„Þetta er pólitísk vakning“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. október 2025 15:06 Sigmundur Davíð fór yfir víðan völl í ræðu sinni á landsþingi Miðflokksins í dag. Vísir/Lýður Valberg Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að ákvarðanataka í stjórnmálum hafi í auknum mæli markast af kerfisrækni, rétttrúnaði og öðrum kreddum í stað almennrar skynsemi. Hann segir mikinn fjölda fólks á öllum aldri hafa gengið til liðs við Miðflokkinn að undanförnu. Um sé að ræða pólitíska vakningu og vinsældir flokksins skýrist af því að hann þori að segja það sem þurfi meðan aðrir þegja. Þetta kom fram í ræðu Sigmundar á landsþingi Miðflokksins fyrr í dag, þar sem fjallað var meðal annars um skynsemi í stjórnmálum, útlendingamál, hringrás vaxta og verðbólgu, tjáningarfrelsi og fullveldi. „Þegar skynsemin víkur fyrir kreddum, gerast hins vegar mistök, og oft eru það fyrirsjáanleg mistök. Verst er þegar menn gera fyrirsjaanleg mistök með opin augum,“ sagði Sigmundur og tiltók ýmis atriði sem hann taldi fyrirsjáanleg mistök á liðnum árum. „Það voru fyrirsjáanleg mistök að setja ný lög um útlendinga og gera aðrar ráðstafanir sem veiktu landamæri Íslands og gerðu innflytjendamál á þessu fámenna landi, stjórnlaus.„ „Það voru fyrirsjáanleg mistök að ætla setja reglur um það hvernig fólk eigi tjá sig, og hugsa, og senda alla landsmenn á innrætingarnámskeið.“ „Og loks eru það sannarlega fyrirsjáanleg mistök, að ætla eyða óendanlega miklum peningum skattgreiðenda, í svokallaða borgarlínu, sem hefur ekki annað hlutverk en að þrengja að umferðinni, og réttlæta bílastæðaleysi, á hinum rándýru þéttingarreitum borgarinnar.“ Velferðarkerfi og opin landamæri ósamrýmanleg Varðandi útlendingamálin sagði Sigmundur að ekkert samfélag fáist þrifist, hafi það ekki vilja til að vernda hópinn. Öflugt velferðarkerfi og opin, eða lek landamæri, séu ósamrýmanleg. Þá hafi straumur hælisleitenda til Vesturlanda margfaldast og eðli hans breyst á liðnum árum, frá því þjóðir komu sér saman um að aðstoða flóttamenn eftir seinni heimsstyrjöldina. „Hugsunin var sú að fólk sem væri að flýja hörmungar stríðs, gæti leitað skjóls í nágrannaríkjunum, og svo vonandi snúið aftur heim.“ „Nú hafa hins vegar hættuleg gengi glæpamanna, gert velvild Vesturlanda að söluvöru. Hafa selt væntingar um betri lífskjör, í móttökulöndunum, og ætlað þeim að uppfylla þær væntingar.“ „Þetta er ekki samsæriskenning, þetta er viðurkennd staðreynd.“ Hægt er að hlusta á ræðuna í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Miðflokkurinn Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Sigmundar á landsþingi Miðflokksins fyrr í dag, þar sem fjallað var meðal annars um skynsemi í stjórnmálum, útlendingamál, hringrás vaxta og verðbólgu, tjáningarfrelsi og fullveldi. „Þegar skynsemin víkur fyrir kreddum, gerast hins vegar mistök, og oft eru það fyrirsjáanleg mistök. Verst er þegar menn gera fyrirsjaanleg mistök með opin augum,“ sagði Sigmundur og tiltók ýmis atriði sem hann taldi fyrirsjáanleg mistök á liðnum árum. „Það voru fyrirsjáanleg mistök að setja ný lög um útlendinga og gera aðrar ráðstafanir sem veiktu landamæri Íslands og gerðu innflytjendamál á þessu fámenna landi, stjórnlaus.„ „Það voru fyrirsjáanleg mistök að ætla setja reglur um það hvernig fólk eigi tjá sig, og hugsa, og senda alla landsmenn á innrætingarnámskeið.“ „Og loks eru það sannarlega fyrirsjáanleg mistök, að ætla eyða óendanlega miklum peningum skattgreiðenda, í svokallaða borgarlínu, sem hefur ekki annað hlutverk en að þrengja að umferðinni, og réttlæta bílastæðaleysi, á hinum rándýru þéttingarreitum borgarinnar.“ Velferðarkerfi og opin landamæri ósamrýmanleg Varðandi útlendingamálin sagði Sigmundur að ekkert samfélag fáist þrifist, hafi það ekki vilja til að vernda hópinn. Öflugt velferðarkerfi og opin, eða lek landamæri, séu ósamrýmanleg. Þá hafi straumur hælisleitenda til Vesturlanda margfaldast og eðli hans breyst á liðnum árum, frá því þjóðir komu sér saman um að aðstoða flóttamenn eftir seinni heimsstyrjöldina. „Hugsunin var sú að fólk sem væri að flýja hörmungar stríðs, gæti leitað skjóls í nágrannaríkjunum, og svo vonandi snúið aftur heim.“ „Nú hafa hins vegar hættuleg gengi glæpamanna, gert velvild Vesturlanda að söluvöru. Hafa selt væntingar um betri lífskjör, í móttökulöndunum, og ætlað þeim að uppfylla þær væntingar.“ „Þetta er ekki samsæriskenning, þetta er viðurkennd staðreynd.“ Hægt er að hlusta á ræðuna í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Miðflokkurinn Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira