Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. október 2025 22:08 Jørgen Watne Frydnes er formaður Nóbelsnefndarinnar. AP Nóbelsstofnunin í Ósló hefur hafið rannsókn á mögulegum leka og innherjaviðskiptun eftir að óvenjuleg veðmál bárust á að María Corina Machado hlyti Friðarverðlaun Nóbels, nokkrum klukkutímum áður en hún hlaut þau. Maríu Corina Machado voru veitt Friðarverðlaun Nóbels í gær fyrir baráttu sína í þágu lýðræðis í heimalandi sínu Venesúela. Hún er fyrsti Venesúelabúinn til að hreppa verðlaunin. Skömmu eftir miðnætti í gær að norskum tíma mat veðbankinn Polymarket sigurlíkur Machado upp á 3,75 prósent. Innan við tveimur tímum síðar hins vegar höfðu líkurnar rokið upp í 72,8 prósent sem ber þess merki að nafni sigurvegarans hafi verið lekið. Samkvæmt umfjöllun Guardian og Financial Times hafði Júlía Navalnaja, hagfræðingurinn og ekkja rússneska andspyrnuleiðtogans Aleksejs Navalní, verið sigurstrangslegust fram á gærdaginn á síðu Polymarket sem er vinsæl veðmálasíða meðal þeirra sem veðja á stjórnmál. Stuðlar síðunnar eru sjálfvirkt unnir út frá veðmálum notenda og því er skyndilegt stökk Machado til marks um óvenjulegar hreyfingar á veðmálum. Að því er fram kemur í umfjöllun Finansavisen vann einn notandi síðuna tæplega átta milljón íslenskar krónur á því að veðja á Machado en hann hafði búið reikninginn til samdægurs. Í samtali við Aftenposten sagði forstöðumaður Nóbelsstofnunarinnar að ekki væri hægt að fullyrða enn um hvort nafni sigurvegarans hafi verið lekið en að rannsókn yrði hleypt af stað. Umfang eða eðli rannsóknarinnar liggur ekki fyrir en af umfjöllun ofangreindra miðla að ráða er um fordæmalausan leka að ræða, ef rétt reynist. Nóbelsverðlaun Noregur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Maríu Corina Machado voru veitt Friðarverðlaun Nóbels í gær fyrir baráttu sína í þágu lýðræðis í heimalandi sínu Venesúela. Hún er fyrsti Venesúelabúinn til að hreppa verðlaunin. Skömmu eftir miðnætti í gær að norskum tíma mat veðbankinn Polymarket sigurlíkur Machado upp á 3,75 prósent. Innan við tveimur tímum síðar hins vegar höfðu líkurnar rokið upp í 72,8 prósent sem ber þess merki að nafni sigurvegarans hafi verið lekið. Samkvæmt umfjöllun Guardian og Financial Times hafði Júlía Navalnaja, hagfræðingurinn og ekkja rússneska andspyrnuleiðtogans Aleksejs Navalní, verið sigurstrangslegust fram á gærdaginn á síðu Polymarket sem er vinsæl veðmálasíða meðal þeirra sem veðja á stjórnmál. Stuðlar síðunnar eru sjálfvirkt unnir út frá veðmálum notenda og því er skyndilegt stökk Machado til marks um óvenjulegar hreyfingar á veðmálum. Að því er fram kemur í umfjöllun Finansavisen vann einn notandi síðuna tæplega átta milljón íslenskar krónur á því að veðja á Machado en hann hafði búið reikninginn til samdægurs. Í samtali við Aftenposten sagði forstöðumaður Nóbelsstofnunarinnar að ekki væri hægt að fullyrða enn um hvort nafni sigurvegarans hafi verið lekið en að rannsókn yrði hleypt af stað. Umfang eða eðli rannsóknarinnar liggur ekki fyrir en af umfjöllun ofangreindra miðla að ráða er um fordæmalausan leka að ræða, ef rétt reynist.
Nóbelsverðlaun Noregur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira