeirsdóttur, þar sem hún fór yfir rannsóknina. Nauðsyn rannsókna Ég ætla ekki að hafa þessi orð mikið fleiri, en vil bara benda enn og aftur á nauðsyn þess að ræða menntamál af mikilli alvöru og rannsaka þau. Við eigum margt mjög gott fólk í þeim efnum. Einnig vil ég benda á að að ríkisvaldið og opinberir aðilar mega ekki bregðast í því hlutverki að rannsaka og ígrunda sínar eigin gerðir og jafn djúpstæðar kerfisbreytingar og hér hafa verið ræddar. Dr. Gylfi Zoega kjarnar málið vel í ummælum sínum. Það virðist hins vegar vera raunin og því miður vera sem svo að með yfirfærslunni á grunnskólanum hafi ríkið einfaldlega verið að ,,losa sig við eitthvað óþægilegt“ yfir á sveitarfélögin, sem eru eins og ég hef bent á, geysilega ólík innbyrðis. Og þá er ýmislegt sem bendir til þess að stytting framhaldsskólanna hafi ekki tekist nægilega vel, eins og hér hefur komið fram. Við hér á Íslandi teljum okkur vera þekkingarsamfélag. En það getur varla átt að vera þannig að við vitum nánast ekkert um það hvernig þessar miklu breytingar á skólakerfinu hafa komið út? Það er í raun ótækt að mínu mati. Og þetta ber auðvitað pínu keim af því sem við getum kallað ,,þetta reddast“- hugarfar. En ef svo á að vera, erum við þá ekki bara að fálma í myrkrinu? Höfundur er stjórnmálafræðingur og kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skóla- og menntamál Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Eins og flestir sem fylgjast með fréttum vita, þá var nýlega tekið margfrægt viðtal við núverandi (og nýjan) menntamálaráðherra, Guðmund Inga Kristinsson, um nýjar hugmyndir um nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskólakerfið. Á Ísland eru nú 27 ríkisreknir framhaldsskólar, en umrætt viðtal var á RÚV, í Kastljósinu. Á undan því var Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) í viðtali, um fyrstu viðbrögð FF við þessum hugmyndum. Alls eru um 1700 félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara samkvæmt upplýsingum á vefsíðu félagsins. Mikill munur er á stærð framhaldsskólanna, einn er til dæmis með með um 2000 nemendur og einn sá minnsti með um 100. Smáu skólarnir eru flestir á landsbyggðinni, þó það er sé ekki alfarið þannig. Rekstur þeirra kostar tugi milljarða á ári, sem að stærstum hluta fer í að greiða laun starfsmanna skólanna, sem flestir eru jú kennarar. Hugmyndir, góðar og slæmar En þessar hugmyndir eru að mínu mati vægast sagt sérkennilegar og ég verð að viðurkenna að ég þurfti tvær atrennur til að skilja í alveg viðtalið, því það var nokkuð þversagnarkennt á köflum. En ég ætla ekki að vera eltast við viðtalið sem slíkt (enn hægt að horfa á það) heldur vil ég frekar líta á það sem birtingarmynd stærra vandamáls, sem er almenn staða menntunar hér á landi og ýmisleg og stór og örlagarík mistök sem gerð hafa verið á því sviði að mínu mati. Eftir viðtalið hefur komið í ljós í fréttum að hið nýja ætlaða stjórnsýslustig, sem má segja að sé endurvakning Fræðsluskrifstofanna, sem einu sinni voru til, eigi að kosta um 250 milljónir króna. En miðað við það sem er lenska eða nánast venja hér á landi má því búast við að kostnaðurinn verði mun hærri. Flest svona verkefni fara fram úr áætlun. Væri þá ekki bara betra að veita þessum fjármunum beint til skólanna og styrkja þá þannig? Það er að mínu mati miklu vænlegra til árangurs. Þar með væri beint verið að fjárfesta í menntun, þar sem hún gerist, ,,á gólfinu.“ Þessar hugmyndir, sem mikið hafa verið ræddar, mæta að mér sýnist almennt mikilli andstöðu, en nú er ráðherra á hringferð um landið og er að heimsækja framhaldsskólana til þess að ræða málið. Það verður alveg örugglega áhugavert, bæði fyrir hann, sem og kennara og aðra starfsmenn skólanna. Andstaðan við þessar hugmyndir kom t.d. strax í ljós á fundi meðal skólameistara fyrir skömmu. Þar lýstu þeir því yfir að þeir gætu ekki stutt þessar hugmyndir í núverandi mynd og hvetja þeir til alvöru samráðs um málið. En það er einmitt mikilvægt að líta á þetta sem hugmyndir. Sumar hugmyndir eru góðar, aðrar eru slæmar. Stundum verður eitthvað úr hugmyndum, aðrar fara á haugana eða í salt. Stundum þarf líka hreinlega að endurhugsa hugmyndir. Vonast ég svo sannarlega til þess að þessum hugmyndum verði hins vegar ekki troðið ofan í kokið á okkur kennurum, til þess eins að ná einhverjum pólitískum markmiðum. En auðvitað er bara gott að fram fari umræðan um þær og það er hið besta mál. Engin úttekt á flutningi grunnskólans til sveitarfélaganna En það er fleira sem mér finnst ástæða að nefna hér, og ég hef verið að velta fyrir mér. Til dæmis sú staðreynd að engin alvöru úttekt hefur verið gerð á því hvernig bæði flutningur grunnskólans yfir til sveitarfélaganna (árið 1996) og stytting náms í framhaldsskólanum, úr fjórum í þrjú, hafa gengið. Við flutning grunnskólans voru einmitt áðurnefndar Fræðsluskrifstofur lagðar niður. Það er í raun með ólíkindum að slíkar úttektir hafi ekki farið fram á jafn róttækum breytingum og raun ber vitni, en minnstu sveitarfélög landsins eru mörg hundruð sinnum minni en þau stærstu. Samt á sama þjónusta að fara fram á báðum stöðum, menntun barna og unglinga og allt sem henni fylgir. Þetta er í raun galið. Og margir vilja jú meina að ,,lofað“ fjármagn í þessi verkefni hafi bara alls ekki skilað sér, á báðum stöðum, bæði i grunnskólann og framhaldsskólann. Lítið er til af heildstæðum ritverkum um þetta. Til er MPA-ritgerð frá árinu 2009 eftir Þorstein Sæmundsson, þar sem hann fer aðeins ofan í saumana á flutningi grunnskólanna, en í henni er nálgunin það sem kalla má ,,stjórnsýsluleg.“ Í ritgerðinni svarar hann til dæmis ekki þeirri spurning hvort flutningurinn hafi tekist vel eða illa. Á vefnum ,,Skólaþræðir“ er grein eftir nokkra fræðimenn og er hún frá árinu 2022. Í henni segir meðal annars: ,,Starfsþróun kennara og skólastjórnenda er handahófskennd og yfirlit yfir símenntun þeirra takmörkuð. Ekkert heildarskipulag er í landinu á skólaþjónustu og ríkjandi eru tilviljanakenndar áherslur og viðbragðsmiðuð nálgun í séraðstoð til nemenda. Ráðgjöf í einstökum námsgreinum virðist hafa fallið milli skips og bryggju“ (Annar Kristín Sigurðardóttir o.fl., 2022). Þá segir einnig: ,,Aðstöðumunur milli stórra og lítilla sveitarfélaga sker illilega í augu. Þrátt fyrir talsverða fækkun sveitarfélaga síðastliðinn aldarfjórðung hefur ferlið gengið hægar en áætlað var við yfirfærsluna. Um helmingur sveitarfélaga er enn með innan við þúsund íbúa (36 af 69 árið 2020. Hagstofan, e.d.) og vart fær um að reka grunnskóla án framlaga úr Jöfnunarsjóði, að ekki sé talað um heildstæða og framsækna skólaþjónustu“ (Sama heimild). Auðvitað hefði átt, segjum eftir um 5-10 ár, að fara fram gagnger rannsókn eða skoðun, t.d. á vegum Ríkisendurskoðunar, á því hvernig þessi kerfisbreyting grunnskólans hefði gengið. En það er eins og engum hafi dottið það í hug. Í annað eins hefur nú fjármunum verið eytt hjá ríkinu. Hvernig tókst stytting framhaldsskólans? Önnur breyting sem virðist ætla að hljóta sömu örlög er stytting framhaldsskólans í þrjú ár, sem tók gildi fyrir áratug síðan eða árið 2015. Veit einhver í raun hvernig hún hefur gengið? Nei, og enn sem komið er virðist heldur engum hafa dottið í hug í stjórnkerfinu að það væri nú sniðugt að gera rækilega úttekt á því hver árangurinn hefur verið. Er hann jákvæður eða neikvæður og var þessi breyting til góðs? Sem starfandi framhaldsskólakennari verð ég að segja að ég er efins um það. Í kjölfar kjarasamninga við kennara féll dómur í Félagsdómi árið 2016, sem kvað á um að framhaldsskólarnir fengju um 350-400 milljónir króna til endurmats á vinnumati frá upphafi skólaárs árið 2018, vegna styttingarinnar. Meira var það nú ekki, en rekstur framhaldsskólanna kostar um þessar mundir um 45 milljarða króna. Þetta eru því ekki háar upphæðir í því samhengi. Í grein sem Gerður G. Óskarsdóttir og Þuríður Jóna Jóhannsdóttir skrifuðu á vef Heimildarinnar árið 2022 er reyndar lítillega komið inn á þessi mál, en meðal annars bent á að umræðan um styttinguna hafi aðallega beinst að auknu álagi á framhaldsskólanemendur, sem þurfi þó ekki endilega að vera tengt náminu sjálfu, heldur einnig ,,snjallvæðingu“ samfélagsins, þó höfundar noti ekki það orð. Einnig ræða þær vinnu unglinga með námi í þessu samhengi. En í lokin segja þær orðrétt: ,,Á þessu máli eru því margar hliðar sem vert er að skoða í heild sinni“ (Gerður G.Óskarsdóttir og Þuríður Jóna Jóhannsdóttir, 2022). Margir hafa bent á að styttingin hafi meðal annars komið niður á félagslífi nemenda, gert það fátæklegra. Þá voru einnig miklar væntingar um töluverðan þjóðhagslegan ábata vegna styttingarinnar, aukið framboð á vinnuafli, aukna landsframleiðslu, bætt kjör kennara og fleira slíkt. Þetta var meðal annars rætt í skýrslu sem heitir ,,Efnahagslega áhrif af styttingu framhaldsnáms" og var gefin út af Hagfræðistofnun árið 2015, fyrir nákvæmlega áratug, þegar breytingin var í startholunum. En hefur þetta ræst? Við vitum það einfaldlega ekki. Einkarannsóknin í H.Í. Í byrjun árs 2024 birtust niðurstöður lítillar rannsóknar sem hagfræðideild H.Í. gerði um áhrif styttingarinnar og er þetta að ég held eini vísirinn að alvöru rannsókn um áhrif styttingarinnar. Í frétt á Heimildinni um málið kemur í raun fram að áhrifin hafi verið heldur neikvæð, þó það sé ekki alfarið þannig. Í áhugaverðu myndbandi ræðir Dr. Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor, könnunina og tilurð hennar. Megin niðurstöður hennar, segir Gylfi, eru að meðaleinkunn þeirra sem komu beint inn eftir þriggja ára nám, voru lægri, og þá var brottfall meðal þeirra meira. Brottfall þýðir að þá hættir einstaklingur í námi. Í myndbandinu segir Dr. Gylfi að það sé í raun enginn áhugi hjá stjórnvöldum til að rannsaka þetta og að þessi rannsókn hafi verið ,,einkaframtak.“ ,,Það skiptir máli hvernig fólki tekst að fóta sig í lífinu og ef það eru gerðar kerfisbreytingar sem gera það að verkum að fólk á erfiðara með að fóta sig í lífinu, þá er eins gott að komast að því sem fyrst, til að laga kerfið...það eru gerðar svona breytingar og síðan er engin eftirfylgni...þetta eru manneskjur sem verið er að leika sér með,“ segir Gylfi í myndbandinu. Einnig birtist á Bylgjunni á sínum tíma áhugavert viðtal við einn af höfundum rannsóknarinnar, Tinnu Laufey Ásgeirsdóttur, þar sem hún fór yfir rannsóknina. Nauðsyn rannsókna Ég ætla ekki að hafa þessi orð mikið fleiri, en vil bara benda enn og aftur á nauðsyn þess að ræða menntamál af mikilli alvöru og rannsaka þau. Við eigum margt mjög gott fólk í þeim efnum. Einnig vil ég benda á að að ríkisvaldið og opinberir aðilar mega ekki bregðast í því hlutverki að rannsaka og ígrunda sínar eigin gerðir og jafn djúpstæðar kerfisbreytingar og hér hafa verið ræddar. Dr. Gylfi Zoega kjarnar málið vel í ummælum sínum. Það virðist hins vegar vera raunin og því miður vera sem svo að með yfirfærslunni á grunnskólanum hafi ríkið einfaldlega verið að ,,losa sig við eitthvað óþægilegt“ yfir á sveitarfélögin, sem eru eins og ég hef bent á, geysilega ólík innbyrðis. Og þá er ýmislegt sem bendir til þess að stytting framhaldsskólanna hafi ekki tekist nægilega vel, eins og hér hefur komið fram. Við hér á Íslandi teljum okkur vera þekkingarsamfélag. En það getur varla átt að vera þannig að við vitum nánast ekkert um það hvernig þessar miklu breytingar á skólakerfinu hafa komið út? Það er í raun ótækt að mínu mati. Og þetta ber auðvitað pínu keim af því sem við getum kallað ,,þetta reddast“- hugarfar. En ef svo á að vera, erum við þá ekki bara að fálma í myrkrinu? Höfundur er stjórnmálafræðingur og kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar